Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júlí 2025 14:30 Vilhjálmur Árnason er hugsi yfir alþjóðlegri vernd þeirra sem endurtekið komist í kast við lögin eða ógni öryggi og friði samborgara sinna. Vísir/Anton/Sigurjón Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að vísa ætti palestínskum karlmanni sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara í gær úr landi. Þingmaðurinn telur að fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar vegna alvarlegra glæpa þurfi að ganga lengra og ná til þeirra sem ógni öryggi og friði samborgara sinna. Uppi varð fótur og fit við utanríkisráðuneytið þar sem mótmælandi úr hópnum Ísland-Palestína skvetti rauðri málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins sem var þar við störf. Ljósmyndarinn hyggst kæra skvettarann til lögreglu. „Ég reikna með því að kæra þetta mál. Prinsipplega getum við ekki látið þetta yfir okkur ganga sem stétt,“ segir Eyþór Árnason ljósmyndari í samtali við fréttastofu. Sá heitir Naji Asar og kom til Íslands frá Grikklandi sumarið 2021 þaðan sem hann flúði nokkru áður frá Palestínu. Fram kom í viðtali við hann í desember 2023 að hann flúði Gasa árið 2018 ásamt föður sínum og þremur frændum á grunnskólaaldri. Þá stóð hann fyrir tjaldbúðum ásamt fleiri Palestínumönnum á Austurvelli og kölluðu eftir því að stjórnvöld beittu sér fyrir því að fjölskyldumeðlimir hans, sem hefðu fengið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar, kæmust til Íslands. Fjölmargir hafa fordæmt skvettu Asar í gær, samtökin Ísland-Palestína hafa harmað atvikið í yfirlýsingu auk þess sem Blaðamannafélag Íslands og Blaðaljósmyndarafélag Íslands hafa sagt gjörningin skelfilegan. Asar hefur sagt á Instagram að um brandara hafi verið að ræða hjá Palestínumanni, föstum á Íslandi, sem þrái ekkert heitar en að geta lifað eðlilegu lífi í Palestínu. Tilefni skvettunnar virðist hafa verið ósætti við umfjöllun Morgunblaðsins um ástandið á Gasa. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir grafalvarlegt þegar ráðist sé á fjölmiðlamenn. „Slík framkoma er árás á tjáningarfrelsið og það lýðræðissamfélag sem Ísland svo sannarlega er,“ segir Vilhjálmur. „Í þessu tilfelli er um að ræða palestínskan flóttamann sem hefur áður viðurkennt að hafa verið handtekinn í tengslum við mótmæli, og nú hefur hann aftur brotið alvarlega af sér. Slíkt er ekki aðeins brot á lögum, það er algjör vanvirðing við þau gildi sem við byggjum íslenskt samfélag á.“ Vísar Vilhjálmur til þess að Asar hefur áður verið handtekinn vegna mótmæla hér á landi. „Þegar fólk fær að njóta þeirra forréttinda að fá vernd í einu friðsælasta og frjálslyndasta samfélagi heims, þá fylgir því einnig sú skylda að virða lög og reglur og taka þátt í samfélaginu af ábyrgð. Þeir sem ekki treysta sér til þess, eiga ekki að njóta áframhaldandi verndar.“ Vilhjálmur telur ljóst að samfélagið þurfi að setja skýrari mörk, löggjöf og framkvæmd hennar þurfi að vera skýrari og ákveðnari. Vísar hann til væntanlegs frumvarps dómsmálaráðherra þess efnis að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þegar fólk brjóti alvarlega af sér hér á landi. Það sé ekki nóg. „Við verðum að ganga lengra en fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra gerir ráð fyrir. Þegar Alþingi kemur saman að nýju verður að endurskoða reglur um dvalarleyfi þeirra sem brjóta af sér, þannig að hægt verði að vísa þeim úr landi. Ekki aðeins þegar um er að ræða verstu glæpi, heldur einnig þegar menn ógna öryggi og friði samborgara sinna. Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar.“ Lögreglumál Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
Uppi varð fótur og fit við utanríkisráðuneytið þar sem mótmælandi úr hópnum Ísland-Palestína skvetti rauðri málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins sem var þar við störf. Ljósmyndarinn hyggst kæra skvettarann til lögreglu. „Ég reikna með því að kæra þetta mál. Prinsipplega getum við ekki látið þetta yfir okkur ganga sem stétt,“ segir Eyþór Árnason ljósmyndari í samtali við fréttastofu. Sá heitir Naji Asar og kom til Íslands frá Grikklandi sumarið 2021 þaðan sem hann flúði nokkru áður frá Palestínu. Fram kom í viðtali við hann í desember 2023 að hann flúði Gasa árið 2018 ásamt föður sínum og þremur frændum á grunnskólaaldri. Þá stóð hann fyrir tjaldbúðum ásamt fleiri Palestínumönnum á Austurvelli og kölluðu eftir því að stjórnvöld beittu sér fyrir því að fjölskyldumeðlimir hans, sem hefðu fengið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar, kæmust til Íslands. Fjölmargir hafa fordæmt skvettu Asar í gær, samtökin Ísland-Palestína hafa harmað atvikið í yfirlýsingu auk þess sem Blaðamannafélag Íslands og Blaðaljósmyndarafélag Íslands hafa sagt gjörningin skelfilegan. Asar hefur sagt á Instagram að um brandara hafi verið að ræða hjá Palestínumanni, föstum á Íslandi, sem þrái ekkert heitar en að geta lifað eðlilegu lífi í Palestínu. Tilefni skvettunnar virðist hafa verið ósætti við umfjöllun Morgunblaðsins um ástandið á Gasa. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir grafalvarlegt þegar ráðist sé á fjölmiðlamenn. „Slík framkoma er árás á tjáningarfrelsið og það lýðræðissamfélag sem Ísland svo sannarlega er,“ segir Vilhjálmur. „Í þessu tilfelli er um að ræða palestínskan flóttamann sem hefur áður viðurkennt að hafa verið handtekinn í tengslum við mótmæli, og nú hefur hann aftur brotið alvarlega af sér. Slíkt er ekki aðeins brot á lögum, það er algjör vanvirðing við þau gildi sem við byggjum íslenskt samfélag á.“ Vísar Vilhjálmur til þess að Asar hefur áður verið handtekinn vegna mótmæla hér á landi. „Þegar fólk fær að njóta þeirra forréttinda að fá vernd í einu friðsælasta og frjálslyndasta samfélagi heims, þá fylgir því einnig sú skylda að virða lög og reglur og taka þátt í samfélaginu af ábyrgð. Þeir sem ekki treysta sér til þess, eiga ekki að njóta áframhaldandi verndar.“ Vilhjálmur telur ljóst að samfélagið þurfi að setja skýrari mörk, löggjöf og framkvæmd hennar þurfi að vera skýrari og ákveðnari. Vísar hann til væntanlegs frumvarps dómsmálaráðherra þess efnis að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þegar fólk brjóti alvarlega af sér hér á landi. Það sé ekki nóg. „Við verðum að ganga lengra en fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra gerir ráð fyrir. Þegar Alþingi kemur saman að nýju verður að endurskoða reglur um dvalarleyfi þeirra sem brjóta af sér, þannig að hægt verði að vísa þeim úr landi. Ekki aðeins þegar um er að ræða verstu glæpi, heldur einnig þegar menn ógna öryggi og friði samborgara sinna. Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar.“
Lögreglumál Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira