Handbolti

Erlangen stað­festir komu Andra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andri Már Rúnarsson er kominn með nýtt lið í þýsku deildinni.
Andri Már Rúnarsson er kominn með nýtt lið í þýsku deildinni. @hcerlangen

Landsliðsmaðurinn Andri Már Rúnarsson er orðinn leikmaður þýska úrvalsdeildarfélagsins HC Erlangen en félagið hefur staðfest komu íslenska leikstjórnandans á miðlum sínum.

Andri er þar með aftur orðinn liðsfélagi Viggós Kristjánssonar en þeir léku saman hjá DHfK Leipzig.

Andri er 22 ára gamall og var búinn að vera hjá Leipzig síðan 2023. Hann var markahæsti íslenski leikmaðurinn í þýsku handboltadeildinni í vetur.

Andri endaði í átjánda sæti yfir markahæstu menn í þýsku Bundesligunni 2024-25 en hann skoraði 157 mörk og gaf 52 stoðsendingar í 33 leikjum. Andri var líka með 57 prósent skotnýtingu.

Andri átti möguleika á því að fara frá félaginu eftir að faðir hans, Rúnar Sigtryggsson, var látinn fara sem þjálfari.

Okkar maður mun berjast um sætið í byrjunarliðinu við norska landsliðsmanninn Sander Överjordet.

„Ég er mjög ánægður með að hafa fengið mjög góðan efstu deildar leikmann í Andra Rúnarssyni til að fylla í skarðið ístöðu sem okkur vantaði leikmann í. Auk þess þá erum við núna komnir með kjarna í þeim Kos, Nissen, Rúnarssyni, Scheerer, Gömmel og Genz sem eru allir 23 ára eða yngri. Þeir geta því allir bætt sinn leik, þeir verða í sextán manna hóp í þýsku Bundesligunni og eru allir tilbúnir að spila hlutverk og taka ábyrgð. Við getum verið spennt fyrir komandi tímabili,“ sagði Johannes Sellin, þjálfari Erlangen í frétt um komu Andra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×