Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. ágúst 2025 06:51 Eins og sakir standa eru einstaklingar nokkuð úrræðalausir gagnvart djúpfölsunum, sem nánast hver sem er getur framleitt með gervigreindinni. Hjördís Halldórsdóttir, hæstaréttarlögmaður og formaður Höfundarréttarfélags Íslands, segir að forvitnilegt verði að fylgjast með þróun frumvarps sem nú liggur fyrir í Danmörku, þar sem tryggja á einstaklingum höfundarréttinn að eigin persónu og rödd. Hvaða leiðir sem verða fyrir valinu sé ljóst að breyta verði lögum til að taka á mögulegri misnotkun með aðstoð gervigreindar. Vísir greindi frá því á dögunum að stjórnvöld í Danmörku hygðust bregðast við aukningu í fölsuðum myndum og myndskeiðum vegna framþróunar gervigreindar með því að tryggja einstaklingum réttinn yfir eigin persónu og rödd. Eins og sakir standa er afar auðvelt að búa til myndir og myndskeið sem sýna raunverulegar persónur í óraunverulegum aðstæðum en erfitt fyrir einstaklinga að leita réttar síns. Breytingunum er ætlað að tryggja að einstaklingar geti krafist þess að vefsíður og miðlar fjarlægi falsað efni þar sem viðkomandi kemur við sögu. Þá er gert ráð fyrir því að þeim verði gert kleift að sækja bætur. Hjördís segir að forvitnilegt verði að fylgjast með málinu þar sem höfundarréttur hafi hingað til ekki náð yfir persónur heldur það sem hún kallar andleg sköpunarverk. Markmiðið sé að tryggja einstaklinga og vernda gegn djúpfölsunum og borðleggjandi að huga að réttindum fólks, þótt það sé ekki endilega á grundvelli höfundarréttarlaga. Danir virðist í raun ætla að nýta sér Evrópulöggjöf, svokallað Digital Services Act, til að taka á málum. „Sú löggjöf, sem að verður einhvern tímann innleidd á Íslandi, færir miklu meiri ábyrgð á til dæmis samfélagsmiðla og Google og aðra slíka að fjarlægja efni að viðlagðri ábyrgð. Þar með talið höfundarréttarefni,“ segir Hjördís. „Og það er í raun fyrst og fremst þetta sem ég held að Danir séu að hugsa til; að fólk fái sterk úrræði til þess að vernda sjálft sig gegn djúpfölsunum þar sem verið er að notast við þeirra ímynd.“ Löggjöfin muni mögulega miða að því að vernda meira en bara einstaklinga sem slíka, heldur sé ekki síður þörf á því að vernda stofnanir, ef svo má að orði komast, til að mynda ráðamenn sem nú er hægt að láta syngja og dansa að vild með aðstoð gervigreindar. Og segja hvað sem er. Hjördís segir gervigreindina kalla á breytta löggjöf, hvernig sem það verður gert. Íslendingar hafi til að mynda hingað til reitt sig á persónuverndarlöggjöfina og lög um friðhelgi einkalífsins en það dugi varla til. „Það er alveg góðra gjalda vert að vera með sérstök ákvæði, í hvaða lögum sem það er, sem veitir okkur meiri vernd þegar kemur að misnotkun eigin ímyndar og raddar,“ segir Hjördís. „Það er alveg full þörf á því.“ Höfundar- og hugverkaréttur Gervigreind Persónuvernd Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Hvaða leiðir sem verða fyrir valinu sé ljóst að breyta verði lögum til að taka á mögulegri misnotkun með aðstoð gervigreindar. Vísir greindi frá því á dögunum að stjórnvöld í Danmörku hygðust bregðast við aukningu í fölsuðum myndum og myndskeiðum vegna framþróunar gervigreindar með því að tryggja einstaklingum réttinn yfir eigin persónu og rödd. Eins og sakir standa er afar auðvelt að búa til myndir og myndskeið sem sýna raunverulegar persónur í óraunverulegum aðstæðum en erfitt fyrir einstaklinga að leita réttar síns. Breytingunum er ætlað að tryggja að einstaklingar geti krafist þess að vefsíður og miðlar fjarlægi falsað efni þar sem viðkomandi kemur við sögu. Þá er gert ráð fyrir því að þeim verði gert kleift að sækja bætur. Hjördís segir að forvitnilegt verði að fylgjast með málinu þar sem höfundarréttur hafi hingað til ekki náð yfir persónur heldur það sem hún kallar andleg sköpunarverk. Markmiðið sé að tryggja einstaklinga og vernda gegn djúpfölsunum og borðleggjandi að huga að réttindum fólks, þótt það sé ekki endilega á grundvelli höfundarréttarlaga. Danir virðist í raun ætla að nýta sér Evrópulöggjöf, svokallað Digital Services Act, til að taka á málum. „Sú löggjöf, sem að verður einhvern tímann innleidd á Íslandi, færir miklu meiri ábyrgð á til dæmis samfélagsmiðla og Google og aðra slíka að fjarlægja efni að viðlagðri ábyrgð. Þar með talið höfundarréttarefni,“ segir Hjördís. „Og það er í raun fyrst og fremst þetta sem ég held að Danir séu að hugsa til; að fólk fái sterk úrræði til þess að vernda sjálft sig gegn djúpfölsunum þar sem verið er að notast við þeirra ímynd.“ Löggjöfin muni mögulega miða að því að vernda meira en bara einstaklinga sem slíka, heldur sé ekki síður þörf á því að vernda stofnanir, ef svo má að orði komast, til að mynda ráðamenn sem nú er hægt að láta syngja og dansa að vild með aðstoð gervigreindar. Og segja hvað sem er. Hjördís segir gervigreindina kalla á breytta löggjöf, hvernig sem það verður gert. Íslendingar hafi til að mynda hingað til reitt sig á persónuverndarlöggjöfina og lög um friðhelgi einkalífsins en það dugi varla til. „Það er alveg góðra gjalda vert að vera með sérstök ákvæði, í hvaða lögum sem það er, sem veitir okkur meiri vernd þegar kemur að misnotkun eigin ímyndar og raddar,“ segir Hjördís. „Það er alveg full þörf á því.“
Höfundar- og hugverkaréttur Gervigreind Persónuvernd Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira