Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. júlí 2025 19:17 Hin 25 ára Radhika Yadav var efnileg tenniskona fyrir nokkrum árum en þurfti að leggja skóna á hilluna vegna meiðsli og stofnaði þá tennisakademíu. Indverska tenniskonan Radhika Yadav var skotin til bana af föður sínum, Deepak Yadav, meðan hún eldaði morgunmat á heimili þeirra í þorpinu Wazirabad á Indlandi á fimmtudag. Radhika hlaut þrjú skotsár á baki og lést af sárum sínum áður en hún komst á spítala. Indverska lögreglan greinir frá andláti Yadav og fjallað er um málið í The Independent. Deepak skaut fimm sinnum úr skammbyssu sinni á dótturina og hæfðu þrjár kúlnanna hana í bakið. Atvikið átti sér stað um 10:30 að staðartíma og kom Kuldeep Yadav, föðurbróðir Radhiku, að henni hreyfingarlausri á gólfinu eftir að hafa heyrt skothljóðin gegnum loftið í íbúðinni fyrir neðan. „Sonur minn og ég fórum samstundis með hana á spítalann en hún var þá þegar farin,“ sagði Deepak við lögreglu en Radhika var tilkynnt látin við komuna á Marengo Asia-spítalann í borginni Gurugram, sem er staðsett í jaðri Nýju-Delíar. Vildi að dóttirin lokaði akademíunni Hinn 49 ára Deepak játaði að hafa myrt dóttur sína við lögreglu og sagði háðsglósur þopsbúa í Wazirabad um að hann lifði á tekjum dóttur sinnar hafa lagst þungt á sig. Sagði hann fólk hafa efast um heilindi dótturinnar vegna þessa og hann því beðið hana um að loka tennisakademíunni en hún neitað. Deepak er enn í gæsluvarðhaldi og hefur verið ákærður fyrir morð. Radhika var efnilegur tennisspilari og spilaði fyrir hönd Indlands á ýmsum alþjóðlegum mótum. Hún lagði skóna á hilluna vegna meiðsla og einbeitti sér þá að því að þjálfa yngri leikmenn í akademíu sinni í Gurugram. Lögregla segir fjárhagslegt sjálfstæði hennar eftir stofnun akademíunnar, viðveru á samélagsmiðlum og leik í tónlistarmyndbandi hafa reynt á fjölskylduböndin. Lögregluþjónninn Vinod Kumar útilokaði í samtali við CNN-News18 að um sæmdarmorð væri að ræða. Manju Yadav, móðir Radhiku, hafði lokað að sér í öðru herbergi vegna veikinda og varð ekki vitni að morðinu. Hún neitað að gefa frá sér skriflega yfirlýsingu. Indland Erlend sakamál Tennis Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Indverska lögreglan greinir frá andláti Yadav og fjallað er um málið í The Independent. Deepak skaut fimm sinnum úr skammbyssu sinni á dótturina og hæfðu þrjár kúlnanna hana í bakið. Atvikið átti sér stað um 10:30 að staðartíma og kom Kuldeep Yadav, föðurbróðir Radhiku, að henni hreyfingarlausri á gólfinu eftir að hafa heyrt skothljóðin gegnum loftið í íbúðinni fyrir neðan. „Sonur minn og ég fórum samstundis með hana á spítalann en hún var þá þegar farin,“ sagði Deepak við lögreglu en Radhika var tilkynnt látin við komuna á Marengo Asia-spítalann í borginni Gurugram, sem er staðsett í jaðri Nýju-Delíar. Vildi að dóttirin lokaði akademíunni Hinn 49 ára Deepak játaði að hafa myrt dóttur sína við lögreglu og sagði háðsglósur þopsbúa í Wazirabad um að hann lifði á tekjum dóttur sinnar hafa lagst þungt á sig. Sagði hann fólk hafa efast um heilindi dótturinnar vegna þessa og hann því beðið hana um að loka tennisakademíunni en hún neitað. Deepak er enn í gæsluvarðhaldi og hefur verið ákærður fyrir morð. Radhika var efnilegur tennisspilari og spilaði fyrir hönd Indlands á ýmsum alþjóðlegum mótum. Hún lagði skóna á hilluna vegna meiðsla og einbeitti sér þá að því að þjálfa yngri leikmenn í akademíu sinni í Gurugram. Lögregla segir fjárhagslegt sjálfstæði hennar eftir stofnun akademíunnar, viðveru á samélagsmiðlum og leik í tónlistarmyndbandi hafa reynt á fjölskylduböndin. Lögregluþjónninn Vinod Kumar útilokaði í samtali við CNN-News18 að um sæmdarmorð væri að ræða. Manju Yadav, móðir Radhiku, hafði lokað að sér í öðru herbergi vegna veikinda og varð ekki vitni að morðinu. Hún neitað að gefa frá sér skriflega yfirlýsingu.
Indland Erlend sakamál Tennis Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira