Íslenski boltinn

Cosic kominn í KR-búninginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Amin Cosic er búinn að skipta úr grænu yfir í svarthvítt.
Amin Cosic er búinn að skipta úr grænu yfir í svarthvítt. @krreykjavik1899

Amin Cosic hefur skrifað undir samning við KR út tímabilið 2028 en hann kemur frá Lengjudeildarliði Njarðvíkur.

Amin er kantmaður sem hefur skorað sex mörk í tólf deildarleikjum með Njarðvík í sumar þar á meðal sigurmarkið í síðasta leik á móti Fylki í Árbænum.

Njarðvíkurliðið tapaði ekki deildarleik með Cosic innanborðs í sumar. Hann skoraði mörkin sín á móti Fylki (2), HK, Selfoss, Grindavík og Völsungi.

Cosic er komin með félagsskipti yfir í KR og eins og sjá má á samfélagsmiðlum KR þá er hann kominn í KR-búninginn.

Fyrsti leikur hans gæti verið á móti Breiðabliki á Meistaravöllum á laugardaginn en það er fyrsti leikurinn á nýjum gervigrasvelli KR-inga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×