Innlent

Fólk varist dúfur í Vest­manna­eyjum

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Mynd af dúfu úr safni.
Mynd af dúfu úr safni. Vísir/Getty

Matvælastofnun hefur borist tilkynning um óeðlilegan fjölda dauðra dúfna í Vestmannaeyjum. Almenningi er ráðið frá því að handfjatla mögulega veika eða dauða fugla án viðeigandi smitvarna, eða nálgast fugla sem virðast óeðlilega gæfir.

Í tilkynningu segir að ástæður fyrir dauða fuglanna sé í rannsókn, og á meðan niðurstöður liggi ekki fyrir um orsakir skuli forðast samneiti við dúfurnar.

Einnig er það tekið fram að tilkynna beri um villt dýr í neyð til viðkomandi sveitarfélags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×