Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Agnar Már Másson skrifar 29. júlí 2025 20:02 Af æfingu Purrks Pillniks haustið 2023, þegar þeir gáfu út heildarsafn hljómsveitarinnar. Nú bætast þrjú lög við katalogginn. Vísir/Vilhelm Purrkur Pillnik, ein ástsælasta pönksveit landsins, mun um helgina frumflytja þrjú glæný lög. Þetta er í fyrsta sinn í fjörutíu ár sem sveitin spilar nýja hljóma en þeir segjast alls ekki ætla að baða sig í fortíðinni. Yrkisefni pönkaranna er að þessu sinni loftslagsváin og kórónuveirufaraldurinn meðal annars, að sögn aðalsöngvarans. „Ég hef engar áhyggjur af því að við séum að fara að spila fyrir einhverja sem skilja ekki hvað við erum að gera eða það sem Purrkur Pillnik stendur fyrir,“ svarar Einar Örn Benediktsson, hinn 63 ára söngvari og myndlistamaður, þegar blaðamaður spyr hvort hann óttist að unga kynslóðin muni ekki kannast við hljómsveitina þegar hún stígur á stokk á Innipúkanum í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Hann er, sem segir, laus við allar síkar áhyggjur enda er vissulega ekki langt síðan við heyrðum síðast frá sveitinni, sem var virkust 1981 - '82 en áður liðsmenn fóru hver sína leið. Þetta eru þó fyrstu eiginlegu tónleikar hennar í hartnær fjóra áratugi. Árið 2023 gáfu þeir út heildarsafn hljómsveitarinnar, þar á meðal óútgefin lög sem ekki höfðu heyrst síðan þau voru frumflutt árið '82. Og í fyrra kom út heimildarmynd um sveitina í leikstjórn Bambusar Einarssonar. Á ekki að gera meira? Að tilefni löngu tímabærrar útgáfu á gömlu lögunum árið 2023 hélt Purrkur tvenna tónleika í plötuverslun Smekkleysu og þá fóru hjólin aftur í gang pönkurunum fjórum, sem enn eru perluvinir í dag. „Og viti menn,“ segir Einar, „þá fóru menn að spyrja: Á ekki að gera stærra, á ekki að gera meira?“ Úr urðu þrjú glæný lög sem verða frumspiluð um helgina, þegar Einar Örn, Bragi Ólafsson, Friðrik Erlingsson og Sigtryggur Baldursson stíga allir á svið, sem reyndar skipuðu reyndar einnig Sykurmolana. Einar Örn Benediktsson, söngvari og myndlistamaður með meiru.Vísir/Vilhelm Flestir kannast sennilega við Purrk úr heimildarmyndinni Rokk í Reykjavík, en það tímahylki úr smiðju Friðriks Þórs Friðrikssonar leikstjóra frá 1982 hefur gert fjölda íslenskra pönkhljómsveita ódauðlegan. Á þessum tíma skipaði Ásgeir Ragnar Bragason skipaði hljómsveitina í upphafi en hann féll frá 2015. Sigtryggur hljóp í hans skarð 2023. Ekki að herma eftir því sem við vorum Hvort lögin verði gefin út liggur ekki fyrir en Einari þykir það líklegt enda hafa þeir nánast gefið út það seim þeir spila læv. Þannig hafa nær allar plötur þeirra orðið til. Þeir sem eru að leita að meira af því gamla gætu þó orðið fyrir vonbrigðum enda segir Einar að hljómsveitin sé að þessu „alls ekki til þess að reyna að herma eftir því hverjir við vorum, heldur hverjir við erum í dag.“ Eitt þessara nýju laga sem þeir flytja nefnist „Ramminn“ að sögn Einars sem útskýrir að lagið fjalli um hugsa út fyrir rammann sem hafi „komið í framhaldi af Covid“. Annað lagið nefnist „Hvað er þá næst?“ og fjallar, jú einmitt, um það sem gerist næst, meðal annars loftslagsbreytingar — „sjöttu gereyðinguna“ eins og Einar kallar hana. Heiti þriðja lagsins var reyndar stolið úr Einari Erni þegar blaðamaður sló hjá honum þráðinn. Það verður þá bara að koma í ljós seinna. „Við erum ekki að baða okkur í fortíðinni. Við erum í nútímanum,“ segir hann enn fremur. „Ég þarf að breyta ýmsum textum því að ég var átján ára og nítján ára þegar ég samdi þá, og verandi það sem ég er orðinn gamall, rúmlega sextugur, þá er sumt af þessu sem ég þarf að taka til mín og hvað það er sem ég er að segja. Hefur það enn skírskotun til dagsins í dag, þá þarf ég að finna hvernig hefur það þróast. Þess vegna þarf ég að vera með puttan á púlsinum.“ Spurður um dæmi um textabreytingar nefnir hann lagið Enn ungur enn, kannski eðli málsins samkvæmt. „Það er ekkert sem segir að við séum hættir,“ segir Einar en tekur þó fram að það standi ekkert endilega til að túra um allt landið, að minnsta kosti ekki eins og er. Og svo er það sem maður gerir „Ég held að við höfum alveg skírskotun í yngri kynslóðina fyrir það sem við stöndum fyrir, og erum alveg óhræddir við að prófa það,“ segir hann. Spurður nánar út í þá skírskotun nefnir Einar gamla möntru hljómsveitarinnar: „Málið er ekki hvað þú getur heldur hvað þú gerir.“ „Við megum ekki setjast í kör,“ heldur Einar áfram, „og segja að allt sé vonlaust. Það er ekki allt vonlaust þó það sé margt ljótt í gangi í kringum okkur, eins og í Palestínu og í Úkraínu. Og sú ömurð sem er í gangi þar, við verðum að gera eitthvað í þessu.“ Þetta slagorð hljómsveitarinnar á rætur að rekja til afmælisbréfs frá Braga Ólafs til Friðriks, útskýrir Einar. Hann hann lét orðin falla í viðtali og þar með urðu þau að yfirlýstri stefnu hljómsveitarinnar. Kvartað undan hávaða í „strákum á sjötugsaldri“ „Við erum orðnir eldri, komnir á sjötugsaldurinn, en þegar við vorum að æfa þá var kvartað undan hávaða,“ segir Einar enn fremur. Það hafi „þessum strákum á sjötugsaldri“ þótt gaman. Þeir eru vel stefndir fyrir tónleikunum, strákarnir, og hyggjast ekkert gefa eftir. „Við erum alveg óhræddir, og ef við verðum skandall þá er það bara okkur að kenna.“ Og yrði það samt ekki bara gaman? „Það væri bara partur af prógramminu,“ svarar hann. „Þá þurfum við bara að segja: Ókei. Er ekki komið nóg? Er ekki komið gott af þessu helvíti?“ Tónlist Reykjavík Tónleikar á Íslandi Tímamót Tengdar fréttir Þetta er Purrkur Pillnikk Purrkur Pillnikk, sú goðsagnakennda pönksveit sem margir muna úr kvikmyndinni Rokki í Reykjavík og margir telja reyndar eina bestu hljómsveit þess merka tímabils í tónlistarsögunni, eru að senda frá sér heildarsafn verka sinna og nýtt efni að auki. Þeir stíga á stokk á laugardaginn komandi. 29. nóvember 2023 10:43 Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Innipúkinn fer venju samkvæmt fram í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Einvala lið tónlistarmanna kemur fram á hátíðinni, meðal annars Ragga Gísla og Hipsumhaps, Sigga Beinteins og Babies flokkurinn, Ásdís, Birnir, Bríet, Floni og Mugison. 25. júní 2025 21:09 „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Einar Örn er holdtekja íslenska pönksins. Hann á í það minnsta slagorðið sem tekur vel utan um það tímabil sem reis hæst á Íslandi 1981-1982: „Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir.“ Í dag er Einar Örn myndlistarmaður. Hann er harður á því. 1. nóvember 2024 08:01 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Fleiri fréttir Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Sjá meira
„Ég hef engar áhyggjur af því að við séum að fara að spila fyrir einhverja sem skilja ekki hvað við erum að gera eða það sem Purrkur Pillnik stendur fyrir,“ svarar Einar Örn Benediktsson, hinn 63 ára söngvari og myndlistamaður, þegar blaðamaður spyr hvort hann óttist að unga kynslóðin muni ekki kannast við hljómsveitina þegar hún stígur á stokk á Innipúkanum í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Hann er, sem segir, laus við allar síkar áhyggjur enda er vissulega ekki langt síðan við heyrðum síðast frá sveitinni, sem var virkust 1981 - '82 en áður liðsmenn fóru hver sína leið. Þetta eru þó fyrstu eiginlegu tónleikar hennar í hartnær fjóra áratugi. Árið 2023 gáfu þeir út heildarsafn hljómsveitarinnar, þar á meðal óútgefin lög sem ekki höfðu heyrst síðan þau voru frumflutt árið '82. Og í fyrra kom út heimildarmynd um sveitina í leikstjórn Bambusar Einarssonar. Á ekki að gera meira? Að tilefni löngu tímabærrar útgáfu á gömlu lögunum árið 2023 hélt Purrkur tvenna tónleika í plötuverslun Smekkleysu og þá fóru hjólin aftur í gang pönkurunum fjórum, sem enn eru perluvinir í dag. „Og viti menn,“ segir Einar, „þá fóru menn að spyrja: Á ekki að gera stærra, á ekki að gera meira?“ Úr urðu þrjú glæný lög sem verða frumspiluð um helgina, þegar Einar Örn, Bragi Ólafsson, Friðrik Erlingsson og Sigtryggur Baldursson stíga allir á svið, sem reyndar skipuðu reyndar einnig Sykurmolana. Einar Örn Benediktsson, söngvari og myndlistamaður með meiru.Vísir/Vilhelm Flestir kannast sennilega við Purrk úr heimildarmyndinni Rokk í Reykjavík, en það tímahylki úr smiðju Friðriks Þórs Friðrikssonar leikstjóra frá 1982 hefur gert fjölda íslenskra pönkhljómsveita ódauðlegan. Á þessum tíma skipaði Ásgeir Ragnar Bragason skipaði hljómsveitina í upphafi en hann féll frá 2015. Sigtryggur hljóp í hans skarð 2023. Ekki að herma eftir því sem við vorum Hvort lögin verði gefin út liggur ekki fyrir en Einari þykir það líklegt enda hafa þeir nánast gefið út það seim þeir spila læv. Þannig hafa nær allar plötur þeirra orðið til. Þeir sem eru að leita að meira af því gamla gætu þó orðið fyrir vonbrigðum enda segir Einar að hljómsveitin sé að þessu „alls ekki til þess að reyna að herma eftir því hverjir við vorum, heldur hverjir við erum í dag.“ Eitt þessara nýju laga sem þeir flytja nefnist „Ramminn“ að sögn Einars sem útskýrir að lagið fjalli um hugsa út fyrir rammann sem hafi „komið í framhaldi af Covid“. Annað lagið nefnist „Hvað er þá næst?“ og fjallar, jú einmitt, um það sem gerist næst, meðal annars loftslagsbreytingar — „sjöttu gereyðinguna“ eins og Einar kallar hana. Heiti þriðja lagsins var reyndar stolið úr Einari Erni þegar blaðamaður sló hjá honum þráðinn. Það verður þá bara að koma í ljós seinna. „Við erum ekki að baða okkur í fortíðinni. Við erum í nútímanum,“ segir hann enn fremur. „Ég þarf að breyta ýmsum textum því að ég var átján ára og nítján ára þegar ég samdi þá, og verandi það sem ég er orðinn gamall, rúmlega sextugur, þá er sumt af þessu sem ég þarf að taka til mín og hvað það er sem ég er að segja. Hefur það enn skírskotun til dagsins í dag, þá þarf ég að finna hvernig hefur það þróast. Þess vegna þarf ég að vera með puttan á púlsinum.“ Spurður um dæmi um textabreytingar nefnir hann lagið Enn ungur enn, kannski eðli málsins samkvæmt. „Það er ekkert sem segir að við séum hættir,“ segir Einar en tekur þó fram að það standi ekkert endilega til að túra um allt landið, að minnsta kosti ekki eins og er. Og svo er það sem maður gerir „Ég held að við höfum alveg skírskotun í yngri kynslóðina fyrir það sem við stöndum fyrir, og erum alveg óhræddir við að prófa það,“ segir hann. Spurður nánar út í þá skírskotun nefnir Einar gamla möntru hljómsveitarinnar: „Málið er ekki hvað þú getur heldur hvað þú gerir.“ „Við megum ekki setjast í kör,“ heldur Einar áfram, „og segja að allt sé vonlaust. Það er ekki allt vonlaust þó það sé margt ljótt í gangi í kringum okkur, eins og í Palestínu og í Úkraínu. Og sú ömurð sem er í gangi þar, við verðum að gera eitthvað í þessu.“ Þetta slagorð hljómsveitarinnar á rætur að rekja til afmælisbréfs frá Braga Ólafs til Friðriks, útskýrir Einar. Hann hann lét orðin falla í viðtali og þar með urðu þau að yfirlýstri stefnu hljómsveitarinnar. Kvartað undan hávaða í „strákum á sjötugsaldri“ „Við erum orðnir eldri, komnir á sjötugsaldurinn, en þegar við vorum að æfa þá var kvartað undan hávaða,“ segir Einar enn fremur. Það hafi „þessum strákum á sjötugsaldri“ þótt gaman. Þeir eru vel stefndir fyrir tónleikunum, strákarnir, og hyggjast ekkert gefa eftir. „Við erum alveg óhræddir, og ef við verðum skandall þá er það bara okkur að kenna.“ Og yrði það samt ekki bara gaman? „Það væri bara partur af prógramminu,“ svarar hann. „Þá þurfum við bara að segja: Ókei. Er ekki komið nóg? Er ekki komið gott af þessu helvíti?“
Tónlist Reykjavík Tónleikar á Íslandi Tímamót Tengdar fréttir Þetta er Purrkur Pillnikk Purrkur Pillnikk, sú goðsagnakennda pönksveit sem margir muna úr kvikmyndinni Rokki í Reykjavík og margir telja reyndar eina bestu hljómsveit þess merka tímabils í tónlistarsögunni, eru að senda frá sér heildarsafn verka sinna og nýtt efni að auki. Þeir stíga á stokk á laugardaginn komandi. 29. nóvember 2023 10:43 Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Innipúkinn fer venju samkvæmt fram í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Einvala lið tónlistarmanna kemur fram á hátíðinni, meðal annars Ragga Gísla og Hipsumhaps, Sigga Beinteins og Babies flokkurinn, Ásdís, Birnir, Bríet, Floni og Mugison. 25. júní 2025 21:09 „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Einar Örn er holdtekja íslenska pönksins. Hann á í það minnsta slagorðið sem tekur vel utan um það tímabil sem reis hæst á Íslandi 1981-1982: „Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir.“ Í dag er Einar Örn myndlistarmaður. Hann er harður á því. 1. nóvember 2024 08:01 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Fleiri fréttir Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Sjá meira
Þetta er Purrkur Pillnikk Purrkur Pillnikk, sú goðsagnakennda pönksveit sem margir muna úr kvikmyndinni Rokki í Reykjavík og margir telja reyndar eina bestu hljómsveit þess merka tímabils í tónlistarsögunni, eru að senda frá sér heildarsafn verka sinna og nýtt efni að auki. Þeir stíga á stokk á laugardaginn komandi. 29. nóvember 2023 10:43
Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Innipúkinn fer venju samkvæmt fram í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Einvala lið tónlistarmanna kemur fram á hátíðinni, meðal annars Ragga Gísla og Hipsumhaps, Sigga Beinteins og Babies flokkurinn, Ásdís, Birnir, Bríet, Floni og Mugison. 25. júní 2025 21:09
„Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Einar Örn er holdtekja íslenska pönksins. Hann á í það minnsta slagorðið sem tekur vel utan um það tímabil sem reis hæst á Íslandi 1981-1982: „Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir.“ Í dag er Einar Örn myndlistarmaður. Hann er harður á því. 1. nóvember 2024 08:01
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning