Lífið

Julian McMahon látinn

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Julian McMahon kom víða við á leikaraferlinum.
Julian McMahon kom víða við á leikaraferlinum. AP

Ástralski leikarinn Julian McMahon, sem gerði garðinn frægan í vinsælum þáttaröðum á borð við Nip/Tuck og sem vondi læknirinn Dr Doom í Fantastic four, er látinn 56 ára að aldri.

Ekkja McMahon greinir frá því að hann hafi látist í Florida á miðvikudaginn. Hann hafði verið að glíma við krabbamein.

„Julain elskaði lífið og elskaði fjölskyldu sína. Hann elskaði vini sína, elskaði vinnuna og elskaði aðdáendur sína. Stærsti draumur hans var að fá að gleðja eins marga og hægt væri,“ sagði Kelly Paniagua ekkja hans.

McMahon skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann lék í þáttaröðinni Charmed árið 1998, og skaust svo enn hærra þegar hann lék í þáttaröðinni Nip/Tuck, læknadramaþáttum þar sem hann lék lýalækninn Christian Troy. Sex þáttaraðir voru gerðar af Nip/Tuck árin 2003 - 2010.

Þá lék McMahon Doctor Doom í tveimur myndum um hin fræknu fjóru, Fantasic four, árin 2005 og 2007.

McMahon var sonur William McMahon, fyrrverandi forsætiráðherra Ástralíu, en Julian lék einmitt forsætisráðherra Ástralíu í þáttaröðinni The Residence á Netflix fyrir stuttu síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.