Fótbolti

Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistara­deildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Joel Pereira og Filip Szymczak, leikmenn Lech Poznan.
Joel Pereira og Filip Szymczak, leikmenn Lech Poznan. Grzegorz Wajda/Getty Images

Davíð Kristján Ólafsson og liðsfélagar hans í Cracovia unnu 4-1 stórsigur á Gísla Gottskálk Þórðarsyni og félögum hans í Lech Poznan í 1. umferð efstu deildar Póllands.

Gísli Gottskálk var þarna að spila sinn fyrsta knattspyrnuleik í nærri hálft ár eftir erfið meiðsli. Ekki var um neina draumabyrjun að ræða þar sem gestirnir unnu eins og áður segir stórsigur. Ajdin Hasić skoraði þrennu fyrir Cracovia.

Davíð Kristján nældi sér í gult spjald og lék allan leikinn í vinstri vængbakverði á meðan Gísli Gottskál hóf leik framarlega á miðjunni en var tekinn af velli á 62. mínútu.

Um er að ræða annað tap Lech Poznan í upphafi tímabils en liðið tapaði á dögunum 2-1 fyrir Legía Varsjá í leiknum um Ofurbikar Póllands. Næsti leikur liðsins er svo gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×