Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Árni Jóhannsson skrifar 10. ágúst 2025 17:06 Davíð Smári Lamude var ánægður með liðið sitt í dag. Vísir/Diego Vestri vann dramatískan sigur á Fram í 18. umferð Bestu deildar karla fyrr í dag. Gunnar Jónas Hauksson tryggði Vestra 3-2 með marki á 92. mínútu og var þjálfari Vestra, Davíð Smáir Lamude, ánægður með ýmislegt eftir leik. „Ótrúlega skemmtilegur leikur og ennþá skemmtilegra þegar það dettur okkar megin. Ég er ótrúlega ánægður með frammistöðu liðsins, við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Mér leið einhvern veginn þannig fyrir leik að það lið sem hefði meira orkustig myndi líklega taka öll stigin hér í dag“, sagði Davíð skömmu eftir leik. „Ég ætla svo sem ekki að fullyrða um það að við höfum haft meiri orku en Fram en allavega þá skilum við okkur gríðarlega vel í boxið og alveg undir lok leiks. Mikið um færi hér í dag á báða enda, Guy heldur inni í þessu á þeim tíma þegar við erum ekki í takti og hrikalega góður sprettur hjá Fatah undir lokin sem býr til þetta mark sem snýst auðvitað um orkustig og bara vilja. Ótrúlega stoltur af strákunum í dag.“ Aðspurður um mörk Fram og þegar þeir komast yfir tvisvar sinnum í leiknum: „Fram er gríðarlega sterkt varnarlið og auðvitað fer um mann þegar þeir skora því maður veit að það er erfitt að koma marki á þá en einhvern veginn var trúin þannig að þetta gæti orðið okkar dagur og það endaði þannig. Auðvitað fann maður það á köflum í leiknum að það var ofboðslega mikið undir og það vantaði kannski pínu upp á ró og yfirvegun á boltann en heilt yfir datt þetta okkar megin og það gerir þetta auðvitað alveg ofboðslega sætt.“ Það er ekki gefið að það sé stutt í næsta svona ævintýri Fram undan er úrslitaleikur Mjólkurbikarsins og það er ansi bjart yfir öllu núna hjá Vestra. „Já, það er ansi bjart yfir öllu og mikil ánægja hjá öllum sem standa að þessu að geta gefið Vestfirðinum svona móment sem eru auðvitað ógleymanleg og auðvitað fer um mann af gleði að við getum fengið að upplifa þetta öll saman. Ég vona bara að það verði ákveðin general prufa gegn Stjörnunni í næsta leik í deildinni því hvert einasta stig í deildinni skiptir gríðarlega miklu máli.“ „Það er ekkert komið í þessu, fyrir leikinn í dag vorum við í sjötta sæti en samt með annan fótinn í fallbaráttu. Þetta er ofboðslega þétt. En enn og aftur, við þurfum bara að fjölmenna á Stjörnuvöllinn og fá alla okkar stuðningsmenn þangað til að undirbúa okkur fyrir það sem koma skal á Laugardalsvelli 22. ágúst og við erum auðvitað bara gríðarlega stoltir að geta boðið Vestfirðingum og stuðningsmönnum Vestra upp á þetta ævintýri sem við erum að upplifa og það er ekki gefið að það sé stutt í næsta svona ævintýri. Við þurfum að nýta það og njóta þess á meðan er“, sagði Davíð Smári að lokum. Vestri Besta deild karla Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
„Ótrúlega skemmtilegur leikur og ennþá skemmtilegra þegar það dettur okkar megin. Ég er ótrúlega ánægður með frammistöðu liðsins, við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Mér leið einhvern veginn þannig fyrir leik að það lið sem hefði meira orkustig myndi líklega taka öll stigin hér í dag“, sagði Davíð skömmu eftir leik. „Ég ætla svo sem ekki að fullyrða um það að við höfum haft meiri orku en Fram en allavega þá skilum við okkur gríðarlega vel í boxið og alveg undir lok leiks. Mikið um færi hér í dag á báða enda, Guy heldur inni í þessu á þeim tíma þegar við erum ekki í takti og hrikalega góður sprettur hjá Fatah undir lokin sem býr til þetta mark sem snýst auðvitað um orkustig og bara vilja. Ótrúlega stoltur af strákunum í dag.“ Aðspurður um mörk Fram og þegar þeir komast yfir tvisvar sinnum í leiknum: „Fram er gríðarlega sterkt varnarlið og auðvitað fer um mann þegar þeir skora því maður veit að það er erfitt að koma marki á þá en einhvern veginn var trúin þannig að þetta gæti orðið okkar dagur og það endaði þannig. Auðvitað fann maður það á köflum í leiknum að það var ofboðslega mikið undir og það vantaði kannski pínu upp á ró og yfirvegun á boltann en heilt yfir datt þetta okkar megin og það gerir þetta auðvitað alveg ofboðslega sætt.“ Það er ekki gefið að það sé stutt í næsta svona ævintýri Fram undan er úrslitaleikur Mjólkurbikarsins og það er ansi bjart yfir öllu núna hjá Vestra. „Já, það er ansi bjart yfir öllu og mikil ánægja hjá öllum sem standa að þessu að geta gefið Vestfirðinum svona móment sem eru auðvitað ógleymanleg og auðvitað fer um mann af gleði að við getum fengið að upplifa þetta öll saman. Ég vona bara að það verði ákveðin general prufa gegn Stjörnunni í næsta leik í deildinni því hvert einasta stig í deildinni skiptir gríðarlega miklu máli.“ „Það er ekkert komið í þessu, fyrir leikinn í dag vorum við í sjötta sæti en samt með annan fótinn í fallbaráttu. Þetta er ofboðslega þétt. En enn og aftur, við þurfum bara að fjölmenna á Stjörnuvöllinn og fá alla okkar stuðningsmenn þangað til að undirbúa okkur fyrir það sem koma skal á Laugardalsvelli 22. ágúst og við erum auðvitað bara gríðarlega stoltir að geta boðið Vestfirðingum og stuðningsmönnum Vestra upp á þetta ævintýri sem við erum að upplifa og það er ekki gefið að það sé stutt í næsta svona ævintýri. Við þurfum að nýta það og njóta þess á meðan er“, sagði Davíð Smári að lokum.
Vestri Besta deild karla Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti