Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júlí 2025 22:08 Hafsteinn segir stutt í að gervigreindarsvindlin fari að láta á sér kræla fyrir alvöru. Vísir Dósent í tölvunarfræði segir ekki langt í að gervigreindartækni sem hermir eftir röddum fólks verði orðin svo góð að hægt verði að nota hana að blekkja Íslendinga, bæði á netinu og símleiðis. Stjórnvöld þurfi að bregðast við með einhverjum hætti. Í kvöldfréttum okkar í gær sögðum við frá myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum, þar sem þekktir íslendingar eru, með hjálp gervigreindar, látnir líta út fyrir að segja eitthvað sem þeir hafa aldrei sagt. Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, segir tæknina aðeins eiga eftir að verða betri, þegar kemur að beitingu íslenskunnar. „Og erfiðara að sjá hvað er raunverulegt, og hvað ekki. Þannig að þetta er spurning um hvernig við eigum að geta treyst upplýsingum á þessari upplýsinga og gervigreindaröld.“ Peningaplokk með hjálp gervigreindar Tæknin sé orðin mjög fullkomin víða, líkt og nýlegt myndband frá framleiðendum þáttanna South Park, sem sýnir Donald Trump stríplast um í eyðimörk, sýnir fram á. Hafsteinn segir margar hættur geta leynst í tækniframförum þegar kemur að gervigreind sem hermir eftir röddum fólks. „Til dæmis gæti verið að þú fáir símtal sem hljómar eins og það sé að koma frá dóttur, foreldri, barni. Hljómar nákvæmlega eins og viðkomandi sé bara í gíslingu, og þú þarft að millifæra einhverja peninga til þess að bjarga viðkomandi.“ Þarf fólk að koma sér upp leyniorði? Fólk þurfi að búa sig sig undir að gervigreind verði í auknum mæli notuð til að blekkja það. „Þurfum við öll að vera með eitthvað leyniorð sem við deilum okkar á milli, þannig að þegar það er hringt og eitthvað hljómar alvarlega þá þurfum við að vera tilbúin að segja þetta leyniorð? Ég veit það ekki.“ Stjórnvöld þurfi að bregðast við, en í Danmörku sé löggjöf í pípunum sem eigi að höfundarréttarverja rödd og andlit einstaklinga. Háþróuð gervigreindarsvindl muni líklega koma fyrst fram á stærri Norðurlöndunum en hér, þótt ómögulegt sé að segja hversu langt sé þangað til. „Þetta er kannski líka bara tímaspursmál um að einhver taki sig til og leggi áherslu á íslenskuna, sem er með reikniaflið og peningana til þess að gera þetta almennilega.“ Gervigreind Tækni Netöryggi Íslensk tunga Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar í gær sögðum við frá myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum, þar sem þekktir íslendingar eru, með hjálp gervigreindar, látnir líta út fyrir að segja eitthvað sem þeir hafa aldrei sagt. Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, segir tæknina aðeins eiga eftir að verða betri, þegar kemur að beitingu íslenskunnar. „Og erfiðara að sjá hvað er raunverulegt, og hvað ekki. Þannig að þetta er spurning um hvernig við eigum að geta treyst upplýsingum á þessari upplýsinga og gervigreindaröld.“ Peningaplokk með hjálp gervigreindar Tæknin sé orðin mjög fullkomin víða, líkt og nýlegt myndband frá framleiðendum þáttanna South Park, sem sýnir Donald Trump stríplast um í eyðimörk, sýnir fram á. Hafsteinn segir margar hættur geta leynst í tækniframförum þegar kemur að gervigreind sem hermir eftir röddum fólks. „Til dæmis gæti verið að þú fáir símtal sem hljómar eins og það sé að koma frá dóttur, foreldri, barni. Hljómar nákvæmlega eins og viðkomandi sé bara í gíslingu, og þú þarft að millifæra einhverja peninga til þess að bjarga viðkomandi.“ Þarf fólk að koma sér upp leyniorði? Fólk þurfi að búa sig sig undir að gervigreind verði í auknum mæli notuð til að blekkja það. „Þurfum við öll að vera með eitthvað leyniorð sem við deilum okkar á milli, þannig að þegar það er hringt og eitthvað hljómar alvarlega þá þurfum við að vera tilbúin að segja þetta leyniorð? Ég veit það ekki.“ Stjórnvöld þurfi að bregðast við, en í Danmörku sé löggjöf í pípunum sem eigi að höfundarréttarverja rödd og andlit einstaklinga. Háþróuð gervigreindarsvindl muni líklega koma fyrst fram á stærri Norðurlöndunum en hér, þótt ómögulegt sé að segja hversu langt sé þangað til. „Þetta er kannski líka bara tímaspursmál um að einhver taki sig til og leggi áherslu á íslenskuna, sem er með reikniaflið og peningana til þess að gera þetta almennilega.“
Gervigreind Tækni Netöryggi Íslensk tunga Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira