Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Atli Ísleifsson skrifar 6. ágúst 2025 09:56 Matvælastofnun metur það sem svo að bóndanum hefði átt að vera ljóst að kýrin hafi ekki verið flutningshæf. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Matvælastofnun hefur sektað bónda í Norðausturumdæmi um 260 þúsund króna vegna flutnings hans á kú í sláturhús á Akureyri fimm dögum eftir burð. Kýrin drapst á leiðinni í sláturhúsið. Á vef Matvælastofnunar segir að það hafi verið mat stofnunarinnar að bóndanum hefði átt að vera ljóst að kýrin hafi ekki verið flutningshæf vegna einkenna sem hún sýndi og var því lögð stjórnvaldssekt á bóndann. Í tilkynningunni á vef Matvælastofnunar eru raktar fjöldi stjórnvaldsákvarðana í dýravelferðarmálum sem teknar voru af stofnuninni í sumar. Þannig segir að dagsektir að upphæð 10 þúsund krónur hafi verið lagðar á bónda í suðausturumdæmi til að knýja á um úrbætur. „Örmerkingum hrossa, hunda og katta á bænum var ábótavant og hjarðbók fyrir sauðfé óuppfærð. Sjúkdóma- og lyfjaskráningar fyrir sauðfé og hross voru einnig ófullnægjandi og almenn meðferð og umhirða hunda á bænum ekki í lagi. Stjórnvaldssekt ákvörðuð Stjórnvaldssekt að upphæð 330.000 kr. var lögð á einstakling í suðvesturumdæmi sem notaði hengingaraðferð við tamningu á folaldi. Dagsektir lagðar á rekstraraðila hestaleigu Matvælastofnun stöðvaði rekstur hestaleigu í suðausturumdæmi í apríl vegna brota á dýravelferð en rekstraraðilinn hélt áfram rekstrinum. Dagsektir að upphæð 10.000 kr. á dag voru lagðar á hann til að knýja á um lokun hestaleigunnar og bæta úr velferð hrossanna. Vörslusvipting á köttum Kattareigandi í suðvesturumdæmi sviptur tveimur köttum vegna ófullnægjandi dýravelferðar. Vanrækt að kalla til dýralækni eða aflífa kvígu Við eftirlit hjá bónda í suðvesturumdæmi fannst fótbrotin kvíga í fjárhúshlöðu á bænum sem hafði verið brotin í 2-3 daga áður en eftirlitsmenn bar að garði. Ekki hafði verið kallaður til dýralæknir. Kvígan var aflífuð að kröfu MAST og lögð stjórnvaldssekt á bóndann að upphæð 210.000 kr. Einnig voru lagðar á hann dagsektir að upphæð 15.000 kr. á dag til að knýja á um bætta dýravelferð í búskapnum. Vörslusvipting á köttum Kattareigandi í suðvesturumdæmi hélt þrjá ketti í búri á svölum á heimili sínu við ófullnægjandi aðstæður. Vörslusvipting fór fram,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að við eftirlit hjá bónda í norðvesturumdæmi hafi komið í ljós í fjósi mjög illa farin kýr. „Vanrækt hafði verið að kalla til dýralækni eða aflífa skepnuna. Skepnan var aflífuð að kröfu MAST. Lögð var stjórnvaldssekt að upphæð 225.000 kr. á bóndann. Vörslusvipting á hundi Hundeigandi í norðausturumdæmi var sviptur umráðum hundsins en vanrækt hafði verið að fara með hann til dýralæknis sem bitnaði á velferð hans. Hundurinn var aflífaður að kröfu MAST. Vörslusvipting á hundi og köttum Við heimsókn lögreglu á heimili í suðvesturumdæmi kom í ljós að ástandið þar var ekki gæludýrum bjóðandi. Lögreglan fjarlægði dýrin í samráði við MAST. Formleg vörslusvipting fylgdi í kjölfarið. Vörlsluvipting á hundi Hundeigandi í norðausturumdæmi var sviptur vörslum dýrsins. Eigandinn hafði verið fjarverandi í fjóra daga án þess að sjá til þess að hundurinn fengi umönnun, fóður og vatn. Nágrannar brugðust óbeðnir við og sinntu hundinum en ástandið á heimilinu var metið óviðunandi. Dagsektir ákvarðaðar Dagsektir að upphæð 10.000 kr. á dag lagðar á bónda í norðausturumdæmi til að knýja á um úrbætur á velferð sauðfjár og hrossa,“ segir í tilkynningunni. Dýr Matvælastofnun Dýraheilbrigði Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Á vef Matvælastofnunar segir að það hafi verið mat stofnunarinnar að bóndanum hefði átt að vera ljóst að kýrin hafi ekki verið flutningshæf vegna einkenna sem hún sýndi og var því lögð stjórnvaldssekt á bóndann. Í tilkynningunni á vef Matvælastofnunar eru raktar fjöldi stjórnvaldsákvarðana í dýravelferðarmálum sem teknar voru af stofnuninni í sumar. Þannig segir að dagsektir að upphæð 10 þúsund krónur hafi verið lagðar á bónda í suðausturumdæmi til að knýja á um úrbætur. „Örmerkingum hrossa, hunda og katta á bænum var ábótavant og hjarðbók fyrir sauðfé óuppfærð. Sjúkdóma- og lyfjaskráningar fyrir sauðfé og hross voru einnig ófullnægjandi og almenn meðferð og umhirða hunda á bænum ekki í lagi. Stjórnvaldssekt ákvörðuð Stjórnvaldssekt að upphæð 330.000 kr. var lögð á einstakling í suðvesturumdæmi sem notaði hengingaraðferð við tamningu á folaldi. Dagsektir lagðar á rekstraraðila hestaleigu Matvælastofnun stöðvaði rekstur hestaleigu í suðausturumdæmi í apríl vegna brota á dýravelferð en rekstraraðilinn hélt áfram rekstrinum. Dagsektir að upphæð 10.000 kr. á dag voru lagðar á hann til að knýja á um lokun hestaleigunnar og bæta úr velferð hrossanna. Vörslusvipting á köttum Kattareigandi í suðvesturumdæmi sviptur tveimur köttum vegna ófullnægjandi dýravelferðar. Vanrækt að kalla til dýralækni eða aflífa kvígu Við eftirlit hjá bónda í suðvesturumdæmi fannst fótbrotin kvíga í fjárhúshlöðu á bænum sem hafði verið brotin í 2-3 daga áður en eftirlitsmenn bar að garði. Ekki hafði verið kallaður til dýralæknir. Kvígan var aflífuð að kröfu MAST og lögð stjórnvaldssekt á bóndann að upphæð 210.000 kr. Einnig voru lagðar á hann dagsektir að upphæð 15.000 kr. á dag til að knýja á um bætta dýravelferð í búskapnum. Vörslusvipting á köttum Kattareigandi í suðvesturumdæmi hélt þrjá ketti í búri á svölum á heimili sínu við ófullnægjandi aðstæður. Vörslusvipting fór fram,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að við eftirlit hjá bónda í norðvesturumdæmi hafi komið í ljós í fjósi mjög illa farin kýr. „Vanrækt hafði verið að kalla til dýralækni eða aflífa skepnuna. Skepnan var aflífuð að kröfu MAST. Lögð var stjórnvaldssekt að upphæð 225.000 kr. á bóndann. Vörslusvipting á hundi Hundeigandi í norðausturumdæmi var sviptur umráðum hundsins en vanrækt hafði verið að fara með hann til dýralæknis sem bitnaði á velferð hans. Hundurinn var aflífaður að kröfu MAST. Vörslusvipting á hundi og köttum Við heimsókn lögreglu á heimili í suðvesturumdæmi kom í ljós að ástandið þar var ekki gæludýrum bjóðandi. Lögreglan fjarlægði dýrin í samráði við MAST. Formleg vörslusvipting fylgdi í kjölfarið. Vörlsluvipting á hundi Hundeigandi í norðausturumdæmi var sviptur vörslum dýrsins. Eigandinn hafði verið fjarverandi í fjóra daga án þess að sjá til þess að hundurinn fengi umönnun, fóður og vatn. Nágrannar brugðust óbeðnir við og sinntu hundinum en ástandið á heimilinu var metið óviðunandi. Dagsektir ákvarðaðar Dagsektir að upphæð 10.000 kr. á dag lagðar á bónda í norðausturumdæmi til að knýja á um úrbætur á velferð sauðfjár og hrossa,“ segir í tilkynningunni.
Dýr Matvælastofnun Dýraheilbrigði Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira