Sport

Haf­þór Júlíus setti heims­met í réttstöðulyftu

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Hafþór lyfti 505 kílóum í réttstöðulyftu í kvöld.
Hafþór lyfti 505 kílóum í réttstöðulyftu í kvöld. Instagram

Hafþór Júlíus Björnsson sló heimsmetið í réttstöðulyftu þegar hann lyfti 505 kílóum á kraftlyftingarmóti í Þýskalandi í kvöld. 

Nokkuð umdeilt er hvert fyrra heimsmetið var í réttstöðulyftu, en opinberlega var það í eigu Englendingsins Eddie Hall, sem hafði lyft 500 kílóum.

Hafþór sjálfur lyftu 501 kílói í maí 2020, en það var ekki á formlegu keppnismóti, heldur í líkamsrækt Hafþórs í Kópavogi. Viðurkenndir vottunaraðilar höfðu því ekki mælt þyngdina á lóðunum áður en hann lyfti.

Með lyftunni í kvöld hefur Hafþór tekið allan vafa af því hver eigi heimsmetið í réttstöðulyftu. Á samfélagsmiðlum hefur Hafþór gefið í skyn að hann ætli að láta reyna á 510 kílóa réttstöðulyftu á öðru móti í september næstkomandi.

Hægt er að sjá réttstöðulyftuna sem tryggði honum heimsmetið í þessari færslu á X.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×