Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2025 20:50 Austur-Grænlendingar upplifa sig afskipta. Vísir/Samsett Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland kann að koma fólki spánskt fyrir sjónir en nú er hann orðinn að veruleika. Athafnahjónin Mike og Anette Nicolaisen sem reka ferðaþjónustuveldi í Tasiilaq segja Austur-Grænlendinga upplifa sig afskipta og krefjast aðgerða. Hjónin voru á meðal þeirra sem stóðu að fjölmennri kröfugöngu sem fóru fram í Tasiilaq síðastliðinn maí, sem er stærsta byggð á austurströnd Grænlands, þar sem einangruninni afskiptaleysi stjórnvalda í Nuuk og Kaupmannahöfn var mótmælt. Áætlað var að um sexhundruð manns hafi tekið þátt í þeirri göngu sem verður að teljast mikið í ljósi þess að á svæðinu búi alls um 2500 manns. Fara á mis við hraða uppbyggingu Íbúar austurstrandarinnar upplifa sig afskipta. Samfélögin þar, byggðir á borð við Tasiilaq og Kúlúsúk, eru einöngruð og íbúum líður eins og þeir séu að fara á mis við þá miklu uppbyggingu sem á sér stað hinum megin Grænlandsjökuls. Það bætti heldur ekki úr skák þegar Icelandair tilkynnti að félagið myndi hætta við flugferðir til Kúlúsúk í janúar- og febrúarmánuðum en mikill birgðaflutningur fer fram á þeirri leið. Á meðal spjalda sem mótmælendur héldu á lofti í kröfugöngunni var spjald sem á stóð: „Flug til Íslands allt árið.“ Auk efnahagslegrar stöðnunar spilar tungumálið einnig þátt í einangrun Austur-Grænlendinga en mál þeirra, þó það sé nauðalíkt því sem talað er vestanmegin Grænlandsjökuls, er ekki gagnkvæmur skilningur þar á milli. Þrátt fyrir það fer skólahald fram á vesturgrænlensku. Þessu mótmæla Austur-Grænlendingar auk þess sem að skilti í bænum og götumerkingar séu að mestu leyti á vesturgrænlensku. Þetta kosningaplakat birti Mike Nicolaisen á samfélagsmiðlum.Mike Nicolaisen Mike Nicolaisen hefur, ef birtingar hans á samfélagsmiðlum má marka, ekki látið á sér standa og er ötull talsmaður byggðarlags síns, Tasiilaq, og Austur-Grænlands alls. Hann og kona hans reka stærsta hótel bæjarins, Hotel Ammassalik, farfuglaheimili og verslun í bænum. Þrátt fyrir persónulegan árangur hefur hann miklar áhyggjur af framtíð heimasveitarsinnar. Í viðtali við danska ríkisútvarpið gengst hann við því að hugmyndin kunni að hljóma langsótt fyrir sumum, jafnvel út í hött, en að flokkurinn nýstofnaði sé til kominn af sofandahætti stjórnvalda vestan jökuls. „Já, þetta er langsótt en þetta er því miður afleiðing þess að vera ekki hluti af Grænlandi. Maður er útlægur. Maður upplifir sig annars flokks,“ segir hann við blaðamann danska ríkisútvarpsins og að hans sögn í uppgjafartón. Fíkn, munaðarleysi og sjálfsvíg Flokkurinn hefur enn ekki formlega verið stofnaður né heldur er undirskriftarsöfnun að því marki hafin, enn sem komið er. Hjónin segjast vera komin með nóg af köldu viðmóti stjórnvalda í Nuuk og leita því á náðir danska þingsins í leit að fjárfestingum í innviðum þar nyrðra. Samfélagið á Austur-Grænlandi stendur hvað berskjaldaðast frammi fyrir samfélagsmeinum sem hrjá landið allt. Vandamál á borð við fíkn, munaðarleysi og há sjálfsmorðstíðni. Mike Nicolaisen upplifir sig raddlausan.Mike Nicolaisen „Afleiðing þessa alls er sjálfsvíg,“ er haft eftir Mike en hann missti sjálfur uppkominn son sinn úr sjálfsvígi á síðasta ári. „Við eigum dóttur saman sem er fimm ára. Þegar hún verður fullorðin á hún að njóta þess að í Tasiilaq sé sundlaug, flugvöllur, að það séu tækifæri til menntunar og að fólk geti átt fullnægjandi líf hér,“ segir Mike Nicolaisen. Grænland Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Sjá meira
Hjónin voru á meðal þeirra sem stóðu að fjölmennri kröfugöngu sem fóru fram í Tasiilaq síðastliðinn maí, sem er stærsta byggð á austurströnd Grænlands, þar sem einangruninni afskiptaleysi stjórnvalda í Nuuk og Kaupmannahöfn var mótmælt. Áætlað var að um sexhundruð manns hafi tekið þátt í þeirri göngu sem verður að teljast mikið í ljósi þess að á svæðinu búi alls um 2500 manns. Fara á mis við hraða uppbyggingu Íbúar austurstrandarinnar upplifa sig afskipta. Samfélögin þar, byggðir á borð við Tasiilaq og Kúlúsúk, eru einöngruð og íbúum líður eins og þeir séu að fara á mis við þá miklu uppbyggingu sem á sér stað hinum megin Grænlandsjökuls. Það bætti heldur ekki úr skák þegar Icelandair tilkynnti að félagið myndi hætta við flugferðir til Kúlúsúk í janúar- og febrúarmánuðum en mikill birgðaflutningur fer fram á þeirri leið. Á meðal spjalda sem mótmælendur héldu á lofti í kröfugöngunni var spjald sem á stóð: „Flug til Íslands allt árið.“ Auk efnahagslegrar stöðnunar spilar tungumálið einnig þátt í einangrun Austur-Grænlendinga en mál þeirra, þó það sé nauðalíkt því sem talað er vestanmegin Grænlandsjökuls, er ekki gagnkvæmur skilningur þar á milli. Þrátt fyrir það fer skólahald fram á vesturgrænlensku. Þessu mótmæla Austur-Grænlendingar auk þess sem að skilti í bænum og götumerkingar séu að mestu leyti á vesturgrænlensku. Þetta kosningaplakat birti Mike Nicolaisen á samfélagsmiðlum.Mike Nicolaisen Mike Nicolaisen hefur, ef birtingar hans á samfélagsmiðlum má marka, ekki látið á sér standa og er ötull talsmaður byggðarlags síns, Tasiilaq, og Austur-Grænlands alls. Hann og kona hans reka stærsta hótel bæjarins, Hotel Ammassalik, farfuglaheimili og verslun í bænum. Þrátt fyrir persónulegan árangur hefur hann miklar áhyggjur af framtíð heimasveitarsinnar. Í viðtali við danska ríkisútvarpið gengst hann við því að hugmyndin kunni að hljóma langsótt fyrir sumum, jafnvel út í hött, en að flokkurinn nýstofnaði sé til kominn af sofandahætti stjórnvalda vestan jökuls. „Já, þetta er langsótt en þetta er því miður afleiðing þess að vera ekki hluti af Grænlandi. Maður er útlægur. Maður upplifir sig annars flokks,“ segir hann við blaðamann danska ríkisútvarpsins og að hans sögn í uppgjafartón. Fíkn, munaðarleysi og sjálfsvíg Flokkurinn hefur enn ekki formlega verið stofnaður né heldur er undirskriftarsöfnun að því marki hafin, enn sem komið er. Hjónin segjast vera komin með nóg af köldu viðmóti stjórnvalda í Nuuk og leita því á náðir danska þingsins í leit að fjárfestingum í innviðum þar nyrðra. Samfélagið á Austur-Grænlandi stendur hvað berskjaldaðast frammi fyrir samfélagsmeinum sem hrjá landið allt. Vandamál á borð við fíkn, munaðarleysi og há sjálfsmorðstíðni. Mike Nicolaisen upplifir sig raddlausan.Mike Nicolaisen „Afleiðing þessa alls er sjálfsvíg,“ er haft eftir Mike en hann missti sjálfur uppkominn son sinn úr sjálfsvígi á síðasta ári. „Við eigum dóttur saman sem er fimm ára. Þegar hún verður fullorðin á hún að njóta þess að í Tasiilaq sé sundlaug, flugvöllur, að það séu tækifæri til menntunar og að fólk geti átt fullnægjandi líf hér,“ segir Mike Nicolaisen.
Grænland Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Sjá meira