Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2025 20:13 Íslenska kvennalandsliðið spilaði við landslið Frakklands á nýja Laugardalsvellinum í sumar en karlalandsliðið á eftir að spila á nýja gervigrasinu. Vísir/Anton Brink Stjórn Knattspyrnusambands Íslands sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna fyrirhugaða framkvæmda og uppsetningu á skólaþorpi við Laugardalsvöll. Stjórn KSÍ lýsir yfir vonbrigðum og áhyggjum yfir vinnubrögðum Reykjavíkurborgar til þessa við vinnslu málsins en KSÍ var snemma á árinu upplýst um hvað væri í gangi. KSÍ segir að hagaðilar verða að geta átt samskipti við þau embætti innan Reykjavíkurborgar sem eiga að hafa eftirlit með framkvæmdum og sjá til þess að farið sé að lögum og reglum við skipulag og byggingu mannvirkja. Samkvæmt upplýsingum á skólaþorpið að samanstanda af sextán stökum stofum með tengigöngum og stærð hverrar stofu um 80 fermetrar. Þar að auki eigi að koma fyrir stórri byggingu sem er um það bil 900 fermetrar. Í kringum og milli þessara bygginga mun svo vera komið fyrir aðgangsleiðum og útiaðstöðu fyrir skólaúrræði. KSÍ gerði skriflegar athugasemdir við þessar tillögur borgarinnar með bréfi dagsettu 27. febrúar, tillögur sem þrengja verulega að Laugardalsvelli og starfsemi KSÍ, og gerði aftur skriflegar athugasemdir með bréfi dagsettu 24. júní. Þessum athugasemdum hefur verið fylgt eftir með frekari bréfaskriftum og fundum með fulltrúum borgarinnar. Samskipti hafa þó að miklu leyti farið í gegnum verktaka sem starfar á svæðinu og hefur hafið framkvæmdir þrátt fyrir að ekki sé búið að skipuleggja svæðið. KSÍ segist vel meðvitað um og hefur fullan skilning á þeim vanda sem stendur Reykjavík fyrir höndum í skólamálum en lýsir yfir vonbrigðum og áhyggjum yfir vinnubrögðum Reykjavíkurborgar til þessa við vinnslu málsins. Hér fyrir neðan má sjá alla yfirlýsingu stjórnar KSÍ. Frá stjórn KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) var snemma á árinu upplýst um fyrirhugaðar framkvæmdir og uppsetningu á skólaþorpi við Laugardalsvöll. Samkvæmt upplýsingum á skólaþorpið að samanstanda af 16 stökum stofum með tengigöngum og stærð hverrar stofu um 80 fermetrar. Þar að auki eigi að koma fyrir stórri byggingu sem er um það bil 900 fermetrar. Í kringum og milli þessara bygginga mun svo vera komið fyrir aðgangsleiðum og útiaðstöðu fyrir skólaúrræði. KSÍ gerði skriflegar athugasemdir við þessar tillögur borgarinnar með bréfi dagsettu 27. febrúar, tillögur sem þrengja verulega að Laugardalsvelli og starfsemi KSÍ, og gerði aftur skriflegar athugasemdir með bréfi dagsettu 24. júní. Þessum athugasemdum hefur verið fylgt eftir með frekari bréfaskriftum og fundum með fulltrúum borgarinnar. Samskipti hafa þó að miklu leyti farið í gegnum verktaka sem starfar á svæðinu og hefur hafið framkvæmdir þrátt fyrir að ekki sé búið að skipuleggja svæðið. Í bréfi KSÍ dagsettu 27. febrúar eru gerðar alvarlegar athugasemdir við samráðsskort Reykjavíkurborgar við KSÍ í undirbúningi verkefnisins, enda ljóst af hálfu KSÍ að fyrirhuguð framkvæmd myndi hafa mikil og neikvæð áhrif á aðgengis- og öryggismál á Laugardalsvelli. Athugasemdir KSÍ snúa m.a. að þeirri fyrirætlan borgaryfirvalda að loka annarri akstursleiðinni að bílastæðum Laugardalsvallar og vera þannig eingöngu með eina leið opna (innakstur/útakstur). Það er óásættanlegt og óskiljanlegt að borgaryfirvöld líti svo á að ein leið dugi fyrir akandi vallargesti og aðra sem sækja þjónustu á svæðið við Laugardalsvöll, svo ekki sé minnst á að þarna væri um einungis eina leið fyrir viðbragðsaðila til að komast til og frá leikvanginum ef slys verða eða ef hættuástand skapast. Í greiningu sem KSÍ fékk verkfræðistofu til að vinna kemur m.a. fram að "Tvennar tengingar frá bílastæðum yfir á Reykjaveg eru ófrávíkjanlegur öryggisþáttur vegna notkunar Laugardalsvallar fyrir fjölmenna viðburði og augljós hagur fyrir alla starfsemi á svæðinu”. Í bréfi dagsettu 24. júní er fyrri athugasemdum fylgt eftir og aftur gerir KSÍ verulegar athugasemdir við tildrög verkefnisins og skort á samráði Reykjavíkurborgar við undirbúning þess. Vakin er athygli á því að nýlega hefur verið tekin ákvörðun af hálfu stjórnvalda að ráðast í veigamikla uppbyggingu innviða í þágu íþróttahreyfingarinnar sem fela m.a. í sér byggingu nýrrar þjóðarhallar og þjóðarleikvangs á skilgreindu íþróttasvæði í Laugardal. KSÍ telur það skjóta skökku við að skömmu síðar standi til að breyta aðalskipulagi á þann hátt að skilgreint „íþróttasvæði“ verði minnkað sem nemur um 1 hektara lands. Einnig kemur fram að upprunalegt deiliskipulag svæðisins gerði ráð fyrir mögulegri uppbyggingu tímabundins leikskólaúrræðis á umræddu svæði, en nú er stefnt að breytingu á aðalskipulagi samhliða deiliskipulagsbreytingu, sem gefur til kynna að verið sé að skipuleggja umrætt svæði til framtíðar, þó fram komi í gögnum borgarinnar að um tímabundna framkvæmd sé að ræða - til allt að 15 ára (!). KSÍ er vel meðvitað um og hefur fullan skilning á þeim vanda sem stendur Reykjavík fyrir höndum í skólamálum. KSÍ hefur í gegnum tíðina lagt sitt af mörkum við það að leysa ýmis konar vanda í þessum efnum – m.a. tekið til sín heilu árgangana í aðstöðu KSÍ. Kennsla hefur farið fram í húsnæði KSÍ allt frá árinu 2019 vegna vandamála í Fossvogsskóla, Laugarnesskóla og einnig vegna eldhræringa í Grindavík. Í tilefni uppbyggingar sem er fyrirhuguð á þjóðarleikvanginum Laugardalsvelli hefur KSÍ bent á að það væri hægt að haga uppbyggingu Laugardalsvallar með þeim hætti að mannvirkið nýtist undir kennslu og aðra starfsemi skóla í hverfinu á meðan framkvæmdir fara fram á skólahúsnæðum. Tillögur KSÍ hafa ekki hlotið hljómgrunn til þessa en sambandið telur að sátt myndi ríkja um slíka uppbyggingu, enda kæmi hún til með að nýtast til framtíðar og fela í sér minna rask á núverandi skipulagi svæðisins og nærumhverfi. KSÍ lýsir yfir vonbrigðum og áhyggjum yfir vinnubrögðum Reykjavíkurborgar til þessa við vinnslu málsins. Líkt og að framan greinir virðist umsagnar- og hagaðilum ekki hafa verið tilkynnt með nægjanlegum hætti um tillögur að breyttri landnotkun á sínum tíma og þurfti KSÍ að hafa frumkvæði að því að spyrja spurninga þegar vinnuvélar mættu í Laugardalinn og hófu framkvæmdir skömmu fyrir landsleik kvennalandsliðsins gegn Frakklandi sem fór fram 3. júní sl. Enn hafa ekki fengist skýr svör við því á hvaða grundvelli framkvæmdir eru hafnar en til þessa hefur verið vísað til þess að núgildandi deiliskipulag veiti heimild fyrir þeirri vinnu sem er hafin. Þessar skýringar telur KSÍ verulega vafasamar, enda er ljóst að ekki er lengur stefnt að því að byggja leikskólaúrræði á svæðinu líkt og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir. Þá er ótækt að engin svör fáist frá byggingar- og skipulagsfulltrúa um leyfi fyrir framkvæmdum eða stöðu mála. Hagaðilar verða að geta átt samskipti við þau embætti innan Reykjavíkurborgar sem eiga að hafa eftirlit með framkvæmdum og sjá til þess að farið sé að lögum og reglum við skipulag og byggingu mannvirkja. Stjórn KSÍ Laugardalsvöllur KSÍ Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Stjórn KSÍ lýsir yfir vonbrigðum og áhyggjum yfir vinnubrögðum Reykjavíkurborgar til þessa við vinnslu málsins en KSÍ var snemma á árinu upplýst um hvað væri í gangi. KSÍ segir að hagaðilar verða að geta átt samskipti við þau embætti innan Reykjavíkurborgar sem eiga að hafa eftirlit með framkvæmdum og sjá til þess að farið sé að lögum og reglum við skipulag og byggingu mannvirkja. Samkvæmt upplýsingum á skólaþorpið að samanstanda af sextán stökum stofum með tengigöngum og stærð hverrar stofu um 80 fermetrar. Þar að auki eigi að koma fyrir stórri byggingu sem er um það bil 900 fermetrar. Í kringum og milli þessara bygginga mun svo vera komið fyrir aðgangsleiðum og útiaðstöðu fyrir skólaúrræði. KSÍ gerði skriflegar athugasemdir við þessar tillögur borgarinnar með bréfi dagsettu 27. febrúar, tillögur sem þrengja verulega að Laugardalsvelli og starfsemi KSÍ, og gerði aftur skriflegar athugasemdir með bréfi dagsettu 24. júní. Þessum athugasemdum hefur verið fylgt eftir með frekari bréfaskriftum og fundum með fulltrúum borgarinnar. Samskipti hafa þó að miklu leyti farið í gegnum verktaka sem starfar á svæðinu og hefur hafið framkvæmdir þrátt fyrir að ekki sé búið að skipuleggja svæðið. KSÍ segist vel meðvitað um og hefur fullan skilning á þeim vanda sem stendur Reykjavík fyrir höndum í skólamálum en lýsir yfir vonbrigðum og áhyggjum yfir vinnubrögðum Reykjavíkurborgar til þessa við vinnslu málsins. Hér fyrir neðan má sjá alla yfirlýsingu stjórnar KSÍ. Frá stjórn KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) var snemma á árinu upplýst um fyrirhugaðar framkvæmdir og uppsetningu á skólaþorpi við Laugardalsvöll. Samkvæmt upplýsingum á skólaþorpið að samanstanda af 16 stökum stofum með tengigöngum og stærð hverrar stofu um 80 fermetrar. Þar að auki eigi að koma fyrir stórri byggingu sem er um það bil 900 fermetrar. Í kringum og milli þessara bygginga mun svo vera komið fyrir aðgangsleiðum og útiaðstöðu fyrir skólaúrræði. KSÍ gerði skriflegar athugasemdir við þessar tillögur borgarinnar með bréfi dagsettu 27. febrúar, tillögur sem þrengja verulega að Laugardalsvelli og starfsemi KSÍ, og gerði aftur skriflegar athugasemdir með bréfi dagsettu 24. júní. Þessum athugasemdum hefur verið fylgt eftir með frekari bréfaskriftum og fundum með fulltrúum borgarinnar. Samskipti hafa þó að miklu leyti farið í gegnum verktaka sem starfar á