Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Agnar Már Másson skrifar 4. ágúst 2025 18:18 Sigurður Björnsson óperusöngvari var þekktur á Íslandi en einnig í Þýskalandi og Austurríki. Hann varð 93 ára. Sigurður Björnsson, tenór og einn þekktasti óperusöngvari landsins, er látinn níutíu og þriggja ára að aldri. Bergþór Pálsson barítónsöngvari greinir frá andlátinu í færslu á Facebook. Sigurður lætur eftir sig tvö börn og þrjú barnabörn. Sigurður fæddist 19. mars 1932 og ólst upp í Hafnarfirði en bjó og starfaði lengi erlendis en sín síðustu ár bjó hann á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hann hóf tónlistarnám ungur og vakti fyrst athygli 1953, þá 21 árs, þegar hann söng einsöng með karlakórnum Fóstbræðum. Sigurður lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík fyrstur söngnema árið 1956 og fluttist þá til München í Þýskalandi þar sem hann lagði stund á söngnám. Í fríum söng hann þó á Íslandi og jafnvel á tónleikaferðalögum Fóstbræðra á Norðurlöndum. Aðeins ein hljómplata kom út í nafni Sigurðar og var það fjögurra laga jólaplata sem Íslenzkir tónar gáfu út árið 1960 og bar titilinn Jólasálmar. Þegar hann lauk námi í Þýskalandi 1962 ætlaði Sigurður að halda heim til Íslands en þá bauðst honum að ganga til liðs við ríkisóperuna í Stuttgart, sem hann þáði. Hann söng með Suttgartóperunni í hálfan áratug. Í Þýskalandi kynntist hann eiginkonu sinni, óperusöngkonunni Sieglinde Elisabeth Kahmann Björnsson (1931 - 2023), en árið 1968 fluttist hann til Kassel. Síðan fluttust hjónin til Graz í Austurríki árið 1972 þar sem þau bjuggu í þrjú ár, en þar gekk Sigurður til liðs við óperuna þar um stund. Hjónin voru svo bæði ráðin til óperunnar í München og bjuggu þar uns þau fluttust til Íslands. Öll þau rúmlega tuttugu og fimm ár sem Sigurður bjó erlendis heimsótti hann reglulega Ísland og söng meðal annars með kórum og fór með hlutverk í óperum í Þjóðleikhúsinu, þar á meðal Leðurblökunni eftir Johann Strauss. Þau hjónin fluttust til Íslands árið 1977 og þá tók Sigurður strax við stöðu framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Sieglinde hóf kennslu við Söngskólann, og síðar Tónlistarskólann í Reykjavík, en kenndi einnig við tónlistarskólana í Garðabæ og Reykjanesbæ. Sigurður gerðist síðar deildarstjóri á Skólaskrifstofu Reykjavíkurborgar árið 1990. Það sama ár héldu þau hjónin í tónleikaferðir til Japans, Hong Kong og Taívans. Sigurður gerðist síðan leiðsögumaður fyrir þýska ferðamenn á Íslandi árið 1992. Hjónin hættu bæði að syngja opinberlega 1997 eftir síðustu sýningu á Kátu ekkjunni á Íslandi. Sigurður sat síðar í stjórn Listahátíðar í Reykjavík og var formaður hennar um tíma. Sigurður var árið 1991 sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar fyrir störf sín að tónlistarmálum. Sigurður hefur einnig verið sæmdur Hinum austurríska heiðurskrossi fyrir vísindi og hinum þýska Verðlaunakrossi (Verdienskreuz). „Siggi og Sieglinde voru heimsborgarar, smekkvís og fáguð í framgöngu og lífskúnstinni, í hugann koma kerti, túlípanar, koníaksdreitill, Käsekuchen, allt svo smart í kringum þau,“ skrifar Bergþór Pálsson, sem er sá, er fyrr segir, sem greinir frá andlátinu. „Þau höfðu mikil áhrif á mig og mikilsvert var að hafa þessa reynslubolta sér til halds og trausts allt frá fyrstu skrefunum á sviðinu. Nú er komið að leiðarlokum og ég votta fjölskyldunni innilega samúð.“ Hjónin skilja eftir sig tvö börn, Daníel, sem er arkitekt og býr í Berlín, og Guðfinnu, sem er leiðbeinandi og býr í Svíþjóð. Barnabörn þeirra eru þrjú. Þó aðeins eina útgefna plötu sé að finna undir nafni Sigurðar má heyra söngrödd tenórsins á fjölda söngplatna, meðal annars á plötum Einsöngvarakvartettsins og Karlakórs Reykjavíkur. Hér að neðan má heyra hann syngja lagið Ég bið að heilsa ásamt Kristni Hallssyni (1926-2007) og Ólafi Vigni Albertssyni (1936-). Glatkistan: Sigurður Björnsson Andlát Tónlist Íslenska óperan Listahátíð í Reykjavík Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Bergþór Pálsson barítónsöngvari greinir frá andlátinu í færslu á Facebook. Sigurður lætur eftir sig tvö börn og þrjú barnabörn. Sigurður fæddist 19. mars 1932 og ólst upp í Hafnarfirði en bjó og starfaði lengi erlendis en sín síðustu ár bjó hann á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hann hóf tónlistarnám ungur og vakti fyrst athygli 1953, þá 21 árs, þegar hann söng einsöng með karlakórnum Fóstbræðum. Sigurður lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík fyrstur söngnema árið 1956 og fluttist þá til München í Þýskalandi þar sem hann lagði stund á söngnám. Í fríum söng hann þó á Íslandi og jafnvel á tónleikaferðalögum Fóstbræðra á Norðurlöndum. Aðeins ein hljómplata kom út í nafni Sigurðar og var það fjögurra laga jólaplata sem Íslenzkir tónar gáfu út árið 1960 og bar titilinn Jólasálmar. Þegar hann lauk námi í Þýskalandi 1962 ætlaði Sigurður að halda heim til Íslands en þá bauðst honum að ganga til liðs við ríkisóperuna í Stuttgart, sem hann þáði. Hann söng með Suttgartóperunni í hálfan áratug. Í Þýskalandi kynntist hann eiginkonu sinni, óperusöngkonunni Sieglinde Elisabeth Kahmann Björnsson (1931 - 2023), en árið 1968 fluttist hann til Kassel. Síðan fluttust hjónin til Graz í Austurríki árið 1972 þar sem þau bjuggu í þrjú ár, en þar gekk Sigurður til liðs við óperuna þar um stund. Hjónin voru svo bæði ráðin til óperunnar í München og bjuggu þar uns þau fluttust til Íslands. Öll þau rúmlega tuttugu og fimm ár sem Sigurður bjó erlendis heimsótti hann reglulega Ísland og söng meðal annars með kórum og fór með hlutverk í óperum í Þjóðleikhúsinu, þar á meðal Leðurblökunni eftir Johann Strauss. Þau hjónin fluttust til Íslands árið 1977 og þá tók Sigurður strax við stöðu framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Sieglinde hóf kennslu við Söngskólann, og síðar Tónlistarskólann í Reykjavík, en kenndi einnig við tónlistarskólana í Garðabæ og Reykjanesbæ. Sigurður gerðist síðar deildarstjóri á Skólaskrifstofu Reykjavíkurborgar árið 1990. Það sama ár héldu þau hjónin í tónleikaferðir til Japans, Hong Kong og Taívans. Sigurður gerðist síðan leiðsögumaður fyrir þýska ferðamenn á Íslandi árið 1992. Hjónin hættu bæði að syngja opinberlega 1997 eftir síðustu sýningu á Kátu ekkjunni á Íslandi. Sigurður sat síðar í stjórn Listahátíðar í Reykjavík og var formaður hennar um tíma. Sigurður var árið 1991 sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar fyrir störf sín að tónlistarmálum. Sigurður hefur einnig verið sæmdur Hinum austurríska heiðurskrossi fyrir vísindi og hinum þýska Verðlaunakrossi (Verdienskreuz). „Siggi og Sieglinde voru heimsborgarar, smekkvís og fáguð í framgöngu og lífskúnstinni, í hugann koma kerti, túlípanar, koníaksdreitill, Käsekuchen, allt svo smart í kringum þau,“ skrifar Bergþór Pálsson, sem er sá, er fyrr segir, sem greinir frá andlátinu. „Þau höfðu mikil áhrif á mig og mikilsvert var að hafa þessa reynslubolta sér til halds og trausts allt frá fyrstu skrefunum á sviðinu. Nú er komið að leiðarlokum og ég votta fjölskyldunni innilega samúð.“ Hjónin skilja eftir sig tvö börn, Daníel, sem er arkitekt og býr í Berlín, og Guðfinnu, sem er leiðbeinandi og býr í Svíþjóð. Barnabörn þeirra eru þrjú. Þó aðeins eina útgefna plötu sé að finna undir nafni Sigurðar má heyra söngrödd tenórsins á fjölda söngplatna, meðal annars á plötum Einsöngvarakvartettsins og Karlakórs Reykjavíkur. Hér að neðan má heyra hann syngja lagið Ég bið að heilsa ásamt Kristni Hallssyni (1926-2007) og Ólafi Vigni Albertssyni (1936-). Glatkistan: Sigurður Björnsson
Andlát Tónlist Íslenska óperan Listahátíð í Reykjavík Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent