„Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Smári Jökull Jónsson skrifar 13. júlí 2025 20:51 Aðstæður í tengslum við vegaframkvæmdir geta skapað hættu fyrir bifhjólafólk. Vísir/Vilhelm Bifhjólafólk er orðið langþreytt á að bíða eftir að meira tillit sé tekið til þeirra í vegakerfinu. Þau hafi áhyggjur af stöðunni og vilji að rödd þeirra heyrist. Bifhjólamaður lést í umferðarslysi í Reykjavík í vikunni. Málefni bifhjólafólks hafa verið í umræðunni síðustu vikur í tengslum við frumvarp um álagningu kílómetragjalds en öryggismál bifhjólafólks sömuleiðis. Í byrjun sumars vakti athygli myndband sem sýndi bifhjólamann renna á vegamerkingu í Reykjavík og í vikunni lést ökumaður bifhjóls í slysi á Miklubraut. Kristrún Tryggvadóttir bifhjólakona segir að svo virðist sem ekki sé tekið nægilega mikið tillit til bifhjólafólks í vegakerfinu og í umgengni við það, ýmislegt geti skapað hættu. „Vegrið, kantar, staurar og ef það verður fall af bifhjóli þá er það sem tekur við okkur eftir það. Hvort það eru aðrir í umferðinni eða vegakerfið,“ sagði Kristrún í kvöldfréttum Sýnar. „Við höfum áhyggjur af þessu“ Bifhjólafólk hefur unnið leiðbeiningar fyrir framkvæmdaaðila en Kristrún efast um hve mikið þær eru nýttar. „Við myndum vilja sjá mikla bót þar á og erum orðin langþreytt á það eru boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp og það á að gera eitthvað en svo bara líða árin og ekkert gerist.“ Kristrún segir of algengt að lausamöl berist á vegi, hún geri veginn flughálan. Vegamerkingar og nýtt malbik geti einnig skapað hættu. Hún segir bifhjólafólk vita að engum gangi illt til en segir að vegakerfið eigi að vera hægt að hanna með tilliti til bifhjólafólks. „Við viljum bara fá þessa rödd að hún heyrist, að við höfum áhyggjur af þessu og við viljum vinna með fólki til að bæta þetta.“ Bifhjól Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Vegagerð Tengdar fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Fimmtugur karlmaður lést í mótorhjólaslysinu á Miklubraut í Reykjavík í morgun. 9. júlí 2025 15:19 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Sjá meira
Málefni bifhjólafólks hafa verið í umræðunni síðustu vikur í tengslum við frumvarp um álagningu kílómetragjalds en öryggismál bifhjólafólks sömuleiðis. Í byrjun sumars vakti athygli myndband sem sýndi bifhjólamann renna á vegamerkingu í Reykjavík og í vikunni lést ökumaður bifhjóls í slysi á Miklubraut. Kristrún Tryggvadóttir bifhjólakona segir að svo virðist sem ekki sé tekið nægilega mikið tillit til bifhjólafólks í vegakerfinu og í umgengni við það, ýmislegt geti skapað hættu. „Vegrið, kantar, staurar og ef það verður fall af bifhjóli þá er það sem tekur við okkur eftir það. Hvort það eru aðrir í umferðinni eða vegakerfið,“ sagði Kristrún í kvöldfréttum Sýnar. „Við höfum áhyggjur af þessu“ Bifhjólafólk hefur unnið leiðbeiningar fyrir framkvæmdaaðila en Kristrún efast um hve mikið þær eru nýttar. „Við myndum vilja sjá mikla bót þar á og erum orðin langþreytt á það eru boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp og það á að gera eitthvað en svo bara líða árin og ekkert gerist.“ Kristrún segir of algengt að lausamöl berist á vegi, hún geri veginn flughálan. Vegamerkingar og nýtt malbik geti einnig skapað hættu. Hún segir bifhjólafólk vita að engum gangi illt til en segir að vegakerfið eigi að vera hægt að hanna með tilliti til bifhjólafólks. „Við viljum bara fá þessa rödd að hún heyrist, að við höfum áhyggjur af þessu og við viljum vinna með fólki til að bæta þetta.“
Bifhjól Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Vegagerð Tengdar fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Fimmtugur karlmaður lést í mótorhjólaslysinu á Miklubraut í Reykjavík í morgun. 9. júlí 2025 15:19 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Sjá meira
Ökumaður bifhjólsins látinn Fimmtugur karlmaður lést í mótorhjólaslysinu á Miklubraut í Reykjavík í morgun. 9. júlí 2025 15:19