Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. júlí 2025 21:01 Kötturinn Ófelía vekur mikla gleði meðal viðskiptavina. vísir/tómas Köttur sem heldur til í verslun á Skólavörðustíg sló óvænt í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok á dögunum. Eigandinn segir kisan vera ekkert annað en stjörnu enda um leikara og fyrirsætu að ræða. Steinsnar frá Hallgrímskirkju er einn loðinn starfsmaður í Iceamart sem stelur allri athygli frá helstu ferðamannastöðum. Það er engin önnur en hún Ófelía sem hefur staðið vaktina þar í fjöldamörg ár. Kynnast má Ófelíu í spilaranum hér fyrir neðan. Fyrirsæta og leikkona með meiru Ófelía er sextán ára og einstaklega vinsæl meðal viðskiptavina en hefur einnig slegið rækilega í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok. Rúmlega hálf milljón hafa barið myndskeiðið augum. @ragnhildur.johanns #catsofreykjavik #fyp #eurotok #genx #reykjavik #iceland ♬ Do You Want To Know A Secret - Remastered 2009 - The Beatles Selma Karlsdóttir eigandi kattarins segir frægð Ófelíu á samfélagsmiðlum ekki koma á óvart enda sé hún algjör stjarna. „Túristarnir senda mér til dæmis svona myndir í þakklætisskyni og spyrja mjög mikið um hana. Hérna var einhver Dana frá Bandaríkjunum sem sendi mér svona póstkort. Hún er stjarna og elskar að sitja fyrir. Hún er svona fyrirsæta í sér og plús það þá er hún leikkona. Hún er búin að leika í bíómynd.“ Ófelía liggur ávallt á sama stað í versluninni á uppáhalds teppinu sínu.vísir/tómas Kvikmyndin sem um ræðir er Undir trénu en einnig hefur kisinn komið fram í erlendum þáttum. Ófelía kemur daglega í verslunina en áhyggjufullt fólk hefur samband við Selmu ef kötturinn sést ekki í versluninni. Þar sé vel séð um hana. „Já hún er með hlaðborð hérna í versluninni. Það er mjög vel hugsað um hana. Ég hleyp yfir með kattamat. Túristarnir sjá um að gefa henni gúmmelaði. Harðfisk og fleira. Hún lifir mjög góðu lífi.“ „Hún er barnið okkar“ Ófelía sé meira í versluninni en heima hjá sér. “Hún elskar bara athygli. Hún elskar að láta halda á sér og klappa sér. Hún elskar að taka á móti fólki. Hún er mjög góður gestgjafi.“ Starfsmenn Icemart segja það yndislegt að eiga loðinn samstarfsfélaga sem laðar viðskiptavini að. „Það eru mjög margir sem koma bara fyrir hana sem eru búnir að sjá hana á TikTok eða Instagram. Hún er mjög vinsæl. Allir túristarnir elska hana. Við elskum hana svo mikið. Hún er barnið okkar,“ segja þær. Kettir Dýr Reykjavík Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Steinsnar frá Hallgrímskirkju er einn loðinn starfsmaður í Iceamart sem stelur allri athygli frá helstu ferðamannastöðum. Það er engin önnur en hún Ófelía sem hefur staðið vaktina þar í fjöldamörg ár. Kynnast má Ófelíu í spilaranum hér fyrir neðan. Fyrirsæta og leikkona með meiru Ófelía er sextán ára og einstaklega vinsæl meðal viðskiptavina en hefur einnig slegið rækilega í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok. Rúmlega hálf milljón hafa barið myndskeiðið augum. @ragnhildur.johanns #catsofreykjavik #fyp #eurotok #genx #reykjavik #iceland ♬ Do You Want To Know A Secret - Remastered 2009 - The Beatles Selma Karlsdóttir eigandi kattarins segir frægð Ófelíu á samfélagsmiðlum ekki koma á óvart enda sé hún algjör stjarna. „Túristarnir senda mér til dæmis svona myndir í þakklætisskyni og spyrja mjög mikið um hana. Hérna var einhver Dana frá Bandaríkjunum sem sendi mér svona póstkort. Hún er stjarna og elskar að sitja fyrir. Hún er svona fyrirsæta í sér og plús það þá er hún leikkona. Hún er búin að leika í bíómynd.“ Ófelía liggur ávallt á sama stað í versluninni á uppáhalds teppinu sínu.vísir/tómas Kvikmyndin sem um ræðir er Undir trénu en einnig hefur kisinn komið fram í erlendum þáttum. Ófelía kemur daglega í verslunina en áhyggjufullt fólk hefur samband við Selmu ef kötturinn sést ekki í versluninni. Þar sé vel séð um hana. „Já hún er með hlaðborð hérna í versluninni. Það er mjög vel hugsað um hana. Ég hleyp yfir með kattamat. Túristarnir sjá um að gefa henni gúmmelaði. Harðfisk og fleira. Hún lifir mjög góðu lífi.“ „Hún er barnið okkar“ Ófelía sé meira í versluninni en heima hjá sér. “Hún elskar bara athygli. Hún elskar að láta halda á sér og klappa sér. Hún elskar að taka á móti fólki. Hún er mjög góður gestgjafi.“ Starfsmenn Icemart segja það yndislegt að eiga loðinn samstarfsfélaga sem laðar viðskiptavini að. „Það eru mjög margir sem koma bara fyrir hana sem eru búnir að sjá hana á TikTok eða Instagram. Hún er mjög vinsæl. Allir túristarnir elska hana. Við elskum hana svo mikið. Hún er barnið okkar,“ segja þær.
Kettir Dýr Reykjavík Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira