Fótbolti

Barcelona biður UEFA um leyfi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lamine Yamal varð yngsti leikmaður sögunnar til að spila á Camp Nou árið 2023 en hefur ekki spilað þar síðan.
Lamine Yamal varð yngsti leikmaður sögunnar til að spila á Camp Nou árið 2023 en hefur ekki spilað þar síðan. Getty/Jose Breton

Barcelona gengur frekar illa að binda lokahöndina á endurbæturnar á Nývangi og nú er orðið ljóst að ekki tekst að klára leikvanginn fyrir nýtt tímabil.

Barcelona er að búa til einn flottasta leikvanginn í Evrópu en það hefur líka kostað mikil tilstand sem hefur tekið lengri tíma en búist var við.

Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að félagið hafi því beðið UEFA um sérstakt leyfi fyrir því að leika fyrsta leikinn sinn í Meistaradeildinni á útivelli.

Barcelona hefur nú eytt tveimur árum á Ólympíuleikvanginum í Barcelona á meðan nýr Nývangur var byggður upp á sama stað og gamli Nývangurinn stóð áður.

„Við höfum beðið UEFA um að leyfa okkur að spila fyrsta leikinn okkar í Meistaradeildinni á útivelli. Það verður dregið 28. ágúst næstkomandi og við verðum bara að sjá hvað gerist þá. Ég vona að UEFA leyfi okkur að spila þennan leik á útivelli. Við höfum átt mjög gott samband við UEFA,“ sagði Laporta í viðtali í El Mundo Deportivo.

Í upphaflega skipulaginu þá ætlaði Barcelona að snúa aftur á Nývang í nóvember 2024 en hefur nú margoft þurft að fresta endurkomuunni. Framkvæmdir hófst í júní 2023 og eru því búnar að taka meira en 25 mánuði.

Laporta segir að ekki komi annað til greina en að spila á Nývangi á komandi leiktíð því allar fjárhagsáætlanir félagsins miðist við það. Ólympíuleikvangurinn tekur mikli færri áhorfendur og tekjurnar eru aðeins brot af því sem þær verða á nýja Nývangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×