Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Tómas Arnar Þorláksson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 15. ágúst 2025 12:03 Viktor og Óskar eru stofnendur fyrsta fjölbragðaglímufélags Íslands. Vísir Stífar æfingar eru í gangi þessa dagana hjá Icelandic Combat theatre, eina fjölbragðaglímufélagi Íslands, fyrir þeirra fyrstu sýningu sem haldin verður á skemmtistaðnum Lemmy á Menningarnótt. Fjölbragðaglíma vísar til bardagaíþróttar með leikhúsívafi, þar sem öll brögð og glímutök eru æfð fyrirfram. Íþróttin hefur notið mikilla vinsælda vestanhafs þar sem Wrestle Mania er án efa þekktasta vörumerkið. Mörg fræg nöfn hafa sprottið úr sportinu, þar á meðal Hulk Hogan, en á meðal mestu aðdáenda íþróttarinnar er körfuboltagoðsögnin Shaquille O'Neal. Ísland í dag kíkti í heimsókn í nýja æfingahúsnæði félagsins. Þegar fréttamaður heimsótti Viktor Sigursveinsson og Óskar Dag Marteinsson stofnendur Icelandic Combat Theatre í júní var æfingahúsnæði þeirra í bílskúr og sýning aðeins fjarlægur draumur. Senn verður draumurinn að veruleika en nýja æfingaaðstaðan býður upp á mörg sóknarfæri. Á menningarnótt bjóða kapparnir á sýningu á skemmtistaðnum Lemmy. „Þessi sýning verðu blanda af fjölbragðaglímu og rokktónleikum,“ útskýrir Viktor. En hvað kom til að tveir menn stofnuðu fjölbragðaglímufélag á Íslandi? „Ég byrjaði fyrst að fylgjast með þessu 2011 og síðan er ég búinn að vera ástfanginn af þessu og dreymdi alltaf um að gera þetta,“ segir Óskar Dagur. Beið í ár eftir svari Árið 2023 bárust fregnir af því að Bray Wyatt, einn fremsti fjölglímukappi heims, hefði skyndilega fallið frá aðeins 36 ára gamall. „Andlega fór það rosalega illa með mig. Eftir það ákvað ég að gefa allt sem ég gat til að byrja þetta á Íslandi,“ segir Óskar, sem segist hafa litið upp til Wyatt. Eftir árangurslausa leit að fólki sem deildi með honum áhugamáli ákvað Óskar að birta færslu á samfélagsmiðlinum Reddit, þar sem hann spurði hvort fleiri hefðu áhuga á íþróttinni. Það var þó ekki fyrr en ári seinna þegar loks dró til tíðinda. „Þá sendir hann [Viktor] á mig skilaboð á Reddit. Við byrjum aðeins að spjalla og hittumst í miðbæ Reykjavíkur. Ég var rosalega stressaður, hélt að þetta væri bara einhver átján ára gutti að fíflast. En svo hittumst við, ætluðum bara að spjalla í klukkutíma en enduðum á að spjalla í fjóra, fimm tíma. Stuttu eftir það ákváðum við bara, já reynum á þetta. Í versta falli gerist ekkert. “ Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og Viktor og Óskar stefna sem fyrr segir á fyrstu sýningu félagsins. Kapparnir tveir halda enn áfram að láta sig dreyma, og vonast til að geta stækkað æfingaaðstöðuna í framtíðinni enn fremur og þannig boðið mörgum að æfa á sama tíma. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Fjölbragðaglíma Glíma Ísland í dag Menningarnótt Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Fleiri fréttir „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira
Fjölbragðaglíma vísar til bardagaíþróttar með leikhúsívafi, þar sem öll brögð og glímutök eru æfð fyrirfram. Íþróttin hefur notið mikilla vinsælda vestanhafs þar sem Wrestle Mania er án efa þekktasta vörumerkið. Mörg fræg nöfn hafa sprottið úr sportinu, þar á meðal Hulk Hogan, en á meðal mestu aðdáenda íþróttarinnar er körfuboltagoðsögnin Shaquille O'Neal. Ísland í dag kíkti í heimsókn í nýja æfingahúsnæði félagsins. Þegar fréttamaður heimsótti Viktor Sigursveinsson og Óskar Dag Marteinsson stofnendur Icelandic Combat Theatre í júní var æfingahúsnæði þeirra í bílskúr og sýning aðeins fjarlægur draumur. Senn verður draumurinn að veruleika en nýja æfingaaðstaðan býður upp á mörg sóknarfæri. Á menningarnótt bjóða kapparnir á sýningu á skemmtistaðnum Lemmy. „Þessi sýning verðu blanda af fjölbragðaglímu og rokktónleikum,“ útskýrir Viktor. En hvað kom til að tveir menn stofnuðu fjölbragðaglímufélag á Íslandi? „Ég byrjaði fyrst að fylgjast með þessu 2011 og síðan er ég búinn að vera ástfanginn af þessu og dreymdi alltaf um að gera þetta,“ segir Óskar Dagur. Beið í ár eftir svari Árið 2023 bárust fregnir af því að Bray Wyatt, einn fremsti fjölglímukappi heims, hefði skyndilega fallið frá aðeins 36 ára gamall. „Andlega fór það rosalega illa með mig. Eftir það ákvað ég að gefa allt sem ég gat til að byrja þetta á Íslandi,“ segir Óskar, sem segist hafa litið upp til Wyatt. Eftir árangurslausa leit að fólki sem deildi með honum áhugamáli ákvað Óskar að birta færslu á samfélagsmiðlinum Reddit, þar sem hann spurði hvort fleiri hefðu áhuga á íþróttinni. Það var þó ekki fyrr en ári seinna þegar loks dró til tíðinda. „Þá sendir hann [Viktor] á mig skilaboð á Reddit. Við byrjum aðeins að spjalla og hittumst í miðbæ Reykjavíkur. Ég var rosalega stressaður, hélt að þetta væri bara einhver átján ára gutti að fíflast. En svo hittumst við, ætluðum bara að spjalla í klukkutíma en enduðum á að spjalla í fjóra, fimm tíma. Stuttu eftir það ákváðum við bara, já reynum á þetta. Í versta falli gerist ekkert. “ Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og Viktor og Óskar stefna sem fyrr segir á fyrstu sýningu félagsins. Kapparnir tveir halda enn áfram að láta sig dreyma, og vonast til að geta stækkað æfingaaðstöðuna í framtíðinni enn fremur og þannig boðið mörgum að æfa á sama tíma. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Fjölbragðaglíma Glíma Ísland í dag Menningarnótt Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Fleiri fréttir „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira