Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Agnar Már Másson skrifar 24. júlí 2025 14:20 Frá höfuðstöðvum IRB í Ástralíu. Hampiðjan Hampiðjan hefur keypt ástralskan kaðlaframleiðanda. Kaupverð er ekki gefið upp en EBIDTA ástralska félagsins nam í fyrra 56 milljónum króna. Hampiðjan greinir frá í fréttatilkynningu að fyrirtækið hafi skrifað undir samning um kaup á International Rope Braid (IRB) á Gullströndinni sunnan Brisbane á austurströnd Ástralíu, og því er fyrirtækið skammt höfuðstöðvum Hampidjan Australia. Hampiðjan lauk í ár kaupum á indverskum kaðlaframleiðanda upp á þrjá milljarða króna og vinnur nú að kaupum á landi í Indlandi til frekari uppbyggingar. IRB var stofnað 2005 af hjónunum Dave og Suzy Allen, sem munu samkvæmt tilkynningunni selja allan sinn hlut en styðja við yfirtökuferlið næstu mánuðina. Frá höfuðstöðvum Hampidjan Australia.Hampiðjan Gert er ráð fyrir að rekstur IRB komi inn í samstæðureikning Hampiðjunnar frá 1. ágúst. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í að flétta kápur utan um ýmsar gerðir af ofurtógum og framleiðslu á slíkum tógum fyrir margs konar viðskiptavini. En mest er salan tengd seglskútum og stærri vélbátum sem notaðir eru til skemmtisiglinga ásamt sölu til fyrirtækja í námuvinnslu, fiskeldi, fiskveiðum og öðrum iðnaði. Velta IRB hefur verið um 1,7 milljónir evra á ári (241 m.kr.) síðustu ár og rekstrarhagnaður fyrir skatta og vexti var rúmlega 0,4 milljóni evra (56 m.kr.) á síðasta rekstrarári. Starfsmenn eru 16 talsins, samkvæmt tilkynningunni. Haft er efir Suzy og Dave Allan í tilkynningunni: „Við erum himinlifandi með að skilja fyrirtækið okkar og sérstaklega teymið okkar, sem er okkur mjög mikilvægt, eftir í svona hæfum höndum, vitandi að IRB í höndum Hampiðjunnar mun halda áfram að blómstra.” Hampiðjan Ástralía Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hampiðjan greinir frá í fréttatilkynningu að fyrirtækið hafi skrifað undir samning um kaup á International Rope Braid (IRB) á Gullströndinni sunnan Brisbane á austurströnd Ástralíu, og því er fyrirtækið skammt höfuðstöðvum Hampidjan Australia. Hampiðjan lauk í ár kaupum á indverskum kaðlaframleiðanda upp á þrjá milljarða króna og vinnur nú að kaupum á landi í Indlandi til frekari uppbyggingar. IRB var stofnað 2005 af hjónunum Dave og Suzy Allen, sem munu samkvæmt tilkynningunni selja allan sinn hlut en styðja við yfirtökuferlið næstu mánuðina. Frá höfuðstöðvum Hampidjan Australia.Hampiðjan Gert er ráð fyrir að rekstur IRB komi inn í samstæðureikning Hampiðjunnar frá 1. ágúst. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í að flétta kápur utan um ýmsar gerðir af ofurtógum og framleiðslu á slíkum tógum fyrir margs konar viðskiptavini. En mest er salan tengd seglskútum og stærri vélbátum sem notaðir eru til skemmtisiglinga ásamt sölu til fyrirtækja í námuvinnslu, fiskeldi, fiskveiðum og öðrum iðnaði. Velta IRB hefur verið um 1,7 milljónir evra á ári (241 m.kr.) síðustu ár og rekstrarhagnaður fyrir skatta og vexti var rúmlega 0,4 milljóni evra (56 m.kr.) á síðasta rekstrarári. Starfsmenn eru 16 talsins, samkvæmt tilkynningunni. Haft er efir Suzy og Dave Allan í tilkynningunni: „Við erum himinlifandi með að skilja fyrirtækið okkar og sérstaklega teymið okkar, sem er okkur mjög mikilvægt, eftir í svona hæfum höndum, vitandi að IRB í höndum Hampiðjunnar mun halda áfram að blómstra.”
Hampiðjan Ástralía Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira