Innlent

Þóris­vatn fullt í fyrsta skipti í sex ár

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Manngert útfall Þórisvatns við Vatnsfell. Þaðan er vatninu miðlað til virkjana Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu.
Manngert útfall Þórisvatns við Vatnsfell. Þaðan er vatninu miðlað til virkjana Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Arnar Halldórsson

Bæði Hálslón og Þórisvatn, stærstu uppistöðulón Landsvirkjunnar, fylltust í nótt. Er það í fyrsta sinn síðan árið 2019 sem Þórisvatn fyllist.

„Mikil hlýindi og vætutíð í vor og sumar hafa gert það að verkum að innrennsli í öll lón Landsvirkjunnar hefur verið gott undanfarnar vikur og mánuði,“ segir í tilkynningu frá Landsvirkjun.

Hálslón er komið á yfirfall en það er uppistöðulón Fljótdalsstöðvar, stærstu aflstöðvar Landsvirkjunar. Veldur það að fossinn Hverfandi er farinn að steypast niður í Hafrahvammagljúfur. Jökulsá á Dal sem er fyrir neðan virkjunina er því vatnsmikil, straumhörð og gruggug um tíma, þar á meðal í Stuðlagili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×