Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2025 15:18 Lars Lagerbäck hefur starfað sem sérfræðingur í sænsku sjónvarpi síðan að hann hætti að þjálfa. Getty/Michael Campanella Lars Lagerbäck kom sænska landsliðsþjálfaranum Peter Gerhardsson til varnar eftir að sænska kvennalandsliðið missti niður tveggja marka forystu í átta liða úrslitunum á móti Englandi í gærkvöldi. Sænska liðið komst í 2-0 í leiknum en fékk á sig tvö mörk á lokamínútum leiksins. Í vítakeppninni fékk sænska landsliðið nokkur tækifæri til að tryggja sig áfram en þær klúðruðu alls fimm vítaspyrnum. England vann vítakeppnina 3-2 og komst í undanúrslitin. „Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta, fyrir að klikka á vítaspyrnu í vítakeppni,“ sagði Lars Lagerbäck, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins. Lagerbäck lenti í því sama þegar hann þjálfaði sænska karlalandsliðið með Tommy Söderberg á EM 2004. Sænska landsliðið tapaði þá í vítakeppni á móti Hollendingum eftir að Zlatan Ibrahimovic og Olof Mellberg klikkuðu báðir á sínum vítaspyrnum. Í gær voru það Filippa Angeldahl, Magdalena Eriksson, Jennifer Falk, Sofia Jakobsson og Smilla Holmberg sem tókst ekki að skora úr sínum vítaspyrnum. „Vanalega í fótboltaliði þá er enginn tekinn af lífi vegna þess að þeir klikkuðu á víti. Það þekkja allir þessa tilfinningu. Ef eitthvað er sagt á þessum tímapunkti þá er það eitthvað jákvætt,“ sagði Lagerbäck. „Við reynum að styðja við bakið á þeim sem finnst þau hafa brugðist öllum,“ sagði Lagerbäck. „Þetta mun samt án efa svíða. Ég veit það í gengum þá sem klikkuðu á víti á EM í Portúgla (EM 2004). Þetta mun herja á þær lengi,“ sagði Lagerbäck. Sænska goðsögnin Lotta Schelin gagnrýndi það að átján ára stelpa hafi verið látin taka víti þegar fjórar munu reyndari áttu eftir að taka víti. Hennar víti réði á endanum úrslitum því enska liðið var búið að vinna um leið og hún skaut yfir. Smilla Holmberg er aðeins átján ára gömul og að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti. „Það mikilvægasta hér er að hún fái stuðning frá liðsfélögum sínum, bæði leikmönnum og starfsmönnum. Mér fannst hún fá það,“ sagði Lagerbäck. „Það var betra fyrir hana að hún var ekki sú eina sem klikkaði. Margir af reynslumestu leikmönnum liðsins klikkuðu líka,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck er ekki á því að landsliðsþjálfarinn hafi átt að gera eitthvað öðruvísi þegar kom að skiptingum eða vali á vítaskyttum. „Utan frá séð þá fannst mér hann gera þetta rétt,“ sagði Lagerbäck. EM 2025 í Sviss Sænski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira
Sænska liðið komst í 2-0 í leiknum en fékk á sig tvö mörk á lokamínútum leiksins. Í vítakeppninni fékk sænska landsliðið nokkur tækifæri til að tryggja sig áfram en þær klúðruðu alls fimm vítaspyrnum. England vann vítakeppnina 3-2 og komst í undanúrslitin. „Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta, fyrir að klikka á vítaspyrnu í vítakeppni,“ sagði Lars Lagerbäck, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins. Lagerbäck lenti í því sama þegar hann þjálfaði sænska karlalandsliðið með Tommy Söderberg á EM 2004. Sænska landsliðið tapaði þá í vítakeppni á móti Hollendingum eftir að Zlatan Ibrahimovic og Olof Mellberg klikkuðu báðir á sínum vítaspyrnum. Í gær voru það Filippa Angeldahl, Magdalena Eriksson, Jennifer Falk, Sofia Jakobsson og Smilla Holmberg sem tókst ekki að skora úr sínum vítaspyrnum. „Vanalega í fótboltaliði þá er enginn tekinn af lífi vegna þess að þeir klikkuðu á víti. Það þekkja allir þessa tilfinningu. Ef eitthvað er sagt á þessum tímapunkti þá er það eitthvað jákvætt,“ sagði Lagerbäck. „Við reynum að styðja við bakið á þeim sem finnst þau hafa brugðist öllum,“ sagði Lagerbäck. „Þetta mun samt án efa svíða. Ég veit það í gengum þá sem klikkuðu á víti á EM í Portúgla (EM 2004). Þetta mun herja á þær lengi,“ sagði Lagerbäck. Sænska goðsögnin Lotta Schelin gagnrýndi það að átján ára stelpa hafi verið látin taka víti þegar fjórar munu reyndari áttu eftir að taka víti. Hennar víti réði á endanum úrslitum því enska liðið var búið að vinna um leið og hún skaut yfir. Smilla Holmberg er aðeins átján ára gömul og að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti. „Það mikilvægasta hér er að hún fái stuðning frá liðsfélögum sínum, bæði leikmönnum og starfsmönnum. Mér fannst hún fá það,“ sagði Lagerbäck. „Það var betra fyrir hana að hún var ekki sú eina sem klikkaði. Margir af reynslumestu leikmönnum liðsins klikkuðu líka,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck er ekki á því að landsliðsþjálfarinn hafi átt að gera eitthvað öðruvísi þegar kom að skiptingum eða vali á vítaskyttum. „Utan frá séð þá fannst mér hann gera þetta rétt,“ sagði Lagerbäck.
EM 2025 í Sviss Sænski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira