Fótbolti

Wrexham reynir við Eriksen

Siggeir Ævarsson skrifar
Christian Eriksen á 144 landsleiki fyrir Danmörk og hefur skorað 46 mörk fyrir landsliðið.
Christian Eriksen á 144 landsleiki fyrir Danmörk og hefur skorað 46 mörk fyrir landsliðið. Clive Mason/Getty Images

Hollywood liðið frá Wales, Wrexham, heldur áfram að vera með læti á leikmannamarkaðnum en Christian Eriksen, fyrrum leikmaður Manchester United, er ofarlega á óskalista félagsins.

Eriksen, sem er 33 ára, varð samningslaus í vor eftir að hafa leikið þrjú tímabil með Manchester United. Umboðsmaður hans hefur gefið það út að Eriksen vilji helst spila áfram í efstu deild og eingöngu í Vestur-Evrópu. Hann sé engu að síður spenntur fyrir því sem er í gangi hjá Wrexham.

Takist Hollywood stjörnunum Ryan Reynolds og Rob McElhenney að sannfæra Eriksen um að ganga til liðs við Wrexham yrðu það án vafa stærstu félagaskiptin í sögu félagsins sem vann sér sæti í ensku B-deildinni í vor en félagið var þar síðast tímabilið 1981-82.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×