Fótbolti

Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um vel­ferð leik­manna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Forsetinn Gianni Infantino er ekki vinsæll hjá knattspyrnumönnum.
Forsetinn Gianni Infantino er ekki vinsæll hjá knattspyrnumönnum. Getty/Buda Mendes

Það er stíft á milli Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og alþjóða leikmannasamtakanna, Fifpro.

Gianni Infantino, forseti FIFA, var með lykilfund í New York í gær þar sem aðalatriðið var velferð leikmanna. Infantino sá ekki ástæðu til þess að boða Fifpro á fundinn og það fór ekki vel í menn þar á bæ.

FIFA segir að menn á fundinum hafi verið sammála um að það yrðu að vera að minnsta kosti 72 tímar á milli leikja og að leikmenn fengju að minnsta kosti þriggja vikna frí eftir hvert tímabil.

Fifpro vill aftur á móti fá að minnsta kosti fjögurra vikna frí og má búast við áframhaldandi átökum um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×