Ætlar að vera á íslensku á TikTok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2025 08:30 Bergrós Björnsdóttir sést hér í auglýsingamyndatöku fyrir Nike Training á dögunum. @bergrosbjornsdottir Nýjasta íslenska alþjóðastjarnan í CrossFit ætlar ekki að tjá sig á ensku á TikTok heldur sýna Íslendingum frá lífi sínu sem ung afrekskona. Bergrós Björnsdóttir er framtíðarstjarna Íslands í CrossFit íþróttinni en þessi átján ára stelpa frá Selfossi var ekki langt frá því að tryggja sig inn á heimsleikana í ár. Ísland á því miður engan keppenda á heimsleikunum í CrossFit en Bergrós var ásamt Söru Sigmundsdóttur sú sem komst næst því að tryggja sig inn. Bergrós hefur tímann fyrir sér enda varð hún bara átján ára gömul í febrúar. Hún hefur komist inn á heimsleika í unglingaflokki síðustu ár og komst meira segja á verðlaunapallinn hjá táningum árið 2023. Íslensku dæturnar hafa alltaf notið mikillar hylli á samfélagsmiðlum enda Anníe Mist Þórisdóttir (1,3 milljónir), Katrín Tanja Davíðsdóttir (1,6 milljónir) og Sara Sigmundsdóttir (1,6 milljónir) allar með meira en þrefaldan fjölda íslensku þjóðarinnar sem fylgja þeim á Instagram. Allar hafa þær Anníe, Katrín og Sara tjáð sig á ensku á samfélagsmiðlum enda er stærsti hópur fylgjenda þeirra fyrir utan landsteinana. Bergrós hefur verið á Instagram en nú ætlar hún að stíga skrefið inn á TikTok. Bergós ákvað að stofna TikTok síðu til að leyfa sérstaklega Íslendingum að fylgjast betur með henni reyna að vinna sér sæti á heimsleikunum í CrossFit. Þarna getur fólk kynnst henni nákvæmlega eins og hún er en samkvæmt upplýsingum Vísis þá mun hún sýna bæði góðu og slæmu dagana. Það vekur líka athygli að þrátt fyrir að Bergrós sé þegar farin að vekja athygli erlendis í CrossFit heiminum þá ætlar hún að hafa TikTok-ið sitt einungis á íslensku. Það gæti auðvitað breyst með enn betri árangri á alþjóðlegum vettvangi en til að byrja með verður fróðlegt að sjá hversu mikið verkefni er það er fyrir átján ára stelpu að komst í hóp þeirra bestu í heimi í sinni íþrótt. Hér fyrir neðan má sjá Bergrós fara yfir sögu sína og metnaðarfull markmið á TikTok. Hún ræðir þar meðal annars plön sína að komast inn á heimsleikana árið 2026. @bergrosb Stefnan er sett á CrossFit Games í fullorðinsflokki 2026, og mig langar að taka ykkur með í þetta ferðalag😁 Ég veit ekki nákvæmlega hvernig ég mun deila þessu með ykkur, en ég ætla að gera mitt allra besta til að sýna ykkur vegferðina og allt sem henni fylgir🙏🏼 ♬ original sound - bergrosb CrossFit Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Sjá meira
Bergrós Björnsdóttir er framtíðarstjarna Íslands í CrossFit íþróttinni en þessi átján ára stelpa frá Selfossi var ekki langt frá því að tryggja sig inn á heimsleikana í ár. Ísland á því miður engan keppenda á heimsleikunum í CrossFit en Bergrós var ásamt Söru Sigmundsdóttur sú sem komst næst því að tryggja sig inn. Bergrós hefur tímann fyrir sér enda varð hún bara átján ára gömul í febrúar. Hún hefur komist inn á heimsleika í unglingaflokki síðustu ár og komst meira segja á verðlaunapallinn hjá táningum árið 2023. Íslensku dæturnar hafa alltaf notið mikillar hylli á samfélagsmiðlum enda Anníe Mist Þórisdóttir (1,3 milljónir), Katrín Tanja Davíðsdóttir (1,6 milljónir) og Sara Sigmundsdóttir (1,6 milljónir) allar með meira en þrefaldan fjölda íslensku þjóðarinnar sem fylgja þeim á Instagram. Allar hafa þær Anníe, Katrín og Sara tjáð sig á ensku á samfélagsmiðlum enda er stærsti hópur fylgjenda þeirra fyrir utan landsteinana. Bergrós hefur verið á Instagram en nú ætlar hún að stíga skrefið inn á TikTok. Bergós ákvað að stofna TikTok síðu til að leyfa sérstaklega Íslendingum að fylgjast betur með henni reyna að vinna sér sæti á heimsleikunum í CrossFit. Þarna getur fólk kynnst henni nákvæmlega eins og hún er en samkvæmt upplýsingum Vísis þá mun hún sýna bæði góðu og slæmu dagana. Það vekur líka athygli að þrátt fyrir að Bergrós sé þegar farin að vekja athygli erlendis í CrossFit heiminum þá ætlar hún að hafa TikTok-ið sitt einungis á íslensku. Það gæti auðvitað breyst með enn betri árangri á alþjóðlegum vettvangi en til að byrja með verður fróðlegt að sjá hversu mikið verkefni er það er fyrir átján ára stelpu að komst í hóp þeirra bestu í heimi í sinni íþrótt. Hér fyrir neðan má sjá Bergrós fara yfir sögu sína og metnaðarfull markmið á TikTok. Hún ræðir þar meðal annars plön sína að komast inn á heimsleikana árið 2026. @bergrosb Stefnan er sett á CrossFit Games í fullorðinsflokki 2026, og mig langar að taka ykkur með í þetta ferðalag😁 Ég veit ekki nákvæmlega hvernig ég mun deila þessu með ykkur, en ég ætla að gera mitt allra besta til að sýna ykkur vegferðina og allt sem henni fylgir🙏🏼 ♬ original sound - bergrosb
CrossFit Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Sjá meira