Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Atli Ísleifsson skrifar 6. ágúst 2025 09:56 Matvælastofnun metur það sem svo að bóndanum hefði átt að vera ljóst að kýrin hafi ekki verið flutningshæf. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Matvælastofnun hefur sektað bónda í Norðausturumdæmi um 260 þúsund króna vegna flutnings hans á kú í sláturhús á Akureyri fimm dögum eftir burð. Kýrin drapst á leiðinni í sláturhúsið. Á vef Matvælastofnunar segir að það hafi verið mat stofnunarinnar að bóndanum hefði átt að vera ljóst að kýrin hafi ekki verið flutningshæf vegna einkenna sem hún sýndi og var því lögð stjórnvaldssekt á bóndann. Í tilkynningunni á vef Matvælastofnunar eru raktar fjöldi stjórnvaldsákvarðana í dýravelferðarmálum sem teknar voru af stofnuninni í sumar. Þannig segir að dagsektir að upphæð 10 þúsund krónur hafi verið lagðar á bónda í suðausturumdæmi til að knýja á um úrbætur. „Örmerkingum hrossa, hunda og katta á bænum var ábótavant og hjarðbók fyrir sauðfé óuppfærð. Sjúkdóma- og lyfjaskráningar fyrir sauðfé og hross voru einnig ófullnægjandi og almenn meðferð og umhirða hunda á bænum ekki í lagi. Stjórnvaldssekt ákvörðuð Stjórnvaldssekt að upphæð 330.000 kr. var lögð á einstakling í suðvesturumdæmi sem notaði hengingaraðferð við tamningu á folaldi. Dagsektir lagðar á rekstraraðila hestaleigu Matvælastofnun stöðvaði rekstur hestaleigu í suðausturumdæmi í apríl vegna brota á dýravelferð en rekstraraðilinn hélt áfram rekstrinum. Dagsektir að upphæð 10.000 kr. á dag voru lagðar á hann til að knýja á um lokun hestaleigunnar og bæta úr velferð hrossanna. Vörslusvipting á köttum Kattareigandi í suðvesturumdæmi sviptur tveimur köttum vegna ófullnægjandi dýravelferðar. Vanrækt að kalla til dýralækni eða aflífa kvígu Við eftirlit hjá bónda í suðvesturumdæmi fannst fótbrotin kvíga í fjárhúshlöðu á bænum sem hafði verið brotin í 2-3 daga áður en eftirlitsmenn bar að garði. Ekki hafði verið kallaður til dýralæknir. Kvígan var aflífuð að kröfu MAST og lögð stjórnvaldssekt á bóndann að upphæð 210.000 kr. Einnig voru lagðar á hann dagsektir að upphæð 15.000 kr. á dag til að knýja á um bætta dýravelferð í búskapnum. Vörslusvipting á köttum Kattareigandi í suðvesturumdæmi hélt þrjá ketti í búri á svölum á heimili sínu við ófullnægjandi aðstæður. Vörslusvipting fór fram,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að við eftirlit hjá bónda í norðvesturumdæmi hafi komið í ljós í fjósi mjög illa farin kýr. „Vanrækt hafði verið að kalla til dýralækni eða aflífa skepnuna. Skepnan var aflífuð að kröfu MAST. Lögð var stjórnvaldssekt að upphæð 225.000 kr. á bóndann. Vörslusvipting á hundi Hundeigandi í norðausturumdæmi var sviptur umráðum hundsins en vanrækt hafði verið að fara með hann til dýralæknis sem bitnaði á velferð hans. Hundurinn var aflífaður að kröfu MAST. Vörslusvipting á hundi og köttum Við heimsókn lögreglu á heimili í suðvesturumdæmi kom í ljós að ástandið þar var ekki gæludýrum bjóðandi. Lögreglan fjarlægði dýrin í samráði við MAST. Formleg vörslusvipting fylgdi í kjölfarið. Vörlsluvipting á hundi Hundeigandi í norðausturumdæmi var sviptur vörslum dýrsins. Eigandinn hafði verið fjarverandi í fjóra daga án þess að sjá til þess að hundurinn fengi umönnun, fóður og vatn. Nágrannar brugðust óbeðnir við og sinntu hundinum en ástandið á heimilinu var metið óviðunandi. Dagsektir ákvarðaðar Dagsektir að upphæð 10.000 kr. á dag lagðar á bónda í norðausturumdæmi til að knýja á um úrbætur á velferð sauðfjár og hrossa,“ segir í tilkynningunni. Dýr Matvælastofnun Dýraheilbrigði Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Á vef Matvælastofnunar segir að það hafi verið mat stofnunarinnar að bóndanum hefði átt að vera ljóst að kýrin hafi ekki verið flutningshæf vegna einkenna sem hún sýndi og var því lögð stjórnvaldssekt á bóndann. Í tilkynningunni á vef Matvælastofnunar eru raktar fjöldi stjórnvaldsákvarðana í dýravelferðarmálum sem teknar voru af stofnuninni í sumar. Þannig segir að dagsektir að upphæð 10 þúsund krónur hafi verið lagðar á bónda í suðausturumdæmi til að knýja á um úrbætur. „Örmerkingum hrossa, hunda og katta á bænum var ábótavant og hjarðbók fyrir sauðfé óuppfærð. Sjúkdóma- og lyfjaskráningar fyrir sauðfé og hross voru einnig ófullnægjandi og almenn meðferð og umhirða hunda á bænum ekki í lagi. Stjórnvaldssekt ákvörðuð Stjórnvaldssekt að upphæð 330.000 kr. var lögð á einstakling í suðvesturumdæmi sem notaði hengingaraðferð við tamningu á folaldi. Dagsektir lagðar á rekstraraðila hestaleigu Matvælastofnun stöðvaði rekstur hestaleigu í suðausturumdæmi í apríl vegna brota á dýravelferð en rekstraraðilinn hélt áfram rekstrinum. Dagsektir að upphæð 10.000 kr. á dag voru lagðar á hann til að knýja á um lokun hestaleigunnar og bæta úr velferð hrossanna. Vörslusvipting á köttum Kattareigandi í suðvesturumdæmi sviptur tveimur köttum vegna ófullnægjandi dýravelferðar. Vanrækt að kalla til dýralækni eða aflífa kvígu Við eftirlit hjá bónda í suðvesturumdæmi fannst fótbrotin kvíga í fjárhúshlöðu á bænum sem hafði verið brotin í 2-3 daga áður en eftirlitsmenn bar að garði. Ekki hafði verið kallaður til dýralæknir. Kvígan var aflífuð að kröfu MAST og lögð stjórnvaldssekt á bóndann að upphæð 210.000 kr. Einnig voru lagðar á hann dagsektir að upphæð 15.000 kr. á dag til að knýja á um bætta dýravelferð í búskapnum. Vörslusvipting á köttum Kattareigandi í suðvesturumdæmi hélt þrjá ketti í búri á svölum á heimili sínu við ófullnægjandi aðstæður. Vörslusvipting fór fram,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að við eftirlit hjá bónda í norðvesturumdæmi hafi komið í ljós í fjósi mjög illa farin kýr. „Vanrækt hafði verið að kalla til dýralækni eða aflífa skepnuna. Skepnan var aflífuð að kröfu MAST. Lögð var stjórnvaldssekt að upphæð 225.000 kr. á bóndann. Vörslusvipting á hundi Hundeigandi í norðausturumdæmi var sviptur umráðum hundsins en vanrækt hafði verið að fara með hann til dýralæknis sem bitnaði á velferð hans. Hundurinn var aflífaður að kröfu MAST. Vörslusvipting á hundi og köttum Við heimsókn lögreglu á heimili í suðvesturumdæmi kom í ljós að ástandið þar var ekki gæludýrum bjóðandi. Lögreglan fjarlægði dýrin í samráði við MAST. Formleg vörslusvipting fylgdi í kjölfarið. Vörlsluvipting á hundi Hundeigandi í norðausturumdæmi var sviptur vörslum dýrsins. Eigandinn hafði verið fjarverandi í fjóra daga án þess að sjá til þess að hundurinn fengi umönnun, fóður og vatn. Nágrannar brugðust óbeðnir við og sinntu hundinum en ástandið á heimilinu var metið óviðunandi. Dagsektir ákvarðaðar Dagsektir að upphæð 10.000 kr. á dag lagðar á bónda í norðausturumdæmi til að knýja á um úrbætur á velferð sauðfjár og hrossa,“ segir í tilkynningunni.
Dýr Matvælastofnun Dýraheilbrigði Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira