Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2025 08:34 Mynd frá Veðurstofu Íslands af eldgosinu í dag. Veðurstofa Íslands/Getty/Joseph Weiser Golfklúbbur Grindavíkur hefur sent frá sér stutt skilaboð vegna stórfrétta dagsins á Reykjanesinu. Tólfta gosið á Reykjanesnesinu hófst í nótt og það hefur mikil áhrif á eitt íþróttafélag á þessum slóðum. Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti nefnilega að hefjast í dag og standa fram á laugardag. Árlegt mót þar sem kemur í ljós hverjir verða meistarar klúbbsins. Þetta er fjögurra daga mót og lokahófið átti síðan að vera á laugardagskvöldið. Það verður skiljanlegt ekkert af því að fyrsti hringurinn verði spilaður í dag enda eldgos í næsta nágrenni. Skilaboðin á samfélagsmiðlum voru: „Og við hinkrum aðeins með fyrsta dag í meistaramóti...“ Það er því ekki búið að aflýsa mótinu eins og er. Kylfingar í golfklúbbi Grindavíkur þurfa því enn á ný að breyta sínu skipulagi vegna eldsumbrotanna sem hafa staðið yfir í nágrenninu síðan eldgosahrina sem hófst í desember 2023 við Sundhnúksgíga norðan Grindavíkur. Grindavík Golf Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tólfta gosið á Reykjanesnesinu hófst í nótt og það hefur mikil áhrif á eitt íþróttafélag á þessum slóðum. Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti nefnilega að hefjast í dag og standa fram á laugardag. Árlegt mót þar sem kemur í ljós hverjir verða meistarar klúbbsins. Þetta er fjögurra daga mót og lokahófið átti síðan að vera á laugardagskvöldið. Það verður skiljanlegt ekkert af því að fyrsti hringurinn verði spilaður í dag enda eldgos í næsta nágrenni. Skilaboðin á samfélagsmiðlum voru: „Og við hinkrum aðeins með fyrsta dag í meistaramóti...“ Það er því ekki búið að aflýsa mótinu eins og er. Kylfingar í golfklúbbi Grindavíkur þurfa því enn á ný að breyta sínu skipulagi vegna eldsumbrotanna sem hafa staðið yfir í nágrenninu síðan eldgosahrina sem hófst í desember 2023 við Sundhnúksgíga norðan Grindavíkur.
Grindavík Golf Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira