Fótbolti

Brynjar Ingi í þýsku B-deildina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brynjar Ingi Bjarnason í landsleik.
Brynjar Ingi Bjarnason í landsleik. Getty/Juan Mauel Serrano Arce

Varnarmaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason er búinn að finna sér nýtt félag fyrir komandi vetur.

Hann samdi við þýska B-deildarliðið Greuther Fürth en liðið hafnaði í þrettánda sæti í deildinni á síðustu leiktíð.

Hann kemur til liðsins frá norska liðinu HamKam en þar áður lék hann með Vålerenga í Noregi. KA-maðurinn hóf atvinnumannaferil sinn hjá Lecce á Ítalíu árið 2021.

Samningur Brynjars Inga, sem er 25 ára, við þýska félagið er til tveggja ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×