Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2025 08:02 Íslenska landsliðið á þessu EM og landsliðkonurnar Elísa Viðarsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir með Sigurwin á EM í Svíþjóð 2013. Getty/Florencia Tan Jun/óskarój/KSÍ 17. júlí 2013 er merkilegur dagur fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta. Þetta er dagurinn sem íslenska landsliðið fagnaði síðast sigri á stórmóti. Síðan eru liðnir 4774 dagar eða ellefu ár, ellefu mánuðir og tuttugu og einn dagur. Íslenska liðið tapaði ekki leik á síðasta stórmóti, EM í Englandi 2022, en vann engan leik heldur. Tveir fyrstu leikirnir hafa tapast á EM í Sviss og allir leikirnir töpuðust á EM í Hollandi 2017. Sigurinn á móti Hollandi fyrir næstum því tólf árum skilaði íslenska liðinu í átta liða úrslit en í tveimur af síðustu þremur Evrópumótum hefur ballið verið búið fyrir síðasta leik í riðlinum. Níu leikir í röð á EM án sigurs. Þrjú jafntefli og sex töp. Vonbrigði og aftur vonbrigði á þremur Evrópumótum i röð. Á tveimur þeirra var liðið dottið úr leik fyrir síðasta leik í riðlinum. Þeir sem muna eftir Evrópumótinu eftirminnilega í Svíþjóð fyrir tólf árum gleyma líklega aldrei þætti hins smávaxna Sigurwins. Hver var þessi Sigurwin? Jú þetta var lukkudýr íslensku stelpnanna, gullfiskur sem þær ferðuðust með á leiki í litlu gullfiskabúri. Nafn hans var ekki aðeins ættað úr Vestmannaeyjum heldur var sett saman úr orðunum sigur og Win sem þýðir auðvitað auðvitað sigur á ensku. Það sást meðal annars til íslensku stelpnanna seta Sigurvin á grasið fyrir leikinn ógleymanlega á móti Hollandi þar sem fótbrotin Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmarkið. Sigurinn kom íslenska liðinu í átta liða úrslitin. Örlög Sigurwins voru aldrei að fullu opinberuð en stelpurnar héldu því seinna fram að þær hafa verið að grínast þegar þær sögðust hafa sturtað honum niður í klósettið eftir tapið á móti Svíþjóð í átta liða úrslitunum. Hann var á lífi eftir allt saman en það mátti bara ekki flytja hann úr landi. Síðast fréttist af honum á leið í gæludýrabúð í Malmö. Hvað sem svarið er þá hafa íslensku stelpurnar ekki unnið leik siðan. Bölvun? Ég held nú ekki en það lítur þó út fyrir að Sigurwin hafi verið saknað mikið á þeim árum sem eru liðin. Það er ljóst að ekkert nema stoltið er undir í þessum lokaleik á móti Norðmönnum en jafnframt er þetta upplagt tækifæri til að hefja nýja vegferð í átt að bjartari tímum. Því þurfa stelpurnar okkar kannski bara að finna sér nýjan Sigurwin. Hann færði stelpunum trú á sínum tíma og liðið þarf trú og sigurvilja til að enda næstum því tólf ára bið eftir sigri. Í allri neikvæðninni sem umliggur liðið, eftir þessi miklu og síendurteknu vonbrigði, þá þarf eitthvað nýtt og ferskt til að brjóta sér leið út. Við þurfum jákvæða strauma. Þetta er lið sem er uppfullt af leikmönnum sem eiga framtíðina fyrir sér. Það er ekkert annað í stöðunni en að kyngja og læra af þessu svekkelsi. Þess vegna fannst mér tilvalið að rifja upp tilveru og tíma Sigurwins sem lífgaði svo mikið upp á líf íslensku stelpnanna í Svíþjóð sumarið 2013. Kannski geta eldri leikmenn, eða starfsmenn, sagt stelpunum sem ekki þekkja söguna af þessum sigursæla gullfiski. Í versta falli til að fá þær til að brosa en í besta falli til að fá þær til að trúa. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Sjá meira
Síðan eru liðnir 4774 dagar eða ellefu ár, ellefu mánuðir og tuttugu og einn dagur. Íslenska liðið tapaði ekki leik á síðasta stórmóti, EM í Englandi 2022, en vann engan leik heldur. Tveir fyrstu leikirnir hafa tapast á EM í Sviss og allir leikirnir töpuðust á EM í Hollandi 2017. Sigurinn á móti Hollandi fyrir næstum því tólf árum skilaði íslenska liðinu í átta liða úrslit en í tveimur af síðustu þremur Evrópumótum hefur ballið verið búið fyrir síðasta leik í riðlinum. Níu leikir í röð á EM án sigurs. Þrjú jafntefli og sex töp. Vonbrigði og aftur vonbrigði á þremur Evrópumótum i röð. Á tveimur þeirra var liðið dottið úr leik fyrir síðasta leik í riðlinum. Þeir sem muna eftir Evrópumótinu eftirminnilega í Svíþjóð fyrir tólf árum gleyma líklega aldrei þætti hins smávaxna Sigurwins. Hver var þessi Sigurwin? Jú þetta var lukkudýr íslensku stelpnanna, gullfiskur sem þær ferðuðust með á leiki í litlu gullfiskabúri. Nafn hans var ekki aðeins ættað úr Vestmannaeyjum heldur var sett saman úr orðunum sigur og Win sem þýðir auðvitað auðvitað sigur á ensku. Það sást meðal annars til íslensku stelpnanna seta Sigurvin á grasið fyrir leikinn ógleymanlega á móti Hollandi þar sem fótbrotin Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmarkið. Sigurinn kom íslenska liðinu í átta liða úrslitin. Örlög Sigurwins voru aldrei að fullu opinberuð en stelpurnar héldu því seinna fram að þær hafa verið að grínast þegar þær sögðust hafa sturtað honum niður í klósettið eftir tapið á móti Svíþjóð í átta liða úrslitunum. Hann var á lífi eftir allt saman en það mátti bara ekki flytja hann úr landi. Síðast fréttist af honum á leið í gæludýrabúð í Malmö. Hvað sem svarið er þá hafa íslensku stelpurnar ekki unnið leik siðan. Bölvun? Ég held nú ekki en það lítur þó út fyrir að Sigurwin hafi verið saknað mikið á þeim árum sem eru liðin. Það er ljóst að ekkert nema stoltið er undir í þessum lokaleik á móti Norðmönnum en jafnframt er þetta upplagt tækifæri til að hefja nýja vegferð í átt að bjartari tímum. Því þurfa stelpurnar okkar kannski bara að finna sér nýjan Sigurwin. Hann færði stelpunum trú á sínum tíma og liðið þarf trú og sigurvilja til að enda næstum því tólf ára bið eftir sigri. Í allri neikvæðninni sem umliggur liðið, eftir þessi miklu og síendurteknu vonbrigði, þá þarf eitthvað nýtt og ferskt til að brjóta sér leið út. Við þurfum jákvæða strauma. Þetta er lið sem er uppfullt af leikmönnum sem eiga framtíðina fyrir sér. Það er ekkert annað í stöðunni en að kyngja og læra af þessu svekkelsi. Þess vegna fannst mér tilvalið að rifja upp tilveru og tíma Sigurwins sem lífgaði svo mikið upp á líf íslensku stelpnanna í Svíþjóð sumarið 2013. Kannski geta eldri leikmenn, eða starfsmenn, sagt stelpunum sem ekki þekkja söguna af þessum sigursæla gullfiski. Í versta falli til að fá þær til að brosa en í besta falli til að fá þær til að trúa.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Sjá meira