Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. júlí 2025 13:41 Karlotta hljóp 511 kílómetra á einni viku. Facebook/Karlotta Ósk Óskarsdóttir Karlotta Ósk Óskarsdóttir lauk hinu svokallaða Gotlandshlaupi, sem telur 511 kílómetra, í Svíþjóð á laugardaginn. Hún segist enn eiga í erfiðleikum með svefn eftir hlaupið, sem hún telur þó að styrki hlauparann. Hlaupinu lauk hún á sjö dögum, þrettán klukkutímum og tíu mínútum. Karlotta er fyrsta íslenska konan til að ljúka yfir fimm hundruð kílómetra hlaupi og annar Íslendingurinn svo vitað sé. Höskuldur Kristvinsson hlaupari hljóp yfir fimm hundruð kílómetra fyrir um áratug síðan. „Það er ennþá svolítið erfitt að sofa fyrir fótapirringi og verkjum,“ segir Karlotta en hún ræddi hlaupið í Bítinu í morgun. Snýst um að fá húfuna Hún rekur aðdragandann að hlaupinu í samtali við þáttastjórnendur, en allt hófst þetta þegar hún uppgötvaði Félag 100 kílómetra hlaupara á Íslandi. Félagar sem hlaupa yfir hundrað kílómetra í viðurkenndu hlaupi fá gefins húfu frá félaginu þar sem á stendur hve langa vegalengd viðkomandi hefur hlaupið. Húfurnar eru veittar við sérstaka athöfn. Húfurnar sem félagar í Félagi 100 kílómetra hlaupara fá þegar þeir ljúka viðkomandi hlaupi.100km.is „Síðasta húfan er fimm hundruð kílómetra húfa og ég varð bara að klára stigann upp í það fyrst ég var byrjuð,“ segir Karlotta. Fyrr hafði hún hlaupið 322 kílómetra. Hún útskýrir að í Gotlandshlaupinu eru keppendur ekki með fylgdarlið þannig að hver hlaupari hleypur með allt sem hann þarf á bakinu. Á hundrað kílómetra fresti voru svefnstaðir þar sem keppendur gátu lagt sig og fengið sér orkubita. „Á þessum svefnstöðum reyndi maður að ná þremur, fjórum klukkutímum, ef maður gat eitthvað sofið fyrir verkjum. Um leið og maður stoppar koma svo rosalegir verkir í lappirnar á manni, og hælana. Þetta er kvöl og pína nánast stanslaust.“ Sumir enn að hlaupa Þáttastjórnandi spyr þá hvort hlaup eins og þetta geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir líkamann. „Ég veit það ekki, nú er ég enginn læknir. Ég get svo sem ekki sagt til um það en ég held samt ekki. Ég held að þetta styrki mann. Það segja alla vega hinir ultra hlaupararnir. Bobby Keough, sem við fóstruðum þarna í smá tíma því hann var ekki með úr og engan síma, algjörlega upp á okkur kominn, er búinn að fara í yfir tvö hundruð hundrað mílna hlaup og hann segir að þetta styrki mann bara.“ Karlotta hljóp sumsé ekki einsömul en kærastinn var með henni í för. „Þetta var hans fyrsta ultra-hlaup. Hann hefur aldrei farið í ultra-hlaup áður en hann er mjög sterkur hlaupari,“ segir Karlotta. Og þið eruð ennþá saman? „Já, þótt ótrúlegt megi virðast. Ég held það sé fátt sem reynir meira á sambandið en eitthvað svona,“ svarar Karlotta hlæjandi. Kærastinn lauk keppni eftir 322 kílómetra vegna meiðsla. Tuttugu og átta manns hófu hlaupið fyrir rúmri viku en í Bítinu sagði Karlotta nokkra hlaupara enn á leið í mark. Hlaup Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Hlaupinu lauk hún á sjö dögum, þrettán klukkutímum og tíu mínútum. Karlotta er fyrsta íslenska konan til að ljúka yfir fimm hundruð kílómetra hlaupi og annar Íslendingurinn svo vitað sé. Höskuldur Kristvinsson hlaupari hljóp yfir fimm hundruð kílómetra fyrir um áratug síðan. „Það er ennþá svolítið erfitt að sofa fyrir fótapirringi og verkjum,“ segir Karlotta en hún ræddi hlaupið í Bítinu í morgun. Snýst um að fá húfuna Hún rekur aðdragandann að hlaupinu í samtali við þáttastjórnendur, en allt hófst þetta þegar hún uppgötvaði Félag 100 kílómetra hlaupara á Íslandi. Félagar sem hlaupa yfir hundrað kílómetra í viðurkenndu hlaupi fá gefins húfu frá félaginu þar sem á stendur hve langa vegalengd viðkomandi hefur hlaupið. Húfurnar eru veittar við sérstaka athöfn. Húfurnar sem félagar í Félagi 100 kílómetra hlaupara fá þegar þeir ljúka viðkomandi hlaupi.100km.is „Síðasta húfan er fimm hundruð kílómetra húfa og ég varð bara að klára stigann upp í það fyrst ég var byrjuð,“ segir Karlotta. Fyrr hafði hún hlaupið 322 kílómetra. Hún útskýrir að í Gotlandshlaupinu eru keppendur ekki með fylgdarlið þannig að hver hlaupari hleypur með allt sem hann þarf á bakinu. Á hundrað kílómetra fresti voru svefnstaðir þar sem keppendur gátu lagt sig og fengið sér orkubita. „Á þessum svefnstöðum reyndi maður að ná þremur, fjórum klukkutímum, ef maður gat eitthvað sofið fyrir verkjum. Um leið og maður stoppar koma svo rosalegir verkir í lappirnar á manni, og hælana. Þetta er kvöl og pína nánast stanslaust.“ Sumir enn að hlaupa Þáttastjórnandi spyr þá hvort hlaup eins og þetta geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir líkamann. „Ég veit það ekki, nú er ég enginn læknir. Ég get svo sem ekki sagt til um það en ég held samt ekki. Ég held að þetta styrki mann. Það segja alla vega hinir ultra hlaupararnir. Bobby Keough, sem við fóstruðum þarna í smá tíma því hann var ekki með úr og engan síma, algjörlega upp á okkur kominn, er búinn að fara í yfir tvö hundruð hundrað mílna hlaup og hann segir að þetta styrki mann bara.“ Karlotta hljóp sumsé ekki einsömul en kærastinn var með henni í för. „Þetta var hans fyrsta ultra-hlaup. Hann hefur aldrei farið í ultra-hlaup áður en hann er mjög sterkur hlaupari,“ segir Karlotta. Og þið eruð ennþá saman? „Já, þótt ótrúlegt megi virðast. Ég held það sé fátt sem reynir meira á sambandið en eitthvað svona,“ svarar Karlotta hlæjandi. Kærastinn lauk keppni eftir 322 kílómetra vegna meiðsla. Tuttugu og átta manns hófu hlaupið fyrir rúmri viku en í Bítinu sagði Karlotta nokkra hlaupara enn á leið í mark.
Hlaup Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“