Innlent

Í­búar við Þjórs­á æfir og þrumu­veður um Versló

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Íbúar við Þjórsá lýsa þungum áhyggjum af fyrirætlunum Landsvirkjunar um að sækja aftur um virkjanaleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Við fjöllum um deiluna í kvöldfréttum og Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta- og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun, mætir í myndver og svarar gagnrýni.

Við förum yfir hvað er framundan yfir verslunarmannahelgina, veðurspá og umferð og verðum í beinni útsendingu frá tónlistarhátíðinni Innipúkanum, sem er að þessu sinni í Austurbæjarbíói.

Fjallað verður um boðaðar tollahækkanir Bandaríkjaforseta hafa vakið áhyggjur víða og talið er að neikvæð áhrif verði fyrst og fremst á neytendur og kíkjum á Hellu, þar sem opna á aftur glerverksmiðjuna Samverk eftir nokkurra mánaða lokun.

Í sportpakkanum heyrum við í Styrmi Snæ Þrastarsyni landsliðsmanni í körfubolta, sem hefur fundið sér stað á Spáni, og Blæ Hinrikssyni handknattleiksmanni sem fer til Þýskalands.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×