Sport

Dag­skráin í dag: Breiða­blik í Pól­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Blikar eru mættir til Póllands.
Blikar eru mættir til Póllands. Vísir/Anton Brink

Það er stórleikur í Póllandi í dag. Íslandsmeistarar Breiðabliks sækja Lech Poznan heim í undankeppni Meistaradeildar Evrópu.

SÝN Sport

Klukkan 18.20 hefst útsending frá Poznan þar sem Íslandsmeistararnir eru í heimsókn. Um er að ræða aðra umferð undankeppninnar en Breiðablik lagði Egnatia frá Albaníu 5-1 samanlagt.

Gísli Gottskálk Þórðarson og félagar í Poznan hafa byrjað tímabilið illa og tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á leiktíðinni.

Leikurinn hefst klukkan 18.30. Um er að ræða fyrri leik liðanna, sá síðari fer fram á Kópavogsvelli í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×