Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2025 09:03 Alireza Faghani tekur í hendi Donalds Trump en fyrir þetta er hann álitinn verða föðurlandssvikari í Íran. Getty/Robbie Jay Barratt Alireza Faghani dæmdi úrslitaleik HM félagsliða á dögunum en eftirmálar leiksins hafa kallað fram herferð gegn honum í Íran þótt ekkert íranskt félag eða íranskur leikmaður hafi komið við sögu í úrslitaleik Chelsea og Paris Saint Germain. Það voru nefnilega engir dómar í leiknum eða annað sem tengist frammistöðunni hjá dómaranum sem kallaði fram þessi hörðu viðbrögð. Ástæðan er sú að Faghani dómari hitti Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir leikinn. Trump var heiðursgestur á úrslitaleiknum í New York og afhenti leikmönnum og dómurum verðlaun eftir hann. Það var því ómögulegt fyrir Faghani að hitta hann ekki. Hann tók líka í hendi Trump eftir leikinn sem gerði aðeins illt verra. Íranar líta á hann sem svikara enda fáir óvinsælli í Íran en Bandaríkjaforseti eftir árásir bandaríska hersins á landið. Faghani er úthúðað í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum og á götum úti. Frétt um afleiðingar þess að Alireza Faghani hitti Donald Trump.NRK Sport Faghani dæmir fyrir Ástralíu en hann er fæddur í Íran. Faghani flúði Íran í september 2019 en hann hefur alþjóðlegur dómari frá 2008. Faghani hefur mátt þola hótanir og það væri ekki skynsamlegt fyrir hann að heimsækja gamla föðurlandið. Sharam Alghasi norsk-íranskur prófessor segir NRK frá því að mikið hafi verið skrifað um Faghani í Íran. Hann segir að stjórnvöld í landinu hafi ákveðið að gera Faghani að föðurlandssvikara og þar sem þau stjórna öllum fjölmiðlum í landinu er umræðan um hann á einn veg. Mikla athygli vekur líka risastór veggmynd sem hefur verið sett upp í Íran þar sem sjá má Faghani með kartöflu um hálsinn í stað verðlaunapeningsins sem hann fékk fyrir að dæma úrslitaleikinn. Umræddur Alghasi segir að það væri ekki að spyrja að leikslokum ef Faghani myndi heimsækja Íran. „Ef hann kæmi til Íran þá væri hann að fórna öllu,“ sagði Alghasi. HM félagsliða í fótbolta 2025 Íran Donald Trump Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sjá meira
Það voru nefnilega engir dómar í leiknum eða annað sem tengist frammistöðunni hjá dómaranum sem kallaði fram þessi hörðu viðbrögð. Ástæðan er sú að Faghani dómari hitti Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir leikinn. Trump var heiðursgestur á úrslitaleiknum í New York og afhenti leikmönnum og dómurum verðlaun eftir hann. Það var því ómögulegt fyrir Faghani að hitta hann ekki. Hann tók líka í hendi Trump eftir leikinn sem gerði aðeins illt verra. Íranar líta á hann sem svikara enda fáir óvinsælli í Íran en Bandaríkjaforseti eftir árásir bandaríska hersins á landið. Faghani er úthúðað í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum og á götum úti. Frétt um afleiðingar þess að Alireza Faghani hitti Donald Trump.NRK Sport Faghani dæmir fyrir Ástralíu en hann er fæddur í Íran. Faghani flúði Íran í september 2019 en hann hefur alþjóðlegur dómari frá 2008. Faghani hefur mátt þola hótanir og það væri ekki skynsamlegt fyrir hann að heimsækja gamla föðurlandið. Sharam Alghasi norsk-íranskur prófessor segir NRK frá því að mikið hafi verið skrifað um Faghani í Íran. Hann segir að stjórnvöld í landinu hafi ákveðið að gera Faghani að föðurlandssvikara og þar sem þau stjórna öllum fjölmiðlum í landinu er umræðan um hann á einn veg. Mikla athygli vekur líka risastór veggmynd sem hefur verið sett upp í Íran þar sem sjá má Faghani með kartöflu um hálsinn í stað verðlaunapeningsins sem hann fékk fyrir að dæma úrslitaleikinn. Umræddur Alghasi segir að það væri ekki að spyrja að leikslokum ef Faghani myndi heimsækja Íran. „Ef hann kæmi til Íran þá væri hann að fórna öllu,“ sagði Alghasi.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Íran Donald Trump Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sjá meira