Innlent

Vond niður­staða Úkraínu, á­sakanir á hendur sátta­semjara og síðasta hlaupið

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12.

Úkraínuforseti segir ekkert land verða gefið eftir í samningum. Sérfræðingur segir líklegt að það þurfi að gerast. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Þar fjöllum við einnig um ásakanir á hendur Ástráði Haraldssyni ríkissáttasemjara um áreitni í garð starfsmanns embættisins þegar hann starfaði þar sem verktaki. Félagsmálaráðuneytið er með málið til skoðunar.

Þá verður fjallað um Gleðigönguna sem gengin verður í dag, en hún er hápunktur Hinsegin daga sem haldnir hafa verið hátíðlegir í vikunni. Eins verður fjallað um Jökulsárhlaupið, sem er víðavangshlaup sem fer fram í 20. og síðasta skipti í dag. 

Í heimi íþróttanna verður fótboltinn í eldlínunni, bæði Besta deild kvenna og undankeppni fyrir heimsmeistaramót karla. 

Ekki missa af hádegisfréttum Bylgjunnar í beinni útsendingu á Vísi og Bylgjunni á slaginu 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×