Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2025 06:32 Jannik Sinner styður hér við grátandi Grigor Dimitrov efir að ljóst var að Búlgarinn gæti ekki haldið áfram. Getty/Julian Finney Dramatíkin var allsráðandi á Wimbledon mótinu í tennis í gærkvöldi þegar tveir góðir vinir mættust og börðust um sæti í átta manna úrslitunum. Grigor Dimitrov getur svo sannarlega gert tilkall til þess að vera óheppnasti tennisspilari heims. Atvik á Wimbledon mótinu í gærkvöldi gerir ekkert annað en að ýta undir það. Búlgarinn varð þá að hætta keppni í sextán manna úrslitunum á Wimbledon mótinu í gær þegar hann var 2-0 yfir á móti Ítalanum Jannik Sinner og sigurinn í sjónmáli. „Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Jannik Sinner eftir að hann komst áfram í átta manna úrslit þrátt fyrir að vera að tapa leiknum þegar leik var hætt. Þetta er fimmta risamótið í röð þar sem að Dimitrov verður að hætta vegna meiðsla. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Dimitrov hélt um brjóstvöðvann sinn eftir að hafa reynt uppgjöf upp í þriðja setti. Hann hló fyrst í geðshræringu en svo fóru tárin að renna. „Hann hefur verið svo óheppinn áður. Hann er líka góður vinur minn og það er erfitt að sjá hann svona. Hann átti skilið að fara áfram. Ég vona að hann nái sér fljótt. Þetta var mikil óheppni og ég sé þetta ekki sem sigur. Þetta er mjög óheppilegt,“ sagði Sinner. „Hann er ótrúlegur tennisspilari og við sáum það öll í kvöld,“ sagði Sinner. Búlgarinn vann fyrstu settin 6–3 og 7–5 sem þýddi að honum vantaði bara eitt í viðbót til að vinna leikinn. Sinner var fljótur að fara til Dimitrov þegar hann sá að hann var meiddur. Dimitrov yfirgaf völlinn um stund en kom síðan aftur inn og tók í höndina á Sinner. Viðurkenndi tap af því að hann gat ekki haldið áfram. Ítalinn mætir Ben Shelton í átta manna úrslitunum en viðureignirnar má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Wimbledon (@wimbledon) View this post on Instagram A post shared by Wimbledon (@wimbledon) Tennis Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sjá meira
Grigor Dimitrov getur svo sannarlega gert tilkall til þess að vera óheppnasti tennisspilari heims. Atvik á Wimbledon mótinu í gærkvöldi gerir ekkert annað en að ýta undir það. Búlgarinn varð þá að hætta keppni í sextán manna úrslitunum á Wimbledon mótinu í gær þegar hann var 2-0 yfir á móti Ítalanum Jannik Sinner og sigurinn í sjónmáli. „Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Jannik Sinner eftir að hann komst áfram í átta manna úrslit þrátt fyrir að vera að tapa leiknum þegar leik var hætt. Þetta er fimmta risamótið í röð þar sem að Dimitrov verður að hætta vegna meiðsla. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Dimitrov hélt um brjóstvöðvann sinn eftir að hafa reynt uppgjöf upp í þriðja setti. Hann hló fyrst í geðshræringu en svo fóru tárin að renna. „Hann hefur verið svo óheppinn áður. Hann er líka góður vinur minn og það er erfitt að sjá hann svona. Hann átti skilið að fara áfram. Ég vona að hann nái sér fljótt. Þetta var mikil óheppni og ég sé þetta ekki sem sigur. Þetta er mjög óheppilegt,“ sagði Sinner. „Hann er ótrúlegur tennisspilari og við sáum það öll í kvöld,“ sagði Sinner. Búlgarinn vann fyrstu settin 6–3 og 7–5 sem þýddi að honum vantaði bara eitt í viðbót til að vinna leikinn. Sinner var fljótur að fara til Dimitrov þegar hann sá að hann var meiddur. Dimitrov yfirgaf völlinn um stund en kom síðan aftur inn og tók í höndina á Sinner. Viðurkenndi tap af því að hann gat ekki haldið áfram. Ítalinn mætir Ben Shelton í átta manna úrslitunum en viðureignirnar má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Wimbledon (@wimbledon) View this post on Instagram A post shared by Wimbledon (@wimbledon)
Tennis Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sjá meira