svæðinu og hefur hafið framkvæmdir þrátt fyrir að ekki sé búið að skipuleggja svæðið. Í bréfi KSÍ dagsettu 27. febrúar eru gerðar alvarlegar athugasemdir við samráðsskort Reykjavíkurborgar við KSÍ í undirbúningi verkefnisins, enda ljóst af hálfu KSÍ að fyrirhuguð framkvæmd myndi hafa mikil og neikvæð áhrif á aðgengis- og öryggismál á Laugardalsvelli. Athugasemdir KSÍ snúa m.a. að þeirri fyrirætlan borgaryfirvalda að loka annarri akstursleiðinni að bílastæðum Laugardalsvallar og vera þannig eingöngu með eina leið opna (innakstur/útakstur). Það er óásættanlegt og óskiljanlegt að borgaryfirvöld líti svo á að ein leið dugi fyrir akandi vallargesti og aðra sem sækja þjónustu á svæðið við Laugardalsvöll, svo ekki sé minnst á að þarna væri um einungis eina leið fyrir viðbragðsaðila til að komast til og frá leikvanginum ef slys verða eða ef hættuástand skapast. Í greiningu sem KSÍ fékk verkfræðistofu til að vinna kemur m.a. fram að "Tvennar tengingar frá bílastæðum yfir á Reykjaveg eru ófrávíkjanlegur öryggisþáttur vegna notkunar Laugardalsvallar fyrir fjölmenna viðburði og augljós hagur fyrir alla starfsemi á svæðinu”. Í bréfi dagsettu 24. júní er fyrri athugasemdum fylgt eftir og aftur gerir KSÍ verulegar athugasemdir við tildrög verkefnisins og skort á samráði Reykjavíkurborgar við undirbúning þess. Vakin er athygli á því að nýlega hefur verið tekin ákvörðun af hálfu stjórnvalda að ráðast í veigamikla uppbyggingu innviða í þágu íþróttahreyfingarinnar sem fela m.a. í sér byggingu nýrrar þjóðarhallar og þjóðarleikvangs á skilgreindu íþróttasvæði í Laugardal. KSÍ telur það skjóta skökku við að skömmu síðar standi til að breyta aðalskipulagi á þann hátt að skilgreint „íþróttasvæði“ verði minnkað sem nemur um 1 hektara lands. Einnig kemur fram að upprunalegt deiliskipulag svæðisins gerði ráð fyrir mögulegri uppbyggingu tímabundins leikskólaúrræðis á umræddu svæði, en nú er stefnt að breytingu á aðalskipulagi samhliða deiliskipulagsbreytingu, sem gefur til kynna að verið sé að skipuleggja umrætt svæði til framtíðar, þó fram komi í gögnum borgarinnar að um tímabundna framkvæmd sé að ræða - til allt að 15 ára (!). KSÍ er vel meðvitað um og hefur fullan skilning á þeim vanda sem stendur Reykjavík fyrir höndum í skólamálum. KSÍ hefur í gegnum tíðina lagt sitt af mörkum við það að leysa ýmis konar vanda í þessum efnum – m.a. tekið til sín heilu árgangana í aðstöðu KSÍ. Kennsla hefur farið fram í húsnæði KSÍ allt frá árinu 2019 vegna vandamála í Fossvogsskóla, Laugarnesskóla og einnig vegna eldhræringa í Grindavík. Í tilefni uppbyggingar sem er fyrirhuguð á þjóðarleikvanginum Laugardalsvelli hefur KSÍ bent á að það væri hægt að haga uppbyggingu Laugardalsvallar með þeim hætti að mannvirkið nýtist undir kennslu og aðra starfsemi skóla í hverfinu á meðan framkvæmdir fara fram á skólahúsnæðum. Tillögur KSÍ hafa ekki hlotið hljómgrunn til þessa en sambandið telur að sátt myndi ríkja um slíka uppbyggingu, enda kæmi hún til með að nýtast til framtíðar og fela í sér minna rask á núverandi skipulagi svæðisins og nærumhverfi. KSÍ lýsir yfir vonbrigðum og áhyggjum yfir vinnubrögðum Reykjavíkurborgar til þessa við vinnslu málsins. Líkt og að framan greinir virðist umsagnar- og hagaðilum ekki hafa verið tilkynnt með nægjanlegum hætti um tillögur að breyttri landnotkun á sínum tíma og þurfti KSÍ að hafa frumkvæði að því að spyrja spurninga þegar vinnuvélar mættu í Laugardalinn og hófu framkvæmdir skömmu fyrir landsleik kvennalandsliðsins gegn Frakklandi sem fór fram 3. júní sl. Enn hafa ekki fengist skýr svör við því á hvaða grundvelli framkvæmdir eru hafnar en til þessa hefur verið vísað til þess að núgildandi deiliskipulag veiti heimild fyrir þeirri vinnu sem er hafin. Þessar skýringar telur KSÍ verulega vafasamar, enda er ljóst að ekki er lengur stefnt að því að byggja leikskólaúrræði á svæðinu líkt og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir. Þá er ótækt að engin svör fáist frá byggingar- og skipulagsfulltrúa um leyfi fyrir framkvæmdum eða stöðu mála. Hagaðilar verða að geta átt samskipti við þau embætti innan Reykjavíkurborgar sem eiga að hafa eftirlit með framkvæmdum og sjá til þess að farið sé að lögum og reglum við skipulag og byggingu mannvirkja. Stjórn KSÍ
Frá stjórn KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) var snemma á árinu upplýst um fyrirhugaðar framkvæmdir og uppsetningu á skólaþorpi við Laugardalsvöll. Samkvæmt upplýsingum á skólaþorpið að samanstanda af 16 stökum stofum með tengigöngum og stærð hverrar stofu um 80 fermetrar. Þar að auki eigi að koma fyrir stórri byggingu sem er um það bil 900 fermetrar. Í kringum og milli þessara bygginga mun svo vera komið fyrir aðgangsleiðum og útiaðstöðu fyrir skólaúrræði. KSÍ gerði skriflegar athugasemdir við þessar tillögur borgarinnar með bréfi dagsettu 27. febrúar, tillögur sem þrengja verulega að Laugardalsvelli og starfsemi KSÍ, og gerði aftur skriflegar athugasemdir með bréfi dagsettu 24. júní. Þessum athugasemdum hefur verið fylgt eftir með frekari bréfaskriftum og fundum með fulltrúum borgarinnar. Samskipti hafa þó að miklu leyti farið í gegnum verktaka sem starfar á svæðinu og hefur hafið framkvæmdir þrátt fyrir að ekki sé búið að skipuleggja svæðið. Í bréfi KSÍ dagsettu 27. febrúar eru gerðar alvarlegar athugasemdir við samráðsskort Reykjavíkurborgar við KSÍ í undirbúningi verkefnisins, enda ljóst af hálfu KSÍ að fyrirhuguð framkvæmd myndi hafa mikil og neikvæð áhrif á aðgengis- og öryggismál á Laugardalsvelli. Athugasemdir KSÍ snúa m.a. að þeirri fyrirætlan borgaryfirvalda að loka annarri akstursleiðinni að bílastæðum Laugardalsvallar og vera þannig eingöngu með eina leið opna (innakstur/útakstur). Það er óásættanlegt og óskiljanlegt að borgaryfirvöld líti svo á að ein leið dugi fyrir akandi vallargesti og aðra sem sækja þjónustu á svæðið við Laugardalsvöll, svo ekki sé minnst á að þarna væri um einungis eina leið fyrir viðbragðsaðila til að komast til og frá leikvanginum ef slys verða eða ef hættuástand skapast. Í greiningu sem KSÍ fékk verkfræðistofu til að vinna kemur m.a. fram að "Tvennar tengingar frá bílastæðum yfir á Reykjaveg eru ófrávíkjanlegur öryggisþáttur vegna notkunar Laugardalsvallar fyrir fjölmenna viðburði og augljós hagur fyrir alla starfsemi á svæðinu”. Í bréfi dagsettu 24. júní er fyrri athugasemdum fylgt eftir og aftur gerir KSÍ verulegar athugasemdir við tildrög verkefnisins og skort á samráði Reykjavíkurborgar við undirbúning þess. Vakin er athygli á því að nýlega hefur verið tekin ákvörðun af hálfu stjórnvalda að ráðast í veigamikla uppbyggingu innviða í þágu íþróttahreyfingarinnar sem fela m.a. í sér byggingu nýrrar þjóðarhallar og þjóðarleikvangs á skilgreindu íþróttasvæði í Laugardal. KSÍ telur það skjóta skökku við að skömmu síðar standi til að breyta aðalskipulagi á þann hátt að skilgreint „íþróttasvæði“ verði minnkað sem nemur um 1 hektara lands. Einnig kemur fram að upprunalegt deiliskipulag svæðisins gerði ráð fyrir mögulegri uppbyggingu tímabundins leikskólaúrræðis á umræddu svæði, en nú er stefnt að breytingu á aðalskipulagi samhliða deiliskipulagsbreytingu, sem gefur til kynna að verið sé að skipuleggja umrætt svæði til framtíðar, þó fram komi í gögnum borgarinnar að um tímabundna framkvæmd sé að ræða - til allt að 15 ára (!). KSÍ er vel meðvitað um og hefur fullan skilning á þeim vanda sem stendur Reykjavík fyrir höndum í skólamálum. KSÍ hefur í gegnum tíðina lagt sitt af mörkum við það að leysa ýmis konar vanda í þessum efnum – m.a. tekið til sín heilu árgangana í aðstöðu KSÍ. Kennsla hefur farið fram í húsnæði KSÍ allt frá árinu 2019 vegna vandamála í Fossvogsskóla, Laugarnesskóla og einnig vegna eldhræringa í Grindavík. Í tilefni uppbyggingar sem er fyrirhuguð á þjóðarleikvanginum Laugardalsvelli hefur KSÍ bent á að það væri hægt að haga uppbyggingu Laugardalsvallar með þeim hætti að mannvirkið nýtist undir kennslu og aðra starfsemi skóla í hverfinu á meðan framkvæmdir fara fram á skólahúsnæðum. Tillögur KSÍ hafa ekki hlotið hljómgrunn til þessa en sambandið telur að sátt myndi ríkja um slíka uppbyggingu, enda kæmi hún til með að nýtast til framtíðar og fela í sér minna rask á núverandi skipulagi svæðisins og nærumhverfi. KSÍ lýsir yfir vonbrigðum og áhyggjum yfir vinnubrögðum Reykjavíkurborgar til þessa við vinnslu málsins. Líkt og að framan greinir virðist umsagnar- og hagaðilum ekki hafa verið tilkynnt með nægjanlegum hætti um tillögur að breyttri landnotkun á sínum tíma og þurfti KSÍ að hafa frumkvæði að því að spyrja spurninga þegar vinnuvélar mættu í Laugardalinn og hófu framkvæmdir skömmu fyrir landsleik kvennalandsliðsins gegn Frakklandi sem fór fram 3. júní sl. Enn hafa ekki fengist skýr svör við því á hvaða grundvelli framkvæmdir eru hafnar en til þessa hefur verið vísað til þess að núgildandi deiliskipulag veiti heimild fyrir þeirri vinnu sem er hafin. Þessar skýringar telur KSÍ verulega vafasamar, enda er ljóst að ekki er lengur stefnt að því að byggja leikskólaúrræði á svæðinu líkt og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir. Þá er ótækt að engin svör fáist frá byggingar- og skipulagsfulltrúa um leyfi fyrir framkvæmdum eða stöðu mála. Hagaðilar verða að geta átt samskipti við þau embætti innan Reykjavíkurborgar sem eiga að hafa eftirlit með framkvæmdum og sjá til þess að farið sé að lögum og reglum við skipulag og byggingu mannvirkja. Stjórn KSÍ
Laugardalsvöllur KSÍ Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira