Innlent

For­sætis­ráð­herra ó­sátt með tolla og pólfarar á Húsa­vík

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld. vísir

Fimmtán prósent tollar Bandaríkjanna á vörur innfluttar frá Íslandi taka gildi á morgun og atvinnurekendur lýsa áhyggjum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar og rætt við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra sem segir vonbrigðum með einhliða ákvörðun Bandaríkjastjórnar um tollana.

Skiptar skoðanir eru á fyrirhuguðum breytingum dómsmálaráðherra á reglum um dvalarleyfi hér á landi. Verkalýðsforkólfar eru á öndverðum meiði, á meðan formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekkert nýtt í hugmyndunum.

Þess er minnst víða um heim í dag að áttatíu ár eru liðin frá kjarnorkuárásunum Bandaríkjanna á Hiroshima og Nagasaki þremur dögum síðar. Kertafleytingar eru skipulagðar á nokkrum stöðum hér á landi síðar í kvöld, en fjörutíu ár eru liðin frá fyrstu kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn.

Í fréttatímanum hittum við einnig Húsvíking sem hefur verið falið að segja heiminum söguna af leiðangri tveggja frægustu landkönnuða 20. aldarinnar á Norðurpólinn. Hann er nú, ásamt afkomendum brautryðjendanna, í fimmtán daga leiðangri á pólnum þar sem hann fangar sögu þeirra í heimildarmynd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×