Innlent

Yfir­gangur hins opin­bera, þrá­tefli á þinginu og frá­leit þjóðar­at­kvæða­greiðsla

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Vísir

Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti.

Ásgeir Margeirsson formaður stjórnar Qair Ísland ehf., margreyndur á orkumarkaði, ræðir orkumál og þróun þeirra á landinu. Ásgeir gagnrýnir harkalega yfirgang hins opinbera á þessum markaði og spáir síhækkandi orkuverði til almennings og fyrirtækja enda sé framboðið ófullnægjandi.

Marinó G. Njálsson ráðgjafi, ræðir efnahagsmál. verðbólgu og vexti og gagnrýnir Seðlabankann fyrir aðgerðir í vaxtamálum. Hann segir dökk ský á lofti í íslenskum efnahagsmálum, m.a. vegna styrkingar krónu og lækkun vaxta og verðbólgu sé ekki í spilunum sem stendur, þvert á væntingar.

Pawel Bartoszek og Diljá Mist Einarsdóttir, alþingismenn, ræða stöðuna á þinginu og mál sem þar eru að gerjast. Hefur þingið tapað allri virðingu og ættu menn að einbeita sér að öðru þar en að halda endalausar ræður um örfá mál í þeim tilgangi að tefja framgang þeirra. Hvaða pólitík liggur þar að baki?

Haraldur Ólafsson prófessor í veðurfræði við HÍ og formaður Heimssýnar - félags fólk sem undir engum kringumstæðum vill ganga í ESB - ræðir alþjóðamál - engin ástæða til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um jafnfráleitt mál og inngöngu í Evrópusambandið að mati félagsmanna Heimssýnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×