Körfubolti

Mættur aftur tuttugu árum seinna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ricky Rubio með treyju númer níu hjá Joventut Badalona en hann ætlar að spila í henni næsta vetur
Ricky Rubio með treyju númer níu hjá Joventut Badalona en hann ætlar að spila í henni næsta vetur Getty/ Javier Borreg0

Spænski körfuboltamaðurinn Ricky Rubio er búinn að taka körfuboltaskóna sína af hillunni.

Rubio setti skóna sína upp á hillu árið 2024 en hann var plagaður af meiðslum síðustu árin sín í NBA deildinni.

Rubio vill hins vegar loka körfuboltaferlinum á sínum nótum og með því að enda ferilinn þar sem hann byrjaði.

Rubio var undrabarn í körfubolta og var kominn inn í meistaraflokkslið Joventut Badalona aðeins fjórtán ára gamall.

Rubio hefur nú ákveðið að dusta rykið af körfuboltaskónum og gera eins árs samning við Joventut Badalona. Rubio er enn bara 34 ára gamall en verður 35 ára í október.

Rubio lék síðast í NBA með Cleveland Cavaliers en hann var í NBA deildinni frá 2011 til 2024.

Rubio lék með Joventut Badalona frá 2005 til 2009 og spilaði síðan í tvö ár með Barcelona áður en hann fór í nýliðaval NBA þar sem hann var valinn af Minnesota Timberwolves.

Rubio lék alls 698 leiki í NBA og var með 10,8 stig og 7,4 stoðsendingar að meðaltali í þeim.

Þegar hann lék sitt síðasta tímabil með Joventut Badalona 2008-08, þá aðeins átján ára gamall, þá var hann með 9,8 stig og 5,8 stoðsendingar að meðaltali í ACB deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×