„Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. ágúst 2025 23:01 Fyrirliðinn Pontus gegn RFS í síðustu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. EPA/ANDREAS HILLERGREN Íslendingalið Malmö tekur á þriðjudag á móti FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeild Evrópu. Það andar köldu á milli nágrannaliðanna og hefur reynsluboltinn Pontus Jansson hellt olíu á eldinn. Með fullri virðingu fyrir öðrum liðum í þessum löndum má með sanni segja að Malmö og FC Kaupmannahöfn séu stærstu félögin í sínu landi. Raunar má færa ágætis rök fyrir því að um sé að ræða stærstu félög Norðurlanda þó norska liðið Bodö/Glimt hafi náð undraverðum árangri á undanförnum árum. Mikil eftirvænting ríkir fyrir einvígi liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Reikna má með troðfullum leikvöngum og miklum látum. Leikmenn FCK hafa þegar talað um að leikurinn í Malmö verði eins og að spila í Bröndby nema í staðinn fyrir gult og blátt verður allt ljósblátt. Hinn 34 ára gamli Pontus, sem lék á Englandi með Leeds United og Brentford frá 2016-2023, ræddi við fjölmiðla fyrir leik þriðjudagsins. Þar viðurkenndi hann hreinlega að sér væri illa við FCK. „Það er Malmö FF fyrir mig. Mín ástríða fyrir Malmö FF byggist á 120 ára sögu og hefðum félagsins. FCK er kannski … hvað getur maður sagt? Eitthvað annað,“ sagði Pontus og átti þar með við þá staðreynd að FCK var stofnað árið 1992. Pontus hrósaði þó FCK fyrir það sem liðið hefði afrekað frá stofnun sinni en sagðist ekki tengja við félagið á neinn hátt. Den här tiden imorgon. pic.twitter.com/786yx0csWu— Malmö FF (@Malmo_FF) August 4, 2025 Liðin mætast annað kvöld og það er aldrei að vita nema Daníel Tristan Guðjohnsen eða Arnór Sigurðsson fái mínútur í liði Malmö. Rúnar Alex Rúnarsson er enn meiddur og verður ekki í leikmannahóp FCK. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Barcelona - Getafe | Krefjandi verkefni fyrir Börsunga „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Sjá meira
Með fullri virðingu fyrir öðrum liðum í þessum löndum má með sanni segja að Malmö og FC Kaupmannahöfn séu stærstu félögin í sínu landi. Raunar má færa ágætis rök fyrir því að um sé að ræða stærstu félög Norðurlanda þó norska liðið Bodö/Glimt hafi náð undraverðum árangri á undanförnum árum. Mikil eftirvænting ríkir fyrir einvígi liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Reikna má með troðfullum leikvöngum og miklum látum. Leikmenn FCK hafa þegar talað um að leikurinn í Malmö verði eins og að spila í Bröndby nema í staðinn fyrir gult og blátt verður allt ljósblátt. Hinn 34 ára gamli Pontus, sem lék á Englandi með Leeds United og Brentford frá 2016-2023, ræddi við fjölmiðla fyrir leik þriðjudagsins. Þar viðurkenndi hann hreinlega að sér væri illa við FCK. „Það er Malmö FF fyrir mig. Mín ástríða fyrir Malmö FF byggist á 120 ára sögu og hefðum félagsins. FCK er kannski … hvað getur maður sagt? Eitthvað annað,“ sagði Pontus og átti þar með við þá staðreynd að FCK var stofnað árið 1992. Pontus hrósaði þó FCK fyrir það sem liðið hefði afrekað frá stofnun sinni en sagðist ekki tengja við félagið á neinn hátt. Den här tiden imorgon. pic.twitter.com/786yx0csWu— Malmö FF (@Malmo_FF) August 4, 2025 Liðin mætast annað kvöld og það er aldrei að vita nema Daníel Tristan Guðjohnsen eða Arnór Sigurðsson fái mínútur í liði Malmö. Rúnar Alex Rúnarsson er enn meiddur og verður ekki í leikmannahóp FCK.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Barcelona - Getafe | Krefjandi verkefni fyrir Börsunga „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Sjá meira