Innlent

Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flug­fé­lög

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Enn virðist nokkuð í land í viðræðum meiri- og minnihluta um þinglok. Sjö frumvörp voru afgreidd á þingfundi dagsins og nokkur afgreidd úr annarri umræðu. Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins fer yfir stöðuna í beinni útsendingu í kvöldfréttum.

Níu börn eru meðal þeirra tuttugu og sjö sem hafa farist í hamfaraflóðum í Texas. Enn er tuttugu og sjö stúlkna, sem voru staddar í sumarbúðum, saknað og segir fógetinn á svæðinu að leit verði ekki hætt fyrr en allir finnast.

Erlendur netþrjótahópur hefur nýlega gert flugfélög að skotmörkum sínum. Hópurinn hefur valdið miklum skaða og segir öryggisráðgjafi mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki að vera meðvituð um aðferðirnar sem notaðar eru.

Í fyrsta sinn í meira en hundrað ár mega Parísarbúar stinga sér til sunds í Signu. Fjölmargir kældu sig í ánni í dag.

Í sportinu verður farið yfir leikina í Bestu deildinni og rætt við landsliðsþjálfara kvenna í fótbolta, sem undirbýr leik við Sviss á EM á morgun. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×