Sport

Metfjöldi á Ís­lands­mótinu í þríþraut

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Íslandsmótið í ólympískri þríþraut fór fram á Laugarvatni. 
Íslandsmótið í ólympískri þríþraut fór fram á Laugarvatni.  þríþrautarsambandið

Íslandsmótið í þríþraut fór fram við Laugarvatn í morgun og var hið fjölmennasta frá upphafi. Sigurður Örn Ragnarsson varð Íslandsmeistari sjöunda árið í röð og Brynja Dögg Sigurpálsdóttir tryggði Íslandsmeistaratitil á lokakaflanum. 

Íslandsmótið er eina þríþrautarkeppni ársins hér á landi sem fer fram í vatni en ekki sundlaug. Mótið var hið fjölmennasta sem haldið hefur verið hér á landi í þessari vegalengd. 

135 keppendur tóku þátt og syntu 1500 metra í Laugarvatni. Hjóluðu svo fjörutíu kílómetra með tæpri þrjú hundruð metra hækkun áður en tíu kílómetra hlaup tók við.

Sigurður Örn leiddi keppnina í karlaflokki frá upphafi til enda og varð Íslandsmeistari sjöunda árið í röð.

Spennan var meiri í kvennaflokki þar sem Brynja Dögg fagnaði sigri eftir að hafa hlaupið fram úr öðrum keppanda, Kareni Axelsdóttur, á síðustu metrum mótsins.

Fjallað var um mótið í Sportpakkanum hjá Sýn. Innslagið má sjá hér fyrir neðan. Heildarúrslit mótsins má finna hér. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×