Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Auðun Georg Ólafsson skrifar 7. ágúst 2025 13:31 Nýja Ölfusárbrúin eins og hún kemur til með að líta út. Ljósmynd: ÞG Verk. Búið er að hanna nýja Ölfusárbrú að mestu leiti sem er áætlað að verði tekin í notkun haustið 2028. Staðarstjóri framkvæmda segir framkvæmdir við mislæg gatnamót að hefjast sem tengir nýjan veg frá brúnni við Hringveg eitt. Það er ólíku saman að jafna en Vísir greindi í morgun frá risastórri hengibrú sem ráðgert er að muni þvera Messínasund og þannig tengja Sikiley við meginland Ítalíu. Ríkisstjórn Giorgiu Meloni á Ítalíu hefur gefið grænt ljós á þessa framkvæmd. Brúin þarna á milli yrði 3,3 kílómetrar að lengd og verður ef af verður, lengsta hengibrú í heimi. Áætlað er að brúarframkvæmdin muni kosta 13 milljarða evra, um 1.900 milljarða króna. Þetta eru allt aðrar tölur en við sjáum varðandi Ölfusárbrúna sem er áætlað að tekin verði í notkun haustið 2028. ÞG Verk byggir Ölfusárbrú og þar á bæ voru menn steinhissa á þessum risaframkvæmdum á Ítalíu sem varla er hægt að bera saman við framkvæmdina hér heima. Ölfusárbrú verður 330 metra löng og 19 metra breið, heildarkostnaður um 18 milljarðar og er ætlunin að veggjald standi undir þeim kostnaði. Ný vegamót verða gerð austan Selfoss, undirgöng undir Hringveg fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn ásamt undirgöngum fyrir bíla og gangandi. Auk umferðar mun brúin bera uppi lagnir veituaðila, rafmagn, ljósleiðara, heitt vatn og kalt. Skúli Sigvaldason, staðarstjóri framkvæmda við Ölfusárbrú hjá ÞG Verk. Aðsend Skúli Sigvaldason, staðarstjóri framkvæmda við Ölfusárbrú hjá ÞG Verk segir hönnun vera lokið en um stagbrú sé að ræða þar sem brúarplatan er stöguð í eina eða fleiri súlur eða turna með hallandi stálköplum. Hann segir um 20 til 30 manns vinna við framkvæmdir núna sem hófust með jarðvinnu og vegagerð á um 4 km löngum kafla við Hringveg eitt í desember. „Við erum búnir að vera í vegagerð síðan þá og erum núna að byrja á mislægum gatnamótum austan við Ölfusárbrú sem tengir nýja veginn við Hringveg eitt. Svo erum við byrjaðir að undirbúa steypuvinnu fyrir undirstöður á nýju Ölfusárbrúnni. Það er búið að hanna brúna að mestu leiti. Brúargólfið er úr stálbitum með steyptum einingum ofan á og svo kemur stór turn út í eyju sem heldur uppi brúnni. Þetta verða tvær akgreinar í aðra átt og ein í hina áttina, eins og staðan er núna, ásamt göngustíg en það er möguleiki á að hafa tvær akgreinar í sitt hvora átt með göngustíg utan á brúnni. Árborg Ný Ölfusárbrú Vegagerð Flóahreppur Ölfus Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Það er ólíku saman að jafna en Vísir greindi í morgun frá risastórri hengibrú sem ráðgert er að muni þvera Messínasund og þannig tengja Sikiley við meginland Ítalíu. Ríkisstjórn Giorgiu Meloni á Ítalíu hefur gefið grænt ljós á þessa framkvæmd. Brúin þarna á milli yrði 3,3 kílómetrar að lengd og verður ef af verður, lengsta hengibrú í heimi. Áætlað er að brúarframkvæmdin muni kosta 13 milljarða evra, um 1.900 milljarða króna. Þetta eru allt aðrar tölur en við sjáum varðandi Ölfusárbrúna sem er áætlað að tekin verði í notkun haustið 2028. ÞG Verk byggir Ölfusárbrú og þar á bæ voru menn steinhissa á þessum risaframkvæmdum á Ítalíu sem varla er hægt að bera saman við framkvæmdina hér heima. Ölfusárbrú verður 330 metra löng og 19 metra breið, heildarkostnaður um 18 milljarðar og er ætlunin að veggjald standi undir þeim kostnaði. Ný vegamót verða gerð austan Selfoss, undirgöng undir Hringveg fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn ásamt undirgöngum fyrir bíla og gangandi. Auk umferðar mun brúin bera uppi lagnir veituaðila, rafmagn, ljósleiðara, heitt vatn og kalt. Skúli Sigvaldason, staðarstjóri framkvæmda við Ölfusárbrú hjá ÞG Verk. Aðsend Skúli Sigvaldason, staðarstjóri framkvæmda við Ölfusárbrú hjá ÞG Verk segir hönnun vera lokið en um stagbrú sé að ræða þar sem brúarplatan er stöguð í eina eða fleiri súlur eða turna með hallandi stálköplum. Hann segir um 20 til 30 manns vinna við framkvæmdir núna sem hófust með jarðvinnu og vegagerð á um 4 km löngum kafla við Hringveg eitt í desember. „Við erum búnir að vera í vegagerð síðan þá og erum núna að byrja á mislægum gatnamótum austan við Ölfusárbrú sem tengir nýja veginn við Hringveg eitt. Svo erum við byrjaðir að undirbúa steypuvinnu fyrir undirstöður á nýju Ölfusárbrúnni. Það er búið að hanna brúna að mestu leiti. Brúargólfið er úr stálbitum með steyptum einingum ofan á og svo kemur stór turn út í eyju sem heldur uppi brúnni. Þetta verða tvær akgreinar í aðra átt og ein í hina áttina, eins og staðan er núna, ásamt göngustíg en það er möguleiki á að hafa tvær akgreinar í sitt hvora átt með göngustíg utan á brúnni.
Árborg Ný Ölfusárbrú Vegagerð Flóahreppur Ölfus Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira