Íslenski boltinn

Öll mörk Patricks Peder­sen í efstu deild

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Patrick Pedersen er hér að skora mark númer 132 í efstu deild og tryggja sér markametið góða.
Patrick Pedersen er hér að skora mark númer 132 í efstu deild og tryggja sér markametið góða. vísir/diego

Daninn Patrick Pedersen náði þeim áfanga á dögunum að verða markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi.

Hann er nú búinn að skora 133 mörk í efstu deild. Hann tók metið af Tryggva Guðmundssyni sem skoraði 131 mark á sínum ferli.

Pedersen kom hingað til lands árið 2013 og skoraði þá fimm mörk í níu leikjum. Hann skoraði sex mörk í þrettán leikjum ári síðar.

Klippa: Öll mörk Patricks Pedersen

Sumarið 2015 skoraði hann þrettán mörk í tuttugu leikjum og hefur í raun verið óstöðvandi síðan. Hann er enn í fullu fjöri og markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar. Pedersen á því eftir að bæta hraustlega við metið ef að líkum lætur.

Klipparar Sýnar Sports gerðu sér lítið fyrir og fundu öll mörkin hans Pedersen og má sjá þau í klippunni hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×