Gott silfur gulli betra en hvað nú? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. ágúst 2025 08:02 Hvað nú? Marc Atkins/Getty Images Eftir þrjú silfurverðlaun í röð getur Arsenal loks staðið uppi sem Englandsmeistari? Mikel Arteta, þjálfari, getur allavega ekki beðið um mikið meiri tíma enda stýrt liðinu síðan 2019. Arsenal hefur undanfarin þrjú tímabil endað í öðru sæti ensku úrvalsdeildar karla í fótbolta. Bæði 2022-23 og 2023-24 var liðið ekki langt frá því að skáka Manchester City en lærisveinar Pep Guardiola kunna að loka mótum og stóðu uppi sem sigurvegarar bæði árin. Á síðustu leiktíð var Arsenal aldrei nálægt Liverpool sem stóð á endanum uppi sem meistari. Lærisveinar Arne Slot voru hins með færir stig en Skytturnar enduðu með árinu áður. Síðan að félagaskiptaglugginn opnaði hefur Arsenal látið til sín taka á markaðnum og ljóst er að markmiðið er einfalt, það er að verða Englandsmeistari. Liðinu vantaði framherja svo Viktor Einar Gyökeres var sóttur frá Sporting Lissabon á fúlgur fjár. Martín Zubamendi er mættur til að þétta miðsvæðið enn frekar. Honum til halds og trausts er Christian Nörgaard, fyrrverandi fyrirliði Brentford. Hægri vængmaðurinn Noni Madueke á að gefa liðinu auka breidd, innan vallar sem utan. Með komu hans ætti Bukayo Saka – langhættulegasti maður liðsins á síðustu leiktíð – að geta fengið hvíld endrum og eins. Miðvörðurinn Cristhian Mosquera er kominn frá Valencia en miðað við hvernig Arteta hefur spilað undanfarið ætti ekki að koma á óvart ef hann myndi enda í bakverði. Þá er markvörðurinn Kepa Arrizabalaga kominn til að veita David Raya félagsskap í markinu. Báðir eru Spánverjar, líkt og markmannsþjálfari liðsins - Iñaki Caña. Dýrustu leikmenn Arsenal síðan Arteta tók við Declan Rice frá West Ham United – 116.6 milljónir evra Kai Havertz frá Chelsea – 75 milljónir evra Zubameni frá Real Sociedad – 70 milljónir evra Gyökeres frá Sporting – 65.8 milljónir evra Noni Madueke frá Chelsea – 56 milljónir evra Ben White frá Brighton & Hove Albion – 58.5 milljónir evra Gabriel Jesus frá Man City – 52.2 milljónir evra Thomas Partey frá Atlético Madríd – 50 milljónir evra Riccardo Calafiori frá Bologna – 45 milljónir evra Jurrien Timber frá Ajax – 40 milljónir evra Oleksandr Zinchenko frá Man City – 35 milljónir evra Fábio Vieira frá Porto – 35 milljónir evra Martin Ödegaard frá Real Madríd – 35 milljónir evra Sem stendur eru fá lið með jafn breiðan og góðan hóp og Arsenal. Arteta hefur fengið að móta liðið algjörlega eftir sínu höfði og nú er að gera eitthvað meira en að næla í silfur. Arsenal sækir Manchester United heim í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar þann 16. ágúst næstkomandi. Allir 380 leikir deildarinnar verða sýndir beint á Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
Arsenal hefur undanfarin þrjú tímabil endað í öðru sæti ensku úrvalsdeildar karla í fótbolta. Bæði 2022-23 og 2023-24 var liðið ekki langt frá því að skáka Manchester City en lærisveinar Pep Guardiola kunna að loka mótum og stóðu uppi sem sigurvegarar bæði árin. Á síðustu leiktíð var Arsenal aldrei nálægt Liverpool sem stóð á endanum uppi sem meistari. Lærisveinar Arne Slot voru hins með færir stig en Skytturnar enduðu með árinu áður. Síðan að félagaskiptaglugginn opnaði hefur Arsenal látið til sín taka á markaðnum og ljóst er að markmiðið er einfalt, það er að verða Englandsmeistari. Liðinu vantaði framherja svo Viktor Einar Gyökeres var sóttur frá Sporting Lissabon á fúlgur fjár. Martín Zubamendi er mættur til að þétta miðsvæðið enn frekar. Honum til halds og trausts er Christian Nörgaard, fyrrverandi fyrirliði Brentford. Hægri vængmaðurinn Noni Madueke á að gefa liðinu auka breidd, innan vallar sem utan. Með komu hans ætti Bukayo Saka – langhættulegasti maður liðsins á síðustu leiktíð – að geta fengið hvíld endrum og eins. Miðvörðurinn Cristhian Mosquera er kominn frá Valencia en miðað við hvernig Arteta hefur spilað undanfarið ætti ekki að koma á óvart ef hann myndi enda í bakverði. Þá er markvörðurinn Kepa Arrizabalaga kominn til að veita David Raya félagsskap í markinu. Báðir eru Spánverjar, líkt og markmannsþjálfari liðsins - Iñaki Caña. Dýrustu leikmenn Arsenal síðan Arteta tók við Declan Rice frá West Ham United – 116.6 milljónir evra Kai Havertz frá Chelsea – 75 milljónir evra Zubameni frá Real Sociedad – 70 milljónir evra Gyökeres frá Sporting – 65.8 milljónir evra Noni Madueke frá Chelsea – 56 milljónir evra Ben White frá Brighton & Hove Albion – 58.5 milljónir evra Gabriel Jesus frá Man City – 52.2 milljónir evra Thomas Partey frá Atlético Madríd – 50 milljónir evra Riccardo Calafiori frá Bologna – 45 milljónir evra Jurrien Timber frá Ajax – 40 milljónir evra Oleksandr Zinchenko frá Man City – 35 milljónir evra Fábio Vieira frá Porto – 35 milljónir evra Martin Ödegaard frá Real Madríd – 35 milljónir evra Sem stendur eru fá lið með jafn breiðan og góðan hóp og Arsenal. Arteta hefur fengið að móta liðið algjörlega eftir sínu höfði og nú er að gera eitthvað meira en að næla í silfur. Arsenal sækir Manchester United heim í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar þann 16. ágúst næstkomandi. Allir 380 leikir deildarinnar verða sýndir beint á Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira