„Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Eiður Þór Árnason skrifar 19. júlí 2025 17:31 Bjarni Benediktsson segist æ oftar finna sig í aðstæðum þar sem hann hugsi: „Hérna væri ég ekki ef ég hefði verið á þinginu.“ vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, saknar þess ekki að vera á Alþingi. Frelsi felist í því að hreinsa dagskrána, ferðast um landið á nýkeyptum pallbíl og vinna upp tímann sem vinnan tók frá fjölskyldunni. Bjarni ræddi við Ásu Ninnu Pétursdóttur og Svavar Örn Svavarsson á léttu nótunum í Bakaríinu á Bylgjunni og fór yfir lífið eftir stjórnmálin, karaókí og barferðir þingmanna. Bjarni hætti á þingi í byrjun árs og lét af formennsku í Sjálfstæðisflokknum í mars eftir langan feril í stjórnmálum. Hann hefur nú í fyrsta sinn í yfir tuttugu ár einungis fylgst með þinginu úr fjarlægð. „Þetta hefur nú verið mikið átakaþing og það fór ekki fram hjá neinum. Kannski óþarflega mikil átök að mínu mati. Það hefur auðvitað alltaf þurft að semja um þinglok og það sem mér fannst sérstakt við þetta þing var það að ríkisstjórnin kemur allt allt of seint með risastórt mál,“ segir Bjarni og vísar þar til veiðigjaldsfrumvarps atvinnuvegaráðherra. „Það er í gildi starfsáætlun á Alþingi um það hvenær þú getur komið málum að og gamla reglan er sú að ríkisstjórn sem vill klára mál þarf að vita það að hún þarf að koma snemma með þau mál en þetta mál sem var aðalágreiningsefnið kom mánuði of seint miðað við reglurnar. Svo er það bara sett í forgang og það verður auðvitað til þess að uppskera ríkisstjórnarinnar er jú að þau fá á endanum það mál samþykkt en annað situr á hakanum, uppistaðan að öllu öðru og mér finnst mjög sérstakt að horfa á að stjórnarandstöðunni sé kennt um það vegna þess hver aðdragandinn er.“ „En nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu og ég ætlaði bara að tala um silungsveiðar eða eitthvað svoleiðis,“ bætir Bjarni við. „Ég get nú bara alveg viðurkennt það að ég sakna þess ekkert sérstaklega að vera niðri á þingi.“ Stemningin þar síðustu mánuði hafi kannski haft einhver áhrif þar á en einnig sú staðreynd að hann var búinn að vera þar í yfir tuttugu ár. „Þannig að mér fannst líka bara vera komið gott.“ Tók breytingunni fagnandi Bjarni segir það hafa tekið smá tíma að kúpla sig út og venjast því að vera kominn úr stjórnmálunum. „Maður varð aðeins eirðarlaus til að byrja með en ég var ekkert lengi að njóta þess að vera ekki með dagskrá.“ Þrátt fyrir að hann hafi tekið ákvörðun um að draga sig úr stjórnmálum í byrjun árs hafi honum ekki fundist hann vera almennilega hættur fyrr en Guðrún Hafsteinsdóttir tók við sem nýr formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi í byrjun mars. Bjarni Benediktsson var formaður Sjálfstæðisflokksins á árunum 2009 til 2024.vísir/vilhelm „Þá fann ég fyrir þessari tilfinningu að það hefði raunverulega átt sér stað breyting. Þá var ég búinn að ganga frá öllum formlegheitum og var ekki með neitt í dagbókinni sem var dálítið nýtt fyrir mig. Ég vissi oft ekki nákvæmlega hvað ég var að fara að gera þegar ég lagði af stað á morgnana og svo skolaði manni heim klukkan sjö eða átta á kvöldin og hafði verið að alveg stanslaust allan daginn. Þannig að það er mikil breyting en ég fagna þeirri breytingu,“ sagði Bjarni í Bakaríinu á Bylgunni. Þessu hafi fylgt mikið frelsi til að rækta áhugamálin og ferðast um landið á nýja bandaríska GMC pallbílnum. Hann hafi keyrt bílinn um 6.500 kílómetra á sjö vikum, farið í flesta landshluta og einnig farið út í fjölda utanlandsferða. Dagskráin samt stöppuð „Ég hef getað sagt nánast alls staðar þar sem ég hef farið með fólki við einhver góð tilefni, í útreiðartúrnum um daginn og svona: „Heyrðu, hérna væri ég ekki ef ég hefði verið á þinginu.“ Ég hefði ekki verið í gönguferðinni á Hornströndum. Ég hefði ekki verið í hjólreiðaferðinni eða í mörgum af þeim ferðum sem ég hef farið.“ „Já, ég er búinn að vera að rækta áhugamálin mjög vel og nánast gert allt sem ég kann, spilað meira golf heldur en uppsafnað síðustu tíu ár, þó að ég hafi ekkert spilað neitt sérstaklega mikið. Þannig að ég hef verið að njóta þess að gera þessa hluti sem maður hafði áður ekki svigrúm til þess að gera. Og það ótrúlega er að dagskráin er einmitt af þeim sökum alltaf stöppuð upp á nýtt, bara af öðrum áhugamálum og öðrum hlutum, samverustundum með fjölskyldunni og svona,“ bætir Bjarni við. Það sé frelsandi að þurfa ekki lengur að ákveða hluti mjög langt fram í tímann. „Það er bara frábært.“ Bjarni Benediktsson hóf þingferil sinn árið 2003 og náði hann út 2024. vísir/vilhelm Á sitt lag í karaókí Þegar talið berst að uppáhalds karaókí-lagi Bjarna segist hann hvorki vera tónviss né með góða söngrödd. „Ég er alveg skelfilegur söngmaður en auðvitað reyni ég þegar ég fæ míkrafóninn og lagið sem ég reyni gjarnan við þegar er verið að skemmta sér með karaókígræjum er Oh Darling með Bítlunum,“ segir Bjarni léttur. „Ég get ekki flutt það mjög vel en þetta er gott lag.“ Söngur hafi einnig komið við sögu í óvæntri ferð hans með formönnum Viðreisnar, Miðflokksins og Flokks fólksins árið 2018. „Ég man eftir einni skemmtilegri ferð. Þá hafði átt sér stað stjórnarskrárvinna formanna flokkanna á Þingvöllum og við höfðum ákveðið að safnast saman í færri bíla í stað þess að vera hver að koma á sínum austur.“ Vakti athygli á Álfinum sportbar Bjarni segir að þegar vinnu formanna lauk á Þingvöllum hafi verið farið í kvöldferð og svo hafi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, farið í bíl með Bjarna þegar þau yfirgáfu Þingvelli. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er mikil söngkona og þekkt fyrir að taka reglulega lagið.Vísir/Anton Brink „Við hækkuðum svona aðeins í græjunum á leiðinni í bæinn og það fór að myndast sú stemmning þarna þegar við vorum að nálgast Mosfellsbæ að við hlytum nú að kíkja á einn bar áður en við færum hvert til síns heima og það var náttúrlega úr að við stoppuðum á [Kaffi] Áslák,“ segir Bjarni og heldur áfram: „Það var reyndar enginn þar inni þegar við komum en við fengum okkur einn drykk þar og þegar því var lokið þá var svona: „Þetta var nú ekki alveg nógu gott sko. Það var enginn þarna einhvern veginn og tökum kannski einn drykk áður en við förum heim“ og það varð úr að við fórum á Álfinn í Lóuhólum [í Breiðholti].“ „Þar var margt fólk og eiginlega fullt hús og það var lifandi tónlist uppi á sviði og klukkan hefur verið svona tíu eða eitthvað svoleiðis og það leið ekki á löngu þar til að Inga Sæland hafði kjaftað sig upp á sviðið og var komin með míkrófóninn og söng þar hástöfum. Það var ekki karaókíkvöld en hún söng þar af sínum myndarskap, glæsilega og var með mikla frammistöðu þarna.“ Á sama tíma hafi Bjarni verið staddur á barnum og maður nokkur furðað sig á því hvað formaður Sjálfstæðisflokksins væri að gera inni á sportbarnum. Bjarni segir að skömmu síðar hafi formennirnir ákveðið að koma sér heim. Hlusta má á viðtalið við Bjarna í heild sinni ofar í fréttinni. Sjálfstæðisflokkurinn Bakaríið Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Bylgjan Alþingi Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Bjarni ræddi við Ásu Ninnu Pétursdóttur og Svavar Örn Svavarsson á léttu nótunum í Bakaríinu á Bylgjunni og fór yfir lífið eftir stjórnmálin, karaókí og barferðir þingmanna. Bjarni hætti á þingi í byrjun árs og lét af formennsku í Sjálfstæðisflokknum í mars eftir langan feril í stjórnmálum. Hann hefur nú í fyrsta sinn í yfir tuttugu ár einungis fylgst með þinginu úr fjarlægð. „Þetta hefur nú verið mikið átakaþing og það fór ekki fram hjá neinum. Kannski óþarflega mikil átök að mínu mati. Það hefur auðvitað alltaf þurft að semja um þinglok og það sem mér fannst sérstakt við þetta þing var það að ríkisstjórnin kemur allt allt of seint með risastórt mál,“ segir Bjarni og vísar þar til veiðigjaldsfrumvarps atvinnuvegaráðherra. „Það er í gildi starfsáætlun á Alþingi um það hvenær þú getur komið málum að og gamla reglan er sú að ríkisstjórn sem vill klára mál þarf að vita það að hún þarf að koma snemma með þau mál en þetta mál sem var aðalágreiningsefnið kom mánuði of seint miðað við reglurnar. Svo er það bara sett í forgang og það verður auðvitað til þess að uppskera ríkisstjórnarinnar er jú að þau fá á endanum það mál samþykkt en annað situr á hakanum, uppistaðan að öllu öðru og mér finnst mjög sérstakt að horfa á að stjórnarandstöðunni sé kennt um það vegna þess hver aðdragandinn er.“ „En nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu og ég ætlaði bara að tala um silungsveiðar eða eitthvað svoleiðis,“ bætir Bjarni við. „Ég get nú bara alveg viðurkennt það að ég sakna þess ekkert sérstaklega að vera niðri á þingi.“ Stemningin þar síðustu mánuði hafi kannski haft einhver áhrif þar á en einnig sú staðreynd að hann var búinn að vera þar í yfir tuttugu ár. „Þannig að mér fannst líka bara vera komið gott.“ Tók breytingunni fagnandi Bjarni segir það hafa tekið smá tíma að kúpla sig út og venjast því að vera kominn úr stjórnmálunum. „Maður varð aðeins eirðarlaus til að byrja með en ég var ekkert lengi að njóta þess að vera ekki með dagskrá.“ Þrátt fyrir að hann hafi tekið ákvörðun um að draga sig úr stjórnmálum í byrjun árs hafi honum ekki fundist hann vera almennilega hættur fyrr en Guðrún Hafsteinsdóttir tók við sem nýr formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi í byrjun mars. Bjarni Benediktsson var formaður Sjálfstæðisflokksins á árunum 2009 til 2024.vísir/vilhelm „Þá fann ég fyrir þessari tilfinningu að það hefði raunverulega átt sér stað breyting. Þá var ég búinn að ganga frá öllum formlegheitum og var ekki með neitt í dagbókinni sem var dálítið nýtt fyrir mig. Ég vissi oft ekki nákvæmlega hvað ég var að fara að gera þegar ég lagði af stað á morgnana og svo skolaði manni heim klukkan sjö eða átta á kvöldin og hafði verið að alveg stanslaust allan daginn. Þannig að það er mikil breyting en ég fagna þeirri breytingu,“ sagði Bjarni í Bakaríinu á Bylgunni. Þessu hafi fylgt mikið frelsi til að rækta áhugamálin og ferðast um landið á nýja bandaríska GMC pallbílnum. Hann hafi keyrt bílinn um 6.500 kílómetra á sjö vikum, farið í flesta landshluta og einnig farið út í fjölda utanlandsferða. Dagskráin samt stöppuð „Ég hef getað sagt nánast alls staðar þar sem ég hef farið með fólki við einhver góð tilefni, í útreiðartúrnum um daginn og svona: „Heyrðu, hérna væri ég ekki ef ég hefði verið á þinginu.“ Ég hefði ekki verið í gönguferðinni á Hornströndum. Ég hefði ekki verið í hjólreiðaferðinni eða í mörgum af þeim ferðum sem ég hef farið.“ „Já, ég er búinn að vera að rækta áhugamálin mjög vel og nánast gert allt sem ég kann, spilað meira golf heldur en uppsafnað síðustu tíu ár, þó að ég hafi ekkert spilað neitt sérstaklega mikið. Þannig að ég hef verið að njóta þess að gera þessa hluti sem maður hafði áður ekki svigrúm til þess að gera. Og það ótrúlega er að dagskráin er einmitt af þeim sökum alltaf stöppuð upp á nýtt, bara af öðrum áhugamálum og öðrum hlutum, samverustundum með fjölskyldunni og svona,“ bætir Bjarni við. Það sé frelsandi að þurfa ekki lengur að ákveða hluti mjög langt fram í tímann. „Það er bara frábært.“ Bjarni Benediktsson hóf þingferil sinn árið 2003 og náði hann út 2024. vísir/vilhelm Á sitt lag í karaókí Þegar talið berst að uppáhalds karaókí-lagi Bjarna segist hann hvorki vera tónviss né með góða söngrödd. „Ég er alveg skelfilegur söngmaður en auðvitað reyni ég þegar ég fæ míkrafóninn og lagið sem ég reyni gjarnan við þegar er verið að skemmta sér með karaókígræjum er Oh Darling með Bítlunum,“ segir Bjarni léttur. „Ég get ekki flutt það mjög vel en þetta er gott lag.“ Söngur hafi einnig komið við sögu í óvæntri ferð hans með formönnum Viðreisnar, Miðflokksins og Flokks fólksins árið 2018. „Ég man eftir einni skemmtilegri ferð. Þá hafði átt sér stað stjórnarskrárvinna formanna flokkanna á Þingvöllum og við höfðum ákveðið að safnast saman í færri bíla í stað þess að vera hver að koma á sínum austur.“ Vakti athygli á Álfinum sportbar Bjarni segir að þegar vinnu formanna lauk á Þingvöllum hafi verið farið í kvöldferð og svo hafi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, farið í bíl með Bjarna þegar þau yfirgáfu Þingvelli. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er mikil söngkona og þekkt fyrir að taka reglulega lagið.Vísir/Anton Brink „Við hækkuðum svona aðeins í græjunum á leiðinni í bæinn og það fór að myndast sú stemmning þarna þegar við vorum að nálgast Mosfellsbæ að við hlytum nú að kíkja á einn bar áður en við færum hvert til síns heima og það var náttúrlega úr að við stoppuðum á [Kaffi] Áslák,“ segir Bjarni og heldur áfram: „Það var reyndar enginn þar inni þegar við komum en við fengum okkur einn drykk þar og þegar því var lokið þá var svona: „Þetta var nú ekki alveg nógu gott sko. Það var enginn þarna einhvern veginn og tökum kannski einn drykk áður en við förum heim“ og það varð úr að við fórum á Álfinn í Lóuhólum [í Breiðholti].“ „Þar var margt fólk og eiginlega fullt hús og það var lifandi tónlist uppi á sviði og klukkan hefur verið svona tíu eða eitthvað svoleiðis og það leið ekki á löngu þar til að Inga Sæland hafði kjaftað sig upp á sviðið og var komin með míkrófóninn og söng þar hástöfum. Það var ekki karaókíkvöld en hún söng þar af sínum myndarskap, glæsilega og var með mikla frammistöðu þarna.“ Á sama tíma hafi Bjarni verið staddur á barnum og maður nokkur furðað sig á því hvað formaður Sjálfstæðisflokksins væri að gera inni á sportbarnum. Bjarni segir að skömmu síðar hafi formennirnir ákveðið að koma sér heim. Hlusta má á viðtalið við Bjarna í heild sinni ofar í fréttinni.
Sjálfstæðisflokkurinn Bakaríið Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Bylgjan Alþingi Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“