Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Auðun Georg Ólafsson skrifar 8. ágúst 2025 13:14 Páll Óskar verður langt fram á nótt að ganga frá fiðrildatrukki sem verður í Gleðigöngunni í ár. „Akkúrat núna er ég að gera mjög táknrænan fiðrildatrukk þar sem fiðrildin eru að koma út úr púpunni eitt af öðru. Það verða 26 mennsk fiðrildi uppi á þessum trukk. Þetta þarf alltaf að vera pínu táknrænt í bland við það að vera gaman,“ segir Páll Óskar. Gleðigangan fer fram á morgun kl. 14 þar sem lagt verður af stað frá Hallgrímskirkju. „Það að stíga yfir þennan þröskuld að koma út úr skápnum er alveg gríðarlega dýrmæt lífsreynsla fyrir okkur sem hafa gert það,“ segir Páll Óskar. „Fiðrildatrukkurinn er tákn um það en gangan er auðvitað best þegar hún nær að vera þessi hárrétta blanda af pólitík, skilaboðum og partíi. Þegar þú kemur út úr skápnum þá fylgir því svo gríðarlegur léttir og svo mikið tilfinningalegt frelsi að þú getur ekki annað en glaðst yfir því.“ Palli segir verðurspána vera góða á morgun, sól og blíða í kortunum. „Það er svo magnað að við erum að fá dásamlega veðurspá á morgun enn eitt árið. Það hefur bara tvisvar sinnum rignt á Gleðigönguna, árin 2003 og 2012. Sólin hefur bara verið með okkur í liði í öll þessi ár. Það er spáð sól, blíðu, logni og hita á morgun.“ Gengið verður frá Hallgrímskirkju eftir Skólavörðustíg, Bankastræti, Lækjargötu og Fríkirkjuvegi. Gangan endar við gatnamót Fríkirkjuvegar og Skothúsvegar, en atriði halda áfram inn Sóleyjargötu og þaðan inn í Hljómskálagarðinn þar sem útitónleikar taka við. Sjá götulokanir hér.Gangan er í senn kröfuganga hinsegin fólks, sem kallar eftir jafnrétti, vitundarvakningu og útrýmingu mismununar, sem og vettvangur til að fagna því sem hefur unnist í baráttunni. Á milli 30 og 40 hópar taka þátt í göngunni í ár, þeirra á meðal Samtökin 78; Trans Ísland, Hinsegin fjölskyldur og hinsegin hópurinn 60 ára og eldri. Hinsegin fólk ekki ein í heimi Palli reiknar með að vera langt fram á nótt að klára fiðrildatrukkinn en margra mánaða undirbúningsvinna liggur að baki. „Ég byrja að undirbúa mig í mars-apríl með hugmyndavinnu og hvað þarf að kaupa mikið inn. Það þarf að kaupa utan frá með góðum fyrirvara. Það er ekki hægt að gera það í einhverju flippi. Þótt að þetta líti út fyrir að vera voða mikil gleði, gaman og flipp þá er þetta alls ekki gert í neinu flippi. Það þarf að spýta í lófana og gera þetta almennilega. Þetta hefst alltaf á lokametrunum. Maður er alveg að líma saman á sér puttana og ná þeim aftur sundur. Svo slær klukkan tvö og gangan leggur af stað. Þá eru allir mættir á svæðið og tilbúnir. Líka fólkið sem þekkir okkur og lifir daglegu lífi með okkur og er í liði með okkur, skilur okkur og tengir við okkur. Út á það gengur þessi ganga og dagur að við, hinsegin fólkið, erum ekki ein í heimi. Við eigum foreldra, systkini, vini, ættingja og vinnufélaga sem skilja okkur, tengja við okkur og eru með okkur alla leið að samgleðjast með okkur. Ég vil gjarnan lifa í heimi þar sem ég lifi með gagnkynhneigðu fólki, ekki eitthvað til hliðar við það, undir yfirborðinu eða í felum. Það kemur ekki til greina. Ég vil lifa með ykkur. Ég hef passað upp á það í gegnum tíðina að vinna með gagnkynhneigðu fólki eins mikið og unnt er vegna þess að við getum víst búið saman í þessum heimi en ekki í sundur.“ Þú varst á sínum tíma með yfirlýsingar um að taka þér hlé eða hætta að taka þátt í Gleðigöngunni? „Stundum skil ég ekkert í sjálfum mér að nenna þessu enn eitt árið. En alltaf þegar gangan er búin og maður sér ljósmyndir, myndskeið og gleðina sem þessu fylgir og skynjar hvað þetta er mikilvægt þá er ég alltaf til í þetta aftur. Ég enda örugglega á að verða 83 ára gömul drottning, ennþá uppi á þessum trukk.“ Maðurinn þinn verður væntanlega með þér í göngunni? „Já, Antonio verður þarna og líka nýja fjölskyldan mín frá Venesúela sem ég er búinn að eignast með honum. Það verða 26 mennsk fiðrildi uppi á þessum trukk í öllum regnbogans litum. Það að kynnast honum og hans fólki er bara nýtt líf fyrir mig. Ég átti ekki von á að kynnast glænýrri hlið á lífinu fyrr en ég kynntist honum en það var bara nákvæmlega það sem kom fyrir mig. Þetta er örugglega það sem gerist hjá aðstandendum hinsegin fólks þegar þau eiga einhvern nákominn sem kemur út úr skápnum eða lifir ekki nákvæmlega sama lífinu og þau sjálf. Þetta er nýtt líf, þetta er ný upplifun með nýjum litum í lífinu. Pastel, glans og matt litir eru líka til.“ Gleðigangan Hinsegin Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira
„Það að stíga yfir þennan þröskuld að koma út úr skápnum er alveg gríðarlega dýrmæt lífsreynsla fyrir okkur sem hafa gert það,“ segir Páll Óskar. „Fiðrildatrukkurinn er tákn um það en gangan er auðvitað best þegar hún nær að vera þessi hárrétta blanda af pólitík, skilaboðum og partíi. Þegar þú kemur út úr skápnum þá fylgir því svo gríðarlegur léttir og svo mikið tilfinningalegt frelsi að þú getur ekki annað en glaðst yfir því.“ Palli segir verðurspána vera góða á morgun, sól og blíða í kortunum. „Það er svo magnað að við erum að fá dásamlega veðurspá á morgun enn eitt árið. Það hefur bara tvisvar sinnum rignt á Gleðigönguna, árin 2003 og 2012. Sólin hefur bara verið með okkur í liði í öll þessi ár. Það er spáð sól, blíðu, logni og hita á morgun.“ Gengið verður frá Hallgrímskirkju eftir Skólavörðustíg, Bankastræti, Lækjargötu og Fríkirkjuvegi. Gangan endar við gatnamót Fríkirkjuvegar og Skothúsvegar, en atriði halda áfram inn Sóleyjargötu og þaðan inn í Hljómskálagarðinn þar sem útitónleikar taka við. Sjá götulokanir hér.Gangan er í senn kröfuganga hinsegin fólks, sem kallar eftir jafnrétti, vitundarvakningu og útrýmingu mismununar, sem og vettvangur til að fagna því sem hefur unnist í baráttunni. Á milli 30 og 40 hópar taka þátt í göngunni í ár, þeirra á meðal Samtökin 78; Trans Ísland, Hinsegin fjölskyldur og hinsegin hópurinn 60 ára og eldri. Hinsegin fólk ekki ein í heimi Palli reiknar með að vera langt fram á nótt að klára fiðrildatrukkinn en margra mánaða undirbúningsvinna liggur að baki. „Ég byrja að undirbúa mig í mars-apríl með hugmyndavinnu og hvað þarf að kaupa mikið inn. Það þarf að kaupa utan frá með góðum fyrirvara. Það er ekki hægt að gera það í einhverju flippi. Þótt að þetta líti út fyrir að vera voða mikil gleði, gaman og flipp þá er þetta alls ekki gert í neinu flippi. Það þarf að spýta í lófana og gera þetta almennilega. Þetta hefst alltaf á lokametrunum. Maður er alveg að líma saman á sér puttana og ná þeim aftur sundur. Svo slær klukkan tvö og gangan leggur af stað. Þá eru allir mættir á svæðið og tilbúnir. Líka fólkið sem þekkir okkur og lifir daglegu lífi með okkur og er í liði með okkur, skilur okkur og tengir við okkur. Út á það gengur þessi ganga og dagur að við, hinsegin fólkið, erum ekki ein í heimi. Við eigum foreldra, systkini, vini, ættingja og vinnufélaga sem skilja okkur, tengja við okkur og eru með okkur alla leið að samgleðjast með okkur. Ég vil gjarnan lifa í heimi þar sem ég lifi með gagnkynhneigðu fólki, ekki eitthvað til hliðar við það, undir yfirborðinu eða í felum. Það kemur ekki til greina. Ég vil lifa með ykkur. Ég hef passað upp á það í gegnum tíðina að vinna með gagnkynhneigðu fólki eins mikið og unnt er vegna þess að við getum víst búið saman í þessum heimi en ekki í sundur.“ Þú varst á sínum tíma með yfirlýsingar um að taka þér hlé eða hætta að taka þátt í Gleðigöngunni? „Stundum skil ég ekkert í sjálfum mér að nenna þessu enn eitt árið. En alltaf þegar gangan er búin og maður sér ljósmyndir, myndskeið og gleðina sem þessu fylgir og skynjar hvað þetta er mikilvægt þá er ég alltaf til í þetta aftur. Ég enda örugglega á að verða 83 ára gömul drottning, ennþá uppi á þessum trukk.“ Maðurinn þinn verður væntanlega með þér í göngunni? „Já, Antonio verður þarna og líka nýja fjölskyldan mín frá Venesúela sem ég er búinn að eignast með honum. Það verða 26 mennsk fiðrildi uppi á þessum trukk í öllum regnbogans litum. Það að kynnast honum og hans fólki er bara nýtt líf fyrir mig. Ég átti ekki von á að kynnast glænýrri hlið á lífinu fyrr en ég kynntist honum en það var bara nákvæmlega það sem kom fyrir mig. Þetta er örugglega það sem gerist hjá aðstandendum hinsegin fólks þegar þau eiga einhvern nákominn sem kemur út úr skápnum eða lifir ekki nákvæmlega sama lífinu og þau sjálf. Þetta er nýtt líf, þetta er ný upplifun með nýjum litum í lífinu. Pastel, glans og matt litir eru líka til.“
Gleðigangan Hinsegin Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira