„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 25. júlí 2025 20:48 Guðni Eiríksson er að gera mjög flotta hluti með FH-liðið. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var ánægður með úrslit kvöldsins eftir 3-1 sigur gegn Fram í Bestu deild kvenna í fótbolta en hann hefði viljað fá fleiri mörk úr færunum sem FH skapaði sér. „Þetta var upp og ofan, fullt af jákvæðum hlutum, svo líka eitthvað sem var ekki nógu gott. Mér fannst við löngum köflum ráða lögum og lofum í þessum leik. Við stýrðum honum algjörlega og ótrúlegt að við skyldum ekki klára hann fyrr,“ sagði Guðni. „Það er jákvætt að koma sér í allar þessar stöður, en ekki nægilega gott á síðasta þriðjung vallarins. Fast leikatriði sem við fáum á okkur og þær komast inn í leikinn, sem var algjör óþarfi. Fram að því var þetta algjörlega í okkar höndum, en það er eins og það er,“ sagði Guðni. „Það er stundum smá púsl að fara aftur af stað eftir pásu, nýir leikmenn í liðinu og það er aðlögun og allt það. Þrjú stig og annað sætið, áfram gakk,“ sagði Guðni. Maya Lauren Hansen skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og hana langaði greinilega að skora þriðja markið. Guðni skipti henni hins vegar út af á 74. mínútu. „Það er bara að nýta bekkinn, og láta leikmenn fá mínútur í kroppinn. Það er stutt í næsta leik og hún skiptir FH liðinu gríðarlega miklu máli. Þannig við þurfum líka að hugsa út í það,“ sagði Guðni. FH fær mark á sig seint í leiknum úr aukaspyrnu þar sem varnarleikur þeirra leit ekki vel út. „Við töluðum um það fyrir leik, að halda fókus í föstum leikatriðum. Við vissum að Fram væri hættulegar úr föstum leikatriðum, og þær skora markið sitt þannig,“ sagði Guðni. „Þær fóru nú ekki oft í gegnum okkur, við vissum að þegar þær fá föst leikatriði þá koma þær boltanum svo sannarlega inn í teig. Þá þurftum við að vera vakandi og áttum að gera betur. Við áttum að vera löngu búnar að klára þennan leik, þannig það er eitthvað sem við skoðum og lögum fyrir næsta leik,“ sagði Guðni. FH er í öðru sæti deildarinnar eftir sigurinn aðeins þremur stigum á eftir Breiðablik sem er í toppsætinu. „Það er bara frábært að það skuli vera spenna í toppbaráttu kvenna megin. Það er svolítið langt síðan það hefur verið, og að það séu fleiri lið að slást um þetta en Breiðablik og Valur er jákvæð þróun. Vonandi verður það bara um ókomin ár,“ sagði Guðni. Besta deild kvenna FH Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
„Þetta var upp og ofan, fullt af jákvæðum hlutum, svo líka eitthvað sem var ekki nógu gott. Mér fannst við löngum köflum ráða lögum og lofum í þessum leik. Við stýrðum honum algjörlega og ótrúlegt að við skyldum ekki klára hann fyrr,“ sagði Guðni. „Það er jákvætt að koma sér í allar þessar stöður, en ekki nægilega gott á síðasta þriðjung vallarins. Fast leikatriði sem við fáum á okkur og þær komast inn í leikinn, sem var algjör óþarfi. Fram að því var þetta algjörlega í okkar höndum, en það er eins og það er,“ sagði Guðni. „Það er stundum smá púsl að fara aftur af stað eftir pásu, nýir leikmenn í liðinu og það er aðlögun og allt það. Þrjú stig og annað sætið, áfram gakk,“ sagði Guðni. Maya Lauren Hansen skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og hana langaði greinilega að skora þriðja markið. Guðni skipti henni hins vegar út af á 74. mínútu. „Það er bara að nýta bekkinn, og láta leikmenn fá mínútur í kroppinn. Það er stutt í næsta leik og hún skiptir FH liðinu gríðarlega miklu máli. Þannig við þurfum líka að hugsa út í það,“ sagði Guðni. FH fær mark á sig seint í leiknum úr aukaspyrnu þar sem varnarleikur þeirra leit ekki vel út. „Við töluðum um það fyrir leik, að halda fókus í föstum leikatriðum. Við vissum að Fram væri hættulegar úr föstum leikatriðum, og þær skora markið sitt þannig,“ sagði Guðni. „Þær fóru nú ekki oft í gegnum okkur, við vissum að þegar þær fá föst leikatriði þá koma þær boltanum svo sannarlega inn í teig. Þá þurftum við að vera vakandi og áttum að gera betur. Við áttum að vera löngu búnar að klára þennan leik, þannig það er eitthvað sem við skoðum og lögum fyrir næsta leik,“ sagði Guðni. FH er í öðru sæti deildarinnar eftir sigurinn aðeins þremur stigum á eftir Breiðablik sem er í toppsætinu. „Það er bara frábært að það skuli vera spenna í toppbaráttu kvenna megin. Það er svolítið langt síðan það hefur verið, og að það séu fleiri lið að slást um þetta en Breiðablik og Valur er jákvæð þróun. Vonandi verður það bara um ókomin ár,“ sagði Guðni.
Besta deild kvenna FH Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn