Sport

Dag­skráin í dag: Risa­leikir fyrir ís­lenskan fót­bolta og Lundúna­slagur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Víkingar þurfa að vinna með tveggja marka mun.
Víkingar þurfa að vinna með tveggja marka mun. Vísir/Diego

Það er nóg um að vera á rásum SÝNAR sport í dag. Helst ber að nefna Evrópuleiki íslenskra knattspyrnuliða og þá mætast erkifjendirnir Arsenal og Tottenham Hotspur í „vináttuleik.“

SÝN Sport Ísland

Klukkan 18.30 hefst útsending úr Víkinni þar sem Víkingur mætir Vllaznia frá Albaníu. Heimamenn eiga verk að vinna eftir að tapa fyrri leiknum 2-1.

SÝN Sport 2

Klukkan 17.50 hefst útsending frá Akureyri þar sem KA tekur á móti Silkeborg frá Danmörku í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og spennan því gríðarleg fyrir leik kvöldsins.

SÝN Sport 3

Klukkan 18.20 hefst útsending frá Hlíðarenda þar sem Valur tekur á móti Kauno Žalgiris frá Litáen í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og spennan því gríðarleg fyrir leik kvöldsins.

SÝN Sport 4

Klukkan 11.00 hefst Opna breska kvennamótið í golfi.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 11.25 er leikur Arsenal og Tottenham á dagskrá.

Klukkan 17.00 er komið að leik New York Yankees og Tampa Bay Rays í MLB-deildinni í hafnabolta. Klukkan 23.00 er leikur Cincinnati Reds og Milwaukke Braves á dagksrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×