Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2025 09:21 Moai-styttur á Ahu Tongariki á Páskaeyju. Sjórinn gæti náð þeim seinna á þessari öld vegna hækkandi yfirborðs sjávar. AP/Esteban Felix Öldur gætu náð alla leið að styttunum frægu á Páskaeyju fyrir árið 2080 vegna hækkandi yfirborðs sjávar sem er ein af afleiðingum loftslagsbreytinga af völdum manna. Stytturnar laða tugi þúsunda ferðamanna að eyjunni árlega en ferðaþjónusta er undirstöðuatvinnugrein þar. Svonefndu moai-stytturnar á Páskaeyju í Kyrrahafi voru reistar af eyjaskeggjum á milli 10. og 16. aldar. Þeim var ætlað að heiðra mikilvæga forfeður og höfðingja Rapa Nui-þjóðarinnar. Um 900 slíkar styttur eru á eyjunni sem er um 160 ferkílómetrar að flatarmáli. Nú segja vísindamenn að fimmtán styttur á Ahu Tongariki, stærsta minnisvarða eyjarinnar, gæti verið í hættu vegna sjávarfalla fyrir árið 2080. Svæðið er hluti af Rapa Nui-þjóðgarðinum sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Hugsanlega yrði hægt að verja stytturnar með því að reisa sjóvarnargarða eða jafnvel færa þær lengra upp á land. Noah Paoa, aðalhöfundur greinar um rannsóknina frá Háskólanum á Havaí, segist vonast til þess að niðurstöður sínar leiði til aðgerða áður en tjón verði á styttunum, „Það er best að horfa fram á við og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða frekar en að bregðast við mögulegum hættum eftir á,“ segir Paoa sem er sjálfur frá Páskaeyju. Fimmtán styttur eru á Ahu Tongariki-minnisvarðanum, þeim stærsta á Páskaeyju. Í bakgrunni sést eldfjallið Rano Raraku.AP/Esteban Felix UNESCO segir að allt að fimmtíu aðrir staðir á heimsminjaskrá séu í hættu vegna sjávarflóða. Loftslagsbreytingar séu helsta ógnin við þá staði á skránni sem liggja við sjóinn. „Við Miðjarðarhaf og í Afríku verða þrír af hverjum fjórum stöðum á láglendi við sjó fyrir rofi og flóðum vegna hraðari hækkunar yfirborðs sjávar,“ segir talsmaður UNESCO við AP-fréttastofuna. Yfirborð sjávar fer hækkandi vegna hnattrænnar hlýnunar sem menn valda með stórfelldri losun á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Hækkunin er annars vegar tilkomin vegna þess að sjórinn þenst út eftir því sem hann hlýnar og hins vegar vegna bráðnunar landíss. Síle Loftslagsmál Hafið Jarðefnaeldsneyti Fornminjar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Svonefndu moai-stytturnar á Páskaeyju í Kyrrahafi voru reistar af eyjaskeggjum á milli 10. og 16. aldar. Þeim var ætlað að heiðra mikilvæga forfeður og höfðingja Rapa Nui-þjóðarinnar. Um 900 slíkar styttur eru á eyjunni sem er um 160 ferkílómetrar að flatarmáli. Nú segja vísindamenn að fimmtán styttur á Ahu Tongariki, stærsta minnisvarða eyjarinnar, gæti verið í hættu vegna sjávarfalla fyrir árið 2080. Svæðið er hluti af Rapa Nui-þjóðgarðinum sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Hugsanlega yrði hægt að verja stytturnar með því að reisa sjóvarnargarða eða jafnvel færa þær lengra upp á land. Noah Paoa, aðalhöfundur greinar um rannsóknina frá Háskólanum á Havaí, segist vonast til þess að niðurstöður sínar leiði til aðgerða áður en tjón verði á styttunum, „Það er best að horfa fram á við og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða frekar en að bregðast við mögulegum hættum eftir á,“ segir Paoa sem er sjálfur frá Páskaeyju. Fimmtán styttur eru á Ahu Tongariki-minnisvarðanum, þeim stærsta á Páskaeyju. Í bakgrunni sést eldfjallið Rano Raraku.AP/Esteban Felix UNESCO segir að allt að fimmtíu aðrir staðir á heimsminjaskrá séu í hættu vegna sjávarflóða. Loftslagsbreytingar séu helsta ógnin við þá staði á skránni sem liggja við sjóinn. „Við Miðjarðarhaf og í Afríku verða þrír af hverjum fjórum stöðum á láglendi við sjó fyrir rofi og flóðum vegna hraðari hækkunar yfirborðs sjávar,“ segir talsmaður UNESCO við AP-fréttastofuna. Yfirborð sjávar fer hækkandi vegna hnattrænnar hlýnunar sem menn valda með stórfelldri losun á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Hækkunin er annars vegar tilkomin vegna þess að sjórinn þenst út eftir því sem hann hlýnar og hins vegar vegna bráðnunar landíss.
Síle Loftslagsmál Hafið Jarðefnaeldsneyti Fornminjar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